Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 299
Ritdómar
297
Fyrir dæmi í físl. um ténaðr/tfinaðr ‘hjálp, aðstoð’, sem JAH notar til að rökstyðja
frekar mál sitt um skyldleika téa og tðia, hefði frekar mátt vísa í AMKO en orðabók
Fritzners. JAH getur heldur ekki um orðið tjónaðr ‘s.m.’ sem kemur a.m.k. tvisvar
sinnum fyrir í Morkinskinnu (GKS 1009 fol (cl275) ósamsett og samsett: „meþ ham-
ingio oc tra/sti Olafs konvngs oc hvatleic Harallz oc tionaþi liðs manna hans þa spfíz
ormr“ (Mork 8212, Finnur Jónsson 1932), „vil ec vera tionaðar maðr yþarra fiolscyllda"
(Mork 33927, Finnur Jónsson 1932).
í tólfta kafla dregur höfundur saman niðurstöður sínar í skýru og skömmu máli.
í viðauka er fjallað um aldur i/ý'-hljv. af e og a-hljv. af u og i í frg. JAH segir fyrst
að flestir fræðimenn hafi talið að i/)'-hljv. af e væri frumgermanskt þótt þeir verði að
viðurkenna að allmörg dæmi séu frá fyrstu öldunum eftir kristburð um óhljóðverptar
myndir, t.d. Segestes (líkl. skylt gotn. h. sigis) hjá Tacitusi. JAH segir að þar sem frg.
hafi skipzt í norður-, vestur- og austurgermönsku um kristburð sýni þessi dæmi að i/j-
hljv. af e geti ekki verið frumgermanskt Við nánari tímaákvörðun hljóðvarpsins í ger-
mönsku málunum er aðeins hægt að styðjast við norður- og vesturgerm. mál þar sem
e varð alltaf i í gotn. Fyrstu öruggu dæmin um i/j-hljv. af e eru frá um 400 e.kr. (t.d.
þrijoR ‘þijár’ á Tune-steininum frá um 400). JAH segir að físl. so. bifask sýni einnig
háan aldur hljóðvarpsins. í fmorr. hafi verið tvö afbrigði stofnsins *bibé-/*biba- sem
hafi orðið til úr fmorðurgerm. *bebai-/*bibja-. í norður- og austurgerm. breyttust rót-
arvíxlin -ai-: -ja- í -ai- (síðar -é-) : -a- (sjá JAH 1998:329-332). Rótarsérhljóðið hlýt-
ur því að hafa hljóðverpzt áður en -ja- breyttist í -a-. Elzta dæmið um veikt 3. fl. so.
á rúnum er líklega á fyrmefndum Tune-steini: „witadahalaiban“ = wita<n>daha'
laiban (fyrri hluti orðsins er líklega lh. nt. af frg. so. *wit-ai-/*wit-ja-) og þar em eng-
ar minjar um j. JAH telur sem sé að i/j-hljv. af e hafi orðið um kristburð eða á fyrstu
öld e.kr. og hafi verið síðfrumgermönsk („nachurgermanisch") breyting. Eg sé ekki
hvað mælir á móti því að yngja þetta hljóðvarp jafnvel enn meir. Að vísu bendir e. t. v.
alhæfing á i í gotnesku, sem i//-hljv. hefur líklega átt drjúgan þátt í (sjá Sverdmp
1928), til þess að hljóðvarpið sé gamalt því slíkar alhæfmgar em oft lengi að ganga
yfir.
Næst fjallar JAH um u-hljv. af u og i (> o, e). Engar minjar em um hljóðvarpið í
gotnesku og telur JAH hugsanlegt að u og i hafi þar hljóðverpzt (> o, e) en síðan
hækkað aftur í u og i en hins vegar sé „einfacher und daher Plausibler“ að gera ráð
fyrir að a-hljv. hafí aldrei orðið í gotnesku. A-hljv. af u (> o) er miklu algengara í
norður- og vesturgerm. málum en a-hljv. af /' (> e) en þó misalgengt eftir málum. I a-
st. hafi aðeins ávarpsfall et. (t.d. *wulf< *wulf-e) og staðarfall et. (*wulfi- < *-ei) ver-
ið án a í frg. og finnst JAH ólíklegt að þau hafi getað hindrað a-hljv. annars staðar í
beygingardæminu. Frávikin frá a-hljv. í germönskum málum telur JAH að bendi til
þess að það hafi ekki orðið í frg. heldur í frumnorður- og vesturgermönsku. I þeim
fjölgaði u-lausum föllum (þgf. ft. *-a-mz varð *-umz og „stosstonigen" ö varð u (> u)
í algerri bakstöðu. Þar með urðu ávarpsfi, staðarf. og tækisf. et. og þgf. ft. í kk. og
staðarf., tækisf. og þgf. ft. í hk. án hljóðvarpsvaldandi a (< ö) í endingum. JAH telur
að a-hljv. hafi orðið á þessu skeiði og þetta hafi valdið því að a hljóðverptist stundum
og stundum ekki í norður- og vesturgermönskum málum. Tímasetningin miðast einn-