Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Side 300
298
Ritdómar
ig við m/o-víx 1 í ön-st., t.d. físl. stufa/stofa, kuna (fsæ.)lkona. Ef a-hljv. væri eldra en
breytingin *ön- > ún- í norður- og vesturgermönsku hefðu þessar hliðarmyndir ekki
átt að koma upp.
Olíkt a-hljv. af u er a-hljv. af i sjaldgæft og skilyrt. Aðeins eitt dæmi er um sam-
norður- og vesturgermanskt orð sem hefur orðið fyrir þessu hljv.: ffsl. verr ‘maður,
eiginmaður, karlmaður’, fhþ. o.s.frv. ver (< frg. *wiraz) og eitt orð sem hefur orðið
fyrir þessu hljv. í öllum vesturgerm. málunum, nest (< frg. *nista-) fhþ., fe. o.s.frv.
Annars eru eingöngu stakmálaorð og fjölmargar hliðarmyndir til vitnis um það.
í stuttu máli heldur JAH því fram að 1) i/j-hljv. af e hafi orðið um kristburð eða á
1. öld e.kr., 2) a-hljv. af u hafi orðið eftir að „stosstonigen" -ö varð -ú (> -u) og -ön
varð -ún í vesturgermönsku og að 3) a-hljv. af i sé sérþróun í germönsku málunum.
3. Framsetning og frágangur
Efnið er sett fram á skýran hátt og aðdáunarvert er að geta komið þessum mikla efni-
við fyrir á rúmlega eitt hundrað síðum. Þýzkan virðist vera vönduð.
JAH kafar misdjúpt í efnið. A stöku stað gengur hann of langt í smásmyglinni,
t.a.m. sums staðar í umfjölluninni um so. t0ia (bls. 20-47).
JAH talar stundum nokkuð oflætislega um kenningar annarra fræðimanna. Dæmi
um slíkt eru í nmgr. 37 (bls. 37): „Diese Herleitung ist nicht richtig", nmgr. 49 (bls.
43): „Ich sehe nicht, welchen Vorteil eine solche ad Jioc-Annahme hat.“, um kenning-
ar E. Antonsen, nmgr. 50 (bls. 45) segir JAH: „Diesc Erklárungen finden nirgendwo
eine Stiitze, d.h. sie sind aus der Luft gegriffen", og um J. Jasanoff í nmgr. 139 (bls.
100): „Dabei handelt es sich offenbar um ein Missverstándnis." Á hinn bóginn er
hressandi hve örugglega JAH hrekur ýmsar glæfralegar kenningar (sjá t.d. bls. 23).
Venja er í svona ritdómum að reyna að fxnna prentvillur og hef ég fundið örfáar. I
nmgr. 30 (bls. 33) hefur gleymst að setja „(2)“. Villandi er að nota á bls. 34 bæði a2 og
h2 fyrir laryngalinn h2. Á bls. 43 stendur *tawö° en á að vera *tawön. Mismunandi er
hvemig farið er með kommur á milli orðadæma. Á bls. 19 er t.a.m. dæmi um ská-
letraða kommu ,/rýr, dýr“ en ofar á síðunni eru óskáletraðar kommur í sama umhverfí.
Rökrétt er að skáletra ekki kommur í slíkum tilvikum. í nmgr. 88 (bls. 67) vantar „ist“.
Á bls. 86 hefur líklega gleymst að setja stjömu (*) yfir s0fla en hún táknar að engin
varðveitt dæmi séu um orðmyndina. Á bls. 102 hefur gleymst að setja stjömu (*) við
frg. wulf-i. I heimildaskrá (bls. 120) er fræðimaðurinn Hugo Pipping nefndur „Pippig“-
JAH er greinilega mjög lærður í indóevrópskri samanburðarmálfræði en hann er
ekki síður vel að sér í germanskri og frumnorrænni samanburðarmálfræði. Hann fjall-
ar af þekkingu um önnur forngermönsk mál (sjá t.d. bls. 102, nmgr. 142), rúnir (sbr.
t.d. umfjöllun í neðanmálsgrein 50) og fomnorsku (sjá t.d. undirkafla 9.2). Auk þess
er hann bæði vel kunnugur skrifum um fomíslenzku og kann ágætlega að fara með
heimildimar, þ.e. handritin, fyrir bæði bundið og laust mál (sjá t.d. undirkafla 7.2).
Þeir sem rannsaka fomíslenzku þurfa að þekkja vel til handrita- og textafræði því í
handritunum er geymdur efniviður rannsókna þeirra. Lítil von er til þess að þeir geti
fært eitthvað varanlegt nýtt fram í þessum fræðum sem ekki gjörþekkja efniviðinn.