Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 301
Ritdómar
299
Löng hefð er fyrir því að spara ekki neðanmálsgreinar í sögulegri málfræði og þær
eru sannarlega notaðar í þessari bók. Neðanmálsgreinar eru illa séðar í nútxmamál-
fræði en oft finnast mér þær eiga rétt á sér. Þar er oft komið fyrir ffóðleik, hugdettum
eða útúrdúrum sem varla hæfa meginmáli en sem sárt væri að missa. Þó verður að
gæta hófs við notkun neðanmálsgreina og þær mega ekki alveg skyggja á meginmál-
ið. Dæmi um óhóflega notkun þeirra eru á bls. 14, 39-40, 96, 102 og á bls. 44 er ein-
göngu neðanmálstexti og ekkert meginmál sem hlýtur að vera vegna mistaka við um-
brot.
4. Lokaorð
Aðaltilgangur JAH með bókinni er að skýra þátíðarmyndir svokallaðra ýí'a-sagna,
sem er frekar ósamstæður flokkur og svipaður að því leyti t. a. m. flokki tvöföldunar-
sagna. JAH notar ekki neitt eitt kenningakerfi heldur beitir ýmsum aðferðum til að
varpa ljósi á vandamálin. Hann notast oft við áhrifsbreytingar í skýringartillögum sín-
um (t. a. m. *frýia <— friva (§3), hl0ða <— hléða (§9), hlýia, sýia, flýia : þt. hl0ða,
*sf>ða, X:fl0ða (§11) og tðia <— t0ða <- téða (§11)). Hann segir að hvati þeirra (sér-
staklega -ód-þátíðarmyndanna) hafi oft verið n-hljv. af é (> 0). Sá galli er á því að það
var mjög sjaldgæft og óvíst hvort það hefur almennt verið virkt. Á hinn bóginn er rök-
semdafærsla JAH oft á tíðum glæsileg og honum tekst að skýra marga óljósa hluti
varðandi uppruna og þróun ýia-sagna.
Jón Axel Harðarson er djúpsær og frumlegur fræðimaður. Þessi bók hans er mik-
ið afrek og er til fyrirmyndar að flestu leyti.
HEIMILDIR
AMKO = Den amamagnæanske kommissions ordbog. Seðlasafn á Ámasafni í Kaup-
mannhöfn.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. [Reykjavík.]
Falk, Hjalmar S., og Alf Torp. 1909. Wortschatz der gennanischen Spracheinheit.
Göttingen.
—. 1910. Norwegisch-danisches etymologisches Wörterbuch. 1. Teil. Heidelberg.
Finnur Jónsson (útg.). 1927. AM 623 4°: Helgensager. Samfund til udgivelse afgam-
mel nordisk litteratur LII. Kaupmannahöfn.
—. (útg.) 1932. Morkinskinna. Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur
LIII. Kaupmannahöfn.
Flom, G. T. (útg.). 1929. AM 619: Codex AM 619 quarto. Old Norwegian Book of
Homilies Containing the Miracles of Saint Olaf and Alcuin ’s De virtutibus et viti-
is. University of Illinois studies in language and literature, 14.4. Urbana.
Guðrún Þórhallsdóttir. 1993. The Development of Intervocalic *j in Proto-Germanic.
Ph.D. dissertation. Cornell University, Iþöku.