Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 305
Ritdómar
303
sagt að enda þótt h sé fallið í riti sé það þó borið fram. Þýsku orðin Tochter og eracht-
en sanni uppruna h. Þetta er býsna vafasöm skýring, enda mikið af dæmum um
aðblástur í íslensku þar sem erfitt er að finna nokkur söguleg rök fyrir h. Fleiri
vafasamar hljóðffæðiskýringar mætti benda á en þetta verður látið duga.
Annar helmingur þessa fyrsta hluta fjallar um ýmsar söguiegar hljóðbreytingar.
Þessi hluti er líklega sá alversti í bókinni og er þá mikið sagt. Gerð er grein (bls.
27-29) fyrir eldra og yngra n-hljóðvarpi og minnst er á iv-hljóðvarp; einnig eru cldra
og yngra /-hljóðvarp greind að og j-, r- og a-hljóðvörp koma við sögu (bls. 29-32).
Spyrja má hvort hér sé ekki í heldur mikið lagt í kennslubók sem á að nýtast við nám
í íslensku nútímamáli. Klofningin (bls.34), þ.e. brcytingin e->ja/jö, er sögð vera háð
því að u sé í „einer spáteren Silbe“. Þessi skýring er ófullnægjandi og alveg ótæk
þegar rætt er um nútímamál. Af ýmsu fleiru er að taka. Tekið er fram (bls. vii) að ekki
sé nauðsynlegt að læra þennan hluta utanbókar. En margsinnis er þó vitnað til hans
þegar kemur að beygingarfræðinni. Taka má sem dæmi að þegar rætt er um beygingu
orðsins harn (bls. 65) er ö í fleirtölunni börn skýrt sem eldra n-hljóðvarp enda
hljóðvarpsvaldurinn löngu horfmn (tilvísun til greinar röng á bls. 65) en ö í þágufalli
fleirtölu börnum skýrt sem yngra n-hljóðvarp þar sem hljóðvarpsvaldurinn sé til
staðar. Stofnsérhljóðið e í orðinu gestur í nefnifalli eintölu er sagt vera dæmi um eldra
i-hljóðvarp cn í fleirtölunni gestir er það dæmi um það yngra (bls. 31-32). Gerður er
greinarmunur á „ekta“ og „óekta“ i (bls. 32-33; §42). Þannig er i í þágufalli eintölu
orða sem tilheyrðu a-stofnum, eins og annur t.d (þ.e. í þágufallsmyndinni armi) talið
óekta sem merkir að það olli ekki hljóðvarpi; hafi orðið tilheyrt i- cða n-stofni er i í
þágufallinu hins vegar ekta, sbr. gesti. Orðið gestur er svo beygingardæmi (bls. 81).
Þar kveður nokkuð við annan tón. Þar segir í athugasemd við þágufall eintölu:
„unechtes i (§42), kein í'-Umlaut“. Við nefnifall og þolfall fleirtölu segir: „Trotz eines
echten -i- kein /'-Umlaut. AA verhindert /-Umlaut". Nú spyr sá sem ekki veit hvað hcr
sé um að vera.
Og sagan heldur áfram. Á bls. 53 er því lýst hvemig nafnorð er „uppbyggt“. Taka
má sem dæmi orðið hestur sem hafði annan svip hér endur fyrir löngu. Gert er ráð
fyrir því að rótin sé hest, a sé viðskeyti og til samans myndi rótin og viðskeytið
stofninn hesta. Viðskeytið a og endingin r myndi hins vegar niðurlag (þ. Ausgang).
Með viðskeytinu cr höfundur að vísa til norræns stofns. Um viðskeytið segir hann að
það sé ekki alltaf sýnilegt vegna brottfalla. Það sjáist þó í þolfalli fleirtölu, hesta. í
samræmi við þetta setur hann upp töflu með beygingarendingum (bls. 55). Þar má sjá
að í þolfalli fleirtölu er auður bás og í nefnifalli fleirtölu er endingin -r. f sömu töflu
er kvenkynsbeygingin að hluta til gerð óskiljanleg.
Af ýmsu fleiru er að taka og sums staðar um beinar villur að ræða, ekki aðeins
langsóttar sögulegar (og villandi) skýringar, t.a.m. þegar rætt er um beygingu fallorða.
Eignarfall fleirtölu orðsins hreiður er hreiðura (bls. 67), orðið mánuður er í nefnifalli
og þolfalli fleirtölu mánaðir, mánaði (bls. 88) og orðið strœtó er endingarlaust í
eignarfalli eintölu (bls. 95). í lista yfir nafnorðin aftar í bókinni eru orðin fólk (bls.
370) og djöifung (bls. 372) beygð jafnt í eintölu sem fleirtölu með og án greinis.
Skýringamar á viðskeytta greininum em flóknar. Sé rótin „þung“ skal /' falla þegar