Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Síða 306
304
Ritdómar
greinir bætist við, sbr. hesti/hestinum, stráki/stráknum (bls. 58). Engin skýring er
gefin á ólíkri útkomu enda þótt rætumar séu báðar þungar skv. þeirri skilgreiningu
sem áður hefur verið gefin (bls. 25). Lýsingarorðið snjáll (svo!) er eins í karlkyni og
kvenkyni eintölu (bls. 124) og lýsingarhátturinn/lýsingarorðið vafinn er í kvenkyni
eintölu þolfalli vafina (bls.132).
Ekki er umfjöllunin greinarbetri eða traustari þegar sagnir eiga í hlut. Nöfnin á
sagnaflokkunum vísa til upprunans en sum dæmin koma ókunnuglega fyrir sjónir eða
eiga ekki við. Þannig eru sagnimar yrja og bleðja (bls. 190 og 192) gefnar sem dæmi
umý-sagnir. Fjölmargar sagnir eignast torkennileg boðháttarform, einkum þó í sagna-
listanum í lokin. Dæmi um þetta em t.d. sagnimar bylja, drynja og dynja (bls.
396-397) og kunna, innan sviga með spumingamerki kanntu (bls. 409). Engin tilraun
er gerð til að velta því fyrir sér af hvers konar sögnum hægt er að nota boðhátt. Sum
boðháttarform em beinlínis röng, t.d. sóttu (bls. 421) (f. sœktu).
Setningarfræðilega umfjöllunin er ákaflega misjöfn. Svo er að skilja sem tíðimar
séu sex (bls. 337-340): nútíð, þátíð, núliðin tíð, þáliðin tíð, framtíð og þáframtíð. Um
núliðna tíð segir (bls. 338) að hún sé miklu sjaldnar notuð en þátíðin. Framtíðin er
táknuð með œtla, munu og skulu (bls. 340). Sem dæmi um þá síðari, sem kölluð er
framtíð II, er notuð setningin Eftir að þú mun hafa komið, ætlum við að borða.
Höfundur segir þó að slík framtíð sé varla notuð í daglegu tali og er víst óhætt að taka
undir það! En dæmið sem hann gefur um það hvað kemur í staðinn er ekki miklu
eðlilegra talmál: Eftir að þú hefur komið, œtlum við að borða.
Umræða um horfin, þ.e. dvalahorf (vera að + nh.), lokið horf II (vera búinn að +
nh.) og byrjunarhorf (fara að + nh.) er í kafla um setningargerðir háttarsagna
(Modalkonstruktionen) (bls. 258-263). Engin tilraun er gerð til að skýra út hvað það
er sem skilyrðir notkun horfanna né heldur er notkun þeirra borin saman við tíðimar.
Nokkuð er rætt um orðaröð og er það kostur. M.a. er rætt um orðaröð í framhalds-
setningum en orðið er notað sem hugtak á íslensku í textanum (bls. 302). Þar segir að
í slíkum setningum sé sögnin oft fremst. Allt er það í góðu lagi. Skýringin á þessu er
hins vegar sögð vera keltneskur arfur allt frá landnámi!
Lokakafli bókarinnar fjallar um orðmyndun. Þar blandast saman saga og samtíð
þannig að úr verður hálfgerður óskapnaður. Svo dæmi séu tekin úr lista um aðskeyti
(bls. 363-366) þá em -d og -ð í orðum eins og vídd og lœgð flokkuð sem viðskeyti og
enginn greinarmunur gerður á þeim og viðskeytum á borð við -un og -ing sem enn
em frjó. Orðið forskeyti hefur fengið nýja og mun víðari merkingu en áður því að
meðal þeirra hefðbundnu eins og and- og mis- má t.d. finna fom- og raf- eins og í
nafnorðunum fomíslenska og rafinagnl
Mikill fjöldi setninga og dæma er notaður til útskýringa. Gæðin em misjöfn eins
og sjá má hér á eftir:
Ég keyp. (bls. 30)
Páll elskar systurina sína. (bls. 150)
Hver fann upp bílann? (bls. 159)
Nokkrir menn komu inn í húsinum. (bls. 161)