Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Page 309
Ritfregnir
Greinasafn um handrit, texta og íslenskt mál
Stefán Karlsson. 2000. Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson, gefnar út í til-
efni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Ritstjóri Guðvarður Már Gunn-
laugsson. Stofnun Áma Magnússonar, Reykjavík. 451 bls.
Fræðistörf Stefáns Karlssonar, fyrrverandi prófessors og forstöðumanns Stofnunar
Áma Magnússonar á íslandi, liggja einkum á sviði fílólógíu eða textafræði en sú grein
er eins og menn vita undirstaða rannsókna í fomum fræðum, þ.á m. málsögu. I Staf-
krókum em 28 greinar af þessum meiði og hafa þær allar verið birtar áður í fræðileg-
um tímaritum og ráðstefnuritum eða afmælisritum, sú elsta 1964 og sú yngsta 1998.
Ritstjóri segir í ávarpsorðum að efnisvalinu sé ætlað að sýna þá ijölbreytni í rannsókn-
um sem Stefán er þekktur fyrir. Bókin er 451 síða að meðtöldum ávarpsorðum, efnis-
yfirliti, heillaóskaskrá (tabula gratulatoria), handritaskrá og nafnaskrá. Frágangur er í
samræmi við fyrri útgáfur Ámastofnunar.
Höfundur skiptir ritgerðum sínum f sjö kafla en heiti þeirra gefa hugmynd um efni
bókarinnar: íslenskt mál, Edduorð, Gamlir textar í ungum handritum, Af biskupum,
Bókamarkaður í Atlantsveldi, Af skrifurum og handritum og Biblíumál. Næstsíðasti
kaflinn er langfyrirferðarmestur, 17 greinar alls, enda hafa rannsóknir á skrift og staf-
setningu í fomum handritum verið sérsvið Stefáns.
Málfræðilegt efni er að finna í fyrsta kaflanum en einnig á víð og dreif í hinum.
„Tungan" er lengsta greinin í safninu (56 bls.) og sú eina sem fjallar beinlínis um mál-
fræði. Þar er hljóðþróun íslenskunnar rakin sem og helstu breytingar á beygingarkerfi
og orðaforða. Einnig er fjallað um málhreinsun og stafsetningu. Greinin er mjög
gagnleg lesning fyrir þá sem vilja fá yfirsýn um þessa þætti íslenskrar málsögu. Af
öðm efni þar sem málfræði kemur við sögu má nefna greinina „Þorp“. í henni fjallar
höfundur um merkingu orðsins þorp í 50. erindi Hávamála. Sett er fram og rökstudd
sú tilgáta að þar sem standi í Konungsbók eddukvæða (með nútímastafsetningu),
„Hrömar þöll, sú er stendur þorpi á“, hafi átt að standa, „Hrömar þöll, sú er stendur
þorpi án“. Þama hafi skrifara Konungsbókar láðst að setja nefhljóðsstrik yfir sér-
hljóðið, eða sett brodd í staðinn fyrir nefhljóðsstrik í forriti. Samkvæmt því hefði
„þorp“ merkinguna ‘trjáþyrping’ í þessu sambandi en ekki ‘berangur’ eða þvíumlíkt
enda kemur það heim og saman við orðfæri í öðmm textum sem teknir em til saman-
burðar. Þetta „stafkrókadæmi" sýnir hvemig þekking á handritafræði og málfræði get-
ur skipt máli við túlkun fomra texta.
íslenskt mál 23 (2001), 307-310. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.