Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 83
81
Mark eða gerandi
andi en þar hefur forsetningarliðurinn afJóni stöðu rökliðar og tákn-
ar upptök. Með upptökum (e. source) er átt við það eða þann sem er
»uppspretta“ þess sem um er rætt (sbr. Saeed 1997:141). í báðum setn-
ingunum er (beina) andlagið, þ.e. þolfallið, þema. Með þema (e.
theme) er hér átt við það sem verður fyrir því sem sögnin lýsir án þess
þó að breytast nokkuð.5 í fyrri setningunni fylgir þemað óbeina and-
laginu. Obeina andlagið sem er í þágufalli hefur merkingarlega stöðu
viðtakandans (eða þiggjandans) eins og við er að búast. Rökliðurinn
er því mark. Markið er hins vegar frumlag í nefnifalli í þeirri síðari.
Það er ekki aðeins þemað sem kemur fyrir sem rökliður í báðum
setningunum í (2) heldur gerir markið það líka. En ólíkt þemanu, sem
er beint andlag í báðum dæmunum, gegnir markið mismunandi setn-
ingarlegum hlutverkum. Sé gerandi í setningunni, eins og í fyrra dæm-
mu, þá kemur markið fram sem óbeint andlag. Sé enginn gerandi í
setningunni er markið frumlag.6
I framhaldi af því sem hér hefur verið sagt um dæmin með leigja
er eðlilegt að spurt sé hvort um eina sögn eða tvær samhljóða sagnir
sé að ræða. Enda þótt hér sé ekkert svar einhlítt verður ekki séð að sér-
stök þörf sé á að greina leigja sem tvær sagnir enda beygingin alltaf
ein og hin sama. í þessu sambandi má minna á að samkvæmt sumum
viðmiðunum a.m.k. er mjög eðlilegt að líta svo á að merkingarhlut-
verk rökliða með tiltekinni sögn séu ekki alltaf hin sömu. í ljósi þess
að þau eru ekki endilega skyldubundin heldur háð setningafræðilegu
umhverfi er eðlilegt að þau geti breyst.7
Hér þarf einnig að hafa í huga að yfirleitt er gert ráð fyrir ákveðnu
sdgveldi (e. hierarchy) merkingarhlutverka með tilliti til þess hvaða
5 Deila má um það hvort vænlegra sé að greina beina andlagið hér sem þema eða þol-
^nda (e. patient). Það skiptir þó litlu eða engu máli og verður fyrmefnda leiðin valin.
6 Athyglisvert er að skoða tengsl gerandans, marksins og upptakanna. í (2b) er
forsetningarliður sem táknar upptök en sé gerandi í setningunni, og markið þá í setn-
'ngarlegu hlutverki óbeins andlags eins og í (2a), er ekki hægt að hafa upptök líka.
Um ýmislegt þessu tengt má m.a. lesa hjá Maling (2001:430-433), en auk dæma úr
tslensku nefnir hún til dæmi úr ensku og þýsku.
Dæmi um fyrirbæri af þessu tagi eru t.d. víða rædd í bók Jackendoffs (1990), t.d.
1 umfjöllun hans um ensku sögnina walk (bls. 259). Þar greinir hann frumlagið ýmist
sem geranda (e. actor) eða þema (e. theme), allt eftir umhverfmu.