Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 183
Ritfregnir
181
Tvö greinasöfn um setningafræði
Syntactic Effects of Morphological Change. Ritstjóri David W. Lightfoot. Ox-
ford University Press, Oxford. 409 bls.
Minimalist Syntax. Ritstjóri Randall Hendrick. Blackwell, Oxford. 233 bls.
Syntactic Effects ... er safn greina sem voru upphaflega fyrirlestrar á sjöttu alþjóð-
legu ráðstefnunni um sögulega setningafræði („Diachronic Generative Syntax“,
DIGS). Sú ráðstefna var haldin við University of Maryland í maí 2000. Eins og heiti
greinasafhsins ber með sér fjallaði ráðstefnan um tiltekið þema, sem sé það hvaða
álirif breytingar á beygingum kynnu að hafa á setningagerð. Þótt tiltölulega litlar
breytingar hafi orðið á íslenskum beygingum í aldanna rás kemur íslenska þó talsvert
við sögu í greinunum, ekki síst í samanburði við þróunina í nágrannamálunum, svo
sem færeysku og norrænu meginlandsmálunum, en reyndar einnig í þeirri ensku mál-
lýsku sem töluð er á Hjaltlandi. Hlutur íslenskunnar er auðvitað mest áberandi í grein
Þórhalls Eyþórssonar („Changes in Subject Case Marking in Icelandic“) um breyting-
ar á frumlagsfalli í íslensku (þ.e. einkum breytingar þar sem þolfall verður nefnifall
{bátana rak > bátamir ráku ...) og eða þolfall verður þágufall (mennina vantar >
mönnunum vantar ...)). Þar er m.a. bent á að í umijöliun um enska eða norræna mál-
sögu er því oft haldið fram að þróunin frá svokölluðum ópersónulegum samböndum
til persónulegra hljóti að tengjast einföldun á fallbeygingunni (menn nota ekki lengur
þolfallsfrumlag með sögnum sem tóku það upphaflega af því að þolfallið hefur látið
undan síga í málinu) en íslensk dæmi sýna að slík þróun getur líka átt sér stað þótt
fallbeygingar haldi sér vel (sbr. dæmið bátana rak > bátamir ráku). íslenska kemur
líka talsvert við sögu í grein Dianne Jonas „Residual V-to-I“ um leifar af sagnfærslu
í Hjaltlandsensku, þar sem bent er á að sagnfærsla getur haldist þótt sagnbeyginga-
kerfið einfaldist, en hinu gagnstæða hefur stundum verið haldið fram í umfjöllun um
ólíka orðaröð í íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálunum hins vegar
(dæmi á borð við ... af hverju hann les ekki ... í íslensku og ... hvoifor han ikke
lœser... á dönsku). Þá er íslenska lfka fyrirferðarmikil í grein eftir John D. Sundquist
(„Object Shift and Holmberg’s Generalization in the History of Norwegian"), en þar
notar höfúndur norsk málsögugögn til að mæla gegn þeim kenningum að staða and-
lags geti að hluta til ráðist af því hvort viðkomandi mál hefur „sagnfærslu" eða ekki
— eða af því hversu ríkulega fallbeygingu málið hefur. Almennt má segja að grein-
amar í bókinni séu forvitnilegar fyrir sögulega setningafræðinga — eða þá sem hafa
áhuga á breytingum á setningagerð norrænna mála almennt og íslensku sérstaklega.
Minimalist Syntax er ekki ráðstefnurit eins og greinasöfnin sem hafa verið talin hér
á undan heldur safn fimm greina sem voru sérstaklega samdar fyrir bókina og eiga
það sameiginlegt að varða þá stefnu í málfræði (eða setningafræði) sem hefur verið
kölluð naumhyggja á íslensku (minimalism á ensku). í inngangi eftir ritstjórann er
gerð nokkur grein fyrir sögulegum rótum þessarar stefnu. Þar kemur m.a. fram að eitt
af markmiðum þessarar naumhyggju er í stórum dráttum það að reyna að hafa kenn-