Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 48
46
Guðmundur Már Hansson Beck
(8) 7. janúar 1330 — réttarbót Magnúsar konungs Eiríkssonar ...
[Mjagnús með Guðs miskunn, et cetera.
Oss og ráði voru hefír téð verið að kaupmenn þeir sem higat sigla
til landsins fái eigi skuldir sínar í réttan tíma af þeim er þeir eiga
heimta að, og þeirra ferðir hindrast iðuliga þar fíri að þeir komast
stundum seint af landi eður þeir verða þar að sitja, tvo vetur sem
þeir höfðu áður ætlað einn, og af því að vér viljum [það] með engu
móti hlýða láta, bjóðum vér yður að þér hafíð lokið austmönnum
skuldir sínar að Ólafs messu íyrri á hveiju sumri ...
I þessum lagatexta eru kaupmenn og austmenn sömu aðilar að máli og
er ákvæðið sett til vamar einni starfsstétt, þ.e. kaupmönnum. Þegar
litið er yfír þessi dæmi sem hér hafa verið tilfærð verður vart hjá því
komist að líta á orðið austmaður sem starfsheiti og að hér sé kominn
nokkuð traustur gmnnur að byggja á aðalmerkingu orðsins. Hún er sú
að í fomum lögum þjóðveldisins merkti orðið austmaður ‘skipverji’
eða ‘farmaður’ en þar sem flestir þeir sem héldu uppi siglingum við
landið stunduðu verslun þá fær orðið smám saman, þegar líður á 13.
öld, merkinguna ‘kaupmaður’.
Önnur sértæka merkingin sem ONP gefur er ‘norskur kaupmaður (á
íslandi)’ og skal nú litið til hennar og þeirra tveggja dæma, sjá (1 d—e),
sem tekin em þar upp til viðbótar þeim sem hér hafa verið tíunduð.
2.2 Kaupmaðurinn
Fyrra dæmið (ld) er tekið úr Hákonar sögu Hákonarsonar eftir Sturlu
Þórðarson en þar er m.a. sagt ffá því er Skúli jarl Bárðarson vildi
senda her til íslands til að leggja undir sig landið. Ófriður hafði verið
á milli norskra kaupmanna og Oddaveija, einkum 1218 og 1219, en
Snorra tókst að koma í veg fyrir herförina. Tekin em dæmi úr tveimur
handritum sögunnar, Skálholtsbók yngstu, AM 81 a fol. frá um
1450-75, eins og sýnt er í (9a), og Fríssbók, AM 45 fol., frá um
1300-1325, sem sýnt er í (9b), en orðalagið er ekki hið sama í þessum
handritum (stafsetning samræmd hér):3
3 Aldursákvörðun handrita úr ONP Registre 1989:432-33.