Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 142
140
Katrín Axelsdóttir
ingar, sbr. góð-ir, góð-ar. Engin slík dæmi hafa fundist. Ef miðstigið
hafði áhrif hefði mátt búast við myndum á borð við hvorirtvegg-i
(leikarnir), hvorartvegg-i (herbúðirnar), sbr. spakar-i. Slíkar myndir
finnast að vísu, en þær eru mjög sjaldgæfar, sbr. nmgr. 54.
Fram að þessu hefur verið rætt um tvö beygingarmynstur sem
hugsanlegar fyrirmyndir, sterka beygingu lýsingarorða (sem er jafn-
framt eins og beyging flestra fomafna) og beygingu miðstigs lýsing-
arorða. Hér verður frekar hallast að því að sterk beyging lýsingarorða
hafi haft áhrif. Forsendur eru þar til staðar, sterka beygingin er mjög
algeng og áhrif frá henni má sjá víðar, nefnilega í þgf.hk.et., en um
það verður fjallað í 4.2.
Hér hefur verið einblínt á að nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. var orðið
samhljóða, og rætt um aðrar beygingar þar sem sú er einnig raunin.
En hér er einnig ástæða til að líta á nefnifall karlkyn eintölu, en þar
hafði myndin alltaf verið hvortveggi. Sama mynd var því komin
upp á þremur stöðum í beygingunni. Ekki var í fornu máli algengt
að þessir þrír staðir í beygingu ákvæðisorða hefðu sömu mynd,
karlkynið var oftast sér um mynd, (sbr. góðr/hverr maðr, góð/hver
kona, góð/hver bgrn). En frá því voru vissulega undantekningar.
Þar má t.d. nefna fomöfnin engi (nú enginn) og hvárgi (nú hvorug-
ur). Þar var, af sérstökum sögulegum ástæðum, sama mynd á um-
ræddum þremur stöðum: sbr. engi maðr, engi kona, engi bgrn. Engi
var algengt fomafn og benda má á að það endaði líka á i eins og
hvortveggi.M Hugsanlega hafði beyging engi áhrif á beygingu
hvortveggi.
Hér er einnig vert að nefna ábendingarfomafnið þessi (aður sjá). í
beygingu foessi kom upp sama myndin í nf.kk.et., nf.kvk.et. og
nf./þf.hk.ft.; alls staðar kom myndinþessi, sem í elsta máli var aðeins
í nf./þf.hk.ft. af þessum þremur stöðum í beygingunni. Myndin foessi
í nf.kvk.et. var einmitt orðin töluvert algeng í öllum ritunum í töflu 8
sem hafa nýju myndina hvortveggi (sbr. Katrínu Axelsdóttur
2003:52, 54). Hugsanlega eru þama tengsl milli hvortveggi og þessi,
í báðum tilvikum enduðu „nýju“ orðmyndimar á sama hljóði og
64 Um ýmis atriði í sögu engi, sjá Katrínu Axelsdóttur 2006.