Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 107
Beyging hvortveggi og hvor tveggja i tímans rás 105
ing er samræmd í þessari grein. í 2.2 er rætt hvort hvortveggi og hvor
tveggja séu í raun tvö aðskilin fomöfn og í 2.3 er fjallað um rithátt —
eitt orð eða tvö — og hvað hann kunni að endurspegla.
2.1 Notkun og beyging fornafnanna, framsetning dœma og samræm-
ing stafsetningar
í inngangi var nefnt að beyging fomafnanna vefðist stundum fyrir
fólki. Notkun og merking veldur þó stundum vandræðum líka. Um
það er lítið fjallað í greininni. Rétt er þó að nefna helstu atriði hér strax
í upphafi, svo að auðveldara sé að átta sig á dæmum. í stuttu máli má
segja að í eintölu séu þessi fomöfh notuð í svipaðri merkingu og báð-
ir, sbr. (3a), og um það sem ekki verður talið saman, sbr. (3b):
(3) a. hvor tveggja sonurinn (sbr. báðir synirnir)
b. ég ætla að fá hvort tveggja [mjólk og sykur]
í fleirtölu em fomöfnin annaðhvort notuð með orðum sem ávallt em í
fleirtölu, sbr. (4a), eða þau vísa til tveggja hópa, sbr. (4b):
(4) a. hvorar tveggja herbúðimar
b. hvorir tveggja [ráðherrar sjálfstæðismanna og ráðherrar fram-
sóknarmanna] vom gagnrýndir harkalega
Samkvæmt ýmsum handbókum, orðabókum og kennslubókum um
íslenskt mál að fomu og nýju beygjast hvortveggi og hvor tveggja
þannig:2
Hvortveggi — fyrri liðurinn beygist eins og fomafnið hvor en síð-
ari liðurinn eins og veikt lýsingarorð (spaki maðurinn, spaka mann-
inn, o.s.frv.) en j kemur þó fram á undan a og u. Fomafnið beygist því
á sama hátt og orðin vor og nýr: hvortveggi ráðherrann, sbr. vor nýi
náðherra, hvorntveggja ráðherrann, sbr. vorn nýja ráðherra, hvorir-
tveggju ráðherrarnir, sbr. vorir nýju ráðherrar, o.s.frv. Hér er for-
2 Sjá t.d. Jón Ólafsson 1920:89, Valtý Guðmundsson 1922:115, Halldór Hall-
dórsson 1950:140, Bjöm Guðfmnsson 1958:56, Iversen 1972:90, Áma Böðvarsson
1992:66, 68, íslenska orðabók 2002:684, Guðrúnu Kvaran 2005:272. Rask (1844:41)
nefnir aðeins beyginguna sem sýnd er í töjlu 1. Hann hefur annan hátt á í Vejledning
Ó 811). Að því verður vikið nánar í 5. kafla hér á eftir.