Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 151
Beyging hvortveggi og hvor tveggja í tímans rás 149
e. Hvorutveggi fullyrðing [nf.kvk.et.] er röng ...
(Hermann Pálsson 1999:497)
Þá er að huga að ástæðum þess að stirðnaði liðurinn hvoru- kom upp.
Ekki kæmi á óvart að það stæði í sambandi við þá meginreglu í málinu
að hafa eina beygingarendingu, í enda orðs. Ef hvortveggi (albeygt) var
eitt orð var það óvenjulegt að því leyti að báðir liðir þess beygðust;
þetta hefur þá verið orð með svokallaða innri beygingu. Undantekning-
ar ffá þeirri meginreglu að hafa einungis eina beygingarendingu í enda
orðs þekkjast (eða þekktust) í málinu þótt sjaldgæfar séu. Breiðijjörð-
ur (úr hinn breiði jjörður) er dæmi um slíkt: Breiðifjörður, um Breiða-
Jjörð; báðir liðir ömefnisins hafa væntanlega beygst. Nú er nefnifalls-
myndin jafhan Breiðajjörður, með óbeygðum, stirðnuðum fyrri lið.
Annað dæmi um að innri beyging hafí átt erfitt uppdráttar er þróun for-
nafhsins hvárgi, síðar hvorugur. Þar beygðist fyrri hlutinn, hvár-,
en óbreytanleg ögn, -gi, hékk aftan við. Síðan var farið að líta á ögnina
sem hluta stofns og beygingarendingu bætt aftan við hann. I fomu máli
var t.d. eignarfallsmyndin hvárs-kis (væntanlega úr eldra hvárs-gi) en
við tók myndin hvorugs. Síðara eignarfalls í'-ið í hvárs-kis er látið duga
og hið fyrra hverfur. Fomafnið einhver er samsett úr tveimur liðum og
sá fyrri er í flestum myndum fomafnsins óbeygður: einhver (maður),
einhverjir (menn). Undantekning er í nefnifalli/þolfalli hvomgkyni
eintölu: eitthvert (barn), eitthvað. En fyrr á öldum gat fyrri liðurinn
beygst miklu víðar í beygingardæminu: einnhver (maður), til einshvers
(manns).81 Þróunin hefur verið sú að tvöföld beyging (,,Doppelflexion“)
fomafhsins einhver hefur vikið meir og meir fyrir einni beygingu í enda
orðs (,,Endflexion“).82 Þessi þijú dæmi, BreiðaJJörður, hvorugur og
einhver, sýna að innri beyging hefur stundum átt erfitt uppdráttar í ís-
lensku, enda óvenjuleg. Því er sennilegt að það sem gerðist í tilviki
hvortveggi eigi sér sömu rætur; uppkoma stirðnaða liðarins er dæmi um
þá tilhneigingu orða að losa sig við innri beygingu.
Hér hefur verið rætt um hvortveggi eins og það sé eitt orð með
innri beygingu. En eins og minnst var á í 2.3 getur líka verið að þetta
81 Sbr.Noreen 1923:321, Bandle 1956:371-372.
82 Þessi hugtök notar Bandle 1956:371.