Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 208
206
Guðrún Kvaran
bagbágur, adjLýsingarorðið er að fínna undir flettunni bagi.
Skýring Jóns er „molesté incommodus; vocula Vestfíordensibus usi-
tata“. Orðið er því notað um eitthvað sem er mjög óhentugt, óhag-
kvæmt, skaðlegt og Jón hefur þekkt það ffá Vestíjörðum. Engin dæmi
fundust í Rm og Tm. Orðið er hvorki í B1 né hjá Bimi Halldórssyni
(1814) og virðist ekki heldur koma fyrir í fomu máli samkvæmt ONP.
Ef fýrri liður orðsins er bagi má skilja merkinguna svo að sá sem er
bagbágur sé svo bágur að til baga sé.
Undir flettunni bagi er einnig karlkynsorðið bagbýrr. Ekkert dæmi
er um það orð í Rm. Um bagbýr segir Jón: „adversa fortuna Vestfior-
densibus, puto esse baga-byr“, þ.e. ‘mótlæti á Vestfjörðum (fortuna
‘hamingja’, adversus ‘mótstæður, sá sem er til baga’), eg hygg vera
bagabýr’. Jón hefur því haft vitneskju um orðið bagbýr en telur að það
eigi fremur að vera bagabýr. Fyrri liðurinn er samkvæmt Jóni í báðum
orðunum bagi sem merkir ‘óhagræði, erfiðleiki, skaði’. Síðari liðurinn
í bagbýr er líklegast býr í merkingunni ‘bær, byggð’ og orðið merkir
þá ‘byggð sem hefur orðið fyrir mótlæti, skaða, þrengingum’.
Vegna dæmafæðar um bagbágur og bagbýr er ekki unnt að segja
með vissu hvort þau eru eða hafa verið staðbundin en dæmi Jóns
benda vissulega til Vestfjarða.
bónstóll, m.: A seðlinum stendur: „cathedra precatoria, ad liggia aa
boon-stool fyrir manni loqvendi modus Vestfiordensibus, ut puto,
tantum in usu, multis precibus aliqvem adoriri, multum sollicitare.“
Jón virðist þekkja vel frá Vestfjörðum orðtakið að liggja á bónstól
fyrir einhverjum um að ónáða einhvem með miklum bænum, angra
einhvem mjög. Orðasambandið er einnig tilgreint undir flettunni stóll
og er skýringin þar „obnixe aliqvem rogare“, þ.e. biðja einhvem af
öllum kröftum.
í Rm em til tvö dæmi um orðið bónstóll. Annað kemur fýrir í
kvæði frá 17. öld efitir Jón Magnússon (LVísn II B, 8r) en hitt er í riti
Jóns Helgasonar um Jón Ólafsson þar sem sá síðari er í bréfi til Er-
lends bróður síns að hælast um að hann „þyrfiti ekki lengur að liggja á
bónstól frammi fyrir honum“ (1926:256). Það er því ljóst að Jón hef-
ur haft orðtakið á reiðum höndum.