Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 138
136
Katrín Axelsdóttir
Sumar myndimar í töflu 7 gætu vissulega tilheyrt beygingu hvor
tveggja. Þær em auðkenndar með bandstriki milli liða.56
Hér má sjá að nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. hafa fengið sömu myndina,
hvortveggi, en áður vom þama ólíkar myndir, hvortveggja í kvk. og
hvortveggju í hk.ft., eins og í veikri beygingu lýsingarorða. Myndin
hvortveggi var áður til í beygingunni, í nf. kk.et., þannig að nú er sú mynd
komin upp víðar í beygingunni. Myndin hvortveggi er þannig ekki ný í
beygingunni, en hún er hins vegar ný á þeim stöðum í henni sem hér er
ijallað um, og því verður talað hér um myndina sem nýja mynd.
Breytingar 1 sér víðar stað en í Möðruvallabók, sbr. töflu 8, dæmi
um nýja mynd em feitletmð. Eins og sjá má í töflunni em dæmi um
hina nýju mynd ekki mjög mörg; þau em ekki nema fimmtán alls, níu
í kvenkyni og sex í hvomgkyni fleirtölu. Hins vegar em þau nógu
mörg til að sýna að hér er um að ræða reglubundna notkun. Eins og
rætt verður hér á eftir em sterk tengsl milli nefnifalls kvenkyns eintölu
og nefnifalls/þolfalls hvomgkyns fleirtölu í beygingu ákvæðisorða. í
ljósi þess er ósennilegt að þetta séu ritvillur (sbr. dæmi sem fjallað er
um í nmgr. 54).
Ef litið er á aldur ritanna í töflu 8 virðist breytingin, sem hér er gert
ráð fyrir, ekki hafa náð að renna sitt skeið á enda, a.m.k. ekki í fleir-
tölu. Dæmi em um gömlu myndina hvortveggju (eða hvorutveggju,
með stirðnuðum íyrri lið, sbr. 4.3) á 16., 17. og 18. öld, löngu eftir að
nýja myndin kom fýrst fram. Dæmin frá 18. öld em úr bréfum Gunn-
ars Pálssonar en hann var lærður og þetta kann því að vera málfym-
ing.57 En síður er hægt að skýra þannig dæmin frá 16. og 17. öld (í
Guðbrandsbiblíu og ævisögu Jóns Indíafara). Hugsanlega var þetta
því dreifð (e. sporadic) breyting sem gekk jafnvel alveg til baka, en
56 í Möðruvallabók I 1987:89 er talið eitt dæmi í viðbót um þf.hk.et. hvort-tveggja,
á 34rb6. Það á ekki rétt á sér því að um er að ræða atviksorðið hvartveggja ‘á báðum
stöðum’. Þetta dæmi má sjá í (9).
Tvö af dæmunum um þgf.kk.ft. hvorumtveggjum eru í Möðruvallabók I 1987:89
greind sem karlkyn eintölu. í öðru dæminu er um að ræða einn mann (Lamba) annars
vegar og hóp manna hins vegar, svo að fleirtala er eðlilegri. í hinu dæminu eru lík-
lega til umræðu tveir hópar manna frekar en tveir menn.
57 Gunnar beygir t.d. oft eignarfomöfnin okkarr, ykkarr og yð(v)arr. Þau hættu