Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 81
79
Ég er, ég vill og ég fær
áður var getið fylgja ekki ýkja margar sagnir mynstri B, 1 = 3 * 2, en
þetta er mynstur núþálegra sagna og ætla má að í krafti mikillar tíðni
margra þeirra sé mynstur B býsna fast í sessi í beygingarkerfmu.
Mynstur C, 1 * 2 * 3, hefiir aftur á móti takmarkaðri dreifmgu þar sem
það birtist aðeins hjá litlum hópi sagna þar sem rót endar á sérhljóði
'— og svo sögninni vilja. Fjórða mynstrið, D, 1 = 2 = 3, hefur svo aft-
ur langminnsta útbreiðslu í eintölu ffamsöguháttar nútíðar (þótt það sé
vissulega einhaft í miðmynd: 1 kallast, 2 kallast, 3 kallast)}1
I Islenskri orðtíðnibók (Jörgen Pind o.fl. 1991) er að finna margvís-
legar upplýsingar um tíðni orða í safhi hundrað ólíkra íslenskra texta í
fímm textaflokkum. í textasafni þessu eru um 500.000 lesmálsorð og
er meðal annars birtur í íslenskri orðtíðnibók listi yfír 100 algengustu
sagnimar í textasafninu (Jörgen Pind o.fl. 1991:612-15). í töflu 1 er
sýnd dreifing 100 algengustu sagnanna í öllum textaflokkum íslenskr-
ar orðtíðnibókar eftir beygingarmynstrum A, B, C og D í eintölu frarn-
söguháttar nútíðar í germynd. Af 100 algengustu sögnunum hafa 80
beygingu eintölu framsöguháttar nútíðar í germynd eftir mynstri A, 13
eftir mynstri B, 7 eftir mynstri C en engin þessara 100 algengustu
sagna hefur beygingu eftir mynstri D. Sagnir eftir mynstri B í þessum
hópi em vera sem er algengasta sögnin (nr. 1 á listanum),/ara (nr. 6),
eiga (nr. 9), vita (nr. 15), mega (nr. 21), bera (nr. 23),þurfa (nr. 25),
munu (nr. 26), spyrja (nr. 30), skulu (nr. 31), kunna (nr. 58), muna (nr.
64) og loks lesa (nr. 77). Sagnimar sem fylgja mynstri C em sjá (nr.
11),/í (nr. 14), vilja (nr. 19), búa (nr. 34), ná (nr. 38), snúa (nr. 48)
°g hlæja (nr. 91).
12 Reyndar eru sagnimar undir mynstri D afskaplega sjaldheyrðar í 2. persónu
emtölu og greina má tilhneigingu til að fella að minnsta kosti vaxa inn í mynstur B
með því að gefa henni 2. persónu endinguna -t, eins og þessi dæmi af vefnum sýna:
(ii)a. Þart ekkert að spá í útlitinu, því þú vext [2.p.et.] svo hægt. Og ef einhver
gleymir að vökva þig, þá ferðu bara að sofa þangað til.
b. Þú vext [2.p.et.] vel í Grímsnesinu hjá honum...
c. En við erum samt báðir að vaxa að þroska og visku, þú bara vext [2.p.et.]
miklu hraðar en ég.
Það má því segja að grundvöllurinn fyrir því að gera ráð fyrir sérstöku D-mynstri í
bcygingu sagna í eintölu framsöguháttar nútíðar í germynd í nútímaíslensku sé frem-
ur veikur.