Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 226
224
Ritdómar
•• felur í sér útdeilingu/skömmtun
•• til umráða/eignar
framselja <vöruna>
••• til tímabundinna umráða
lána (<honum, henni>) <bókina, bílinn, hestinn>
••• fá um leið annað í staðinn
skipta á <gömlu vélinni> fyrir <nýja vél>
•• afhenda í vald e-s
• fá e-ð afhent
•• formleg afhending
•• felur í sér ferð til að fá e-ð afhent
•• afhending hefur átt sér stað
• gagnkvæm afhending
í lok hugtaksgreinar er vísað í önnur skyld hugtaksheiti og í þessu tilviki er vísað í:
öflun/útvegun, flutningur, fengur, umráð, varðveisla, skilaboð, fram-
LAG.
Eins og sjá má af þessu dæmi um hugtaksheitið afhending er hér svipuð hugs-
un og í samheitaorðabók, þ.e. talin eru upp dæmi um mismunandi orð til að tjá sömu
merkingu. Samt eru hér ekki eiginleg samheiti flettunnar nema að því leyti sem milli-
vísanir í skyld hugtaksheiti í lok greinarinnar geta vísað til samheita. í hugtaksgrein-
inni eru hins vegar talin orðasambönd — og þar með líka orð — sem tákna hið sama
eða svipað, á því sviði sem hugtaksheitið afmarkar. Meginframlag höfundar bókar-
innar til að ná tökum á þessum mikla efnivið er fólgið í afmörkun hvers hugtaks,
flokkun dæmanna, skipan þeirra og röðun i kafla og undirkafla. Þess vegna er rétt að
gefa gaum að því hvað ræður flokkun og röð í dæminu hér að ofan.
Hugtaksheitið afhending er að mörgu leyti dæmigert fyrir þann margþætta
vanda sem fólginn er í viðfangsefninu og aðferð höfundar til að leysa hann. Hér eru
dæmin flokkuð í þrjá einfalda meginflokka með fyrirsögnum sem auðkenndar eru
með stórum depli: (a) afhenda, (b) fá afhent og (c) gagnkvæm afhending, líkt og um
væri að ræða germynd, þolmynd og miðmynd. Meginflokkamir þrír eru sundurliðað-
ir í undirflokka með fyrirsögnum sem auðkenndir em með tveimur eða þremur minni
deplum. Þama ráða ýmis önnur og sundurleitari atriði flokkuninni en öll eiga þau það
sameiginlegt að vísa til merkingar. Flokkun dæma er ekki alltaf svona einföld.
Þar sem hugtökin og dæmin á hverju sviði em fjölbreytt verða tök höfundar á efn-
inu einnig mjög mismunandi og það vefst fyrir lítt reyndum notendum bókarinnar að
átta sig efnistökum í hugtaksflettunum vegna þess hvað efhiviðurinn kallar á ólík tök
hverju sinni. Sums staðar er borðleggjandi að flokka dæmin ffá hinu jákvæða til hins
neikvæða, ffá aðdraganda um upphaf og verknað til hnignunar og loka, t.d.
svefn/vaka; annars staðar, eða jafnhliða annarri flokkun, er flokkað eftir þematísku