Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 80
78
Haraldur Bernharðsson
in vilja (14c) með hinni viðurkenndu beygingu nútímamáls, 1. pers-
ónu vil-0, 2. persónu vil-t og 3. persónu vill-0.
(14) Mynstur C: 1 * 2 * 3
a. Veikar sagnir, einkum af 1. flokki, sem enda á sérhljóði
flý-0 *flý-rð * flý-r (flýjá)
b. Sterkar sagnir sem enda á sérhljóði
fæ-0 fœ-rð * fæ-r (fá)
c. vilja
vil-0 * vil-t * vill-0
Að lokum er í beygingu örfárra sagna ekki gerður neinn greinarmun-
ur á 1. persónu, 2. persónu og 3. persónu, þ.e. formlega eru myndir
allra persóna eins og mætti lýsa því mynstri sem 1=2 = 3, eins og gert
er í (15) og kallað mynstur D. Þetta eru sterkar sagnir sem enda á
(stafnum) x (15a), en það er reyndar aðeins sögnin vaxa, og sterkar
sagnir sem enda á stuttu n (15b), eins og gína, hrína, hvína og skína.
Allar þessar sagnir fá í nútímamáli endinguna -0 í öllum persónum
eintölu.
(15) Mynstur D: 1=2 = 3 (allar myndir eins)
a. Sterkar sagnir sem enda á (stafnum) x
vex-0 = vex-0 = vex-0 (vaxa)
b. Sterkar sagnir sem enda á stuttu n
skín-0 = skín-0 = skín-0 (skína)
Þessi fjögur mynstur (A, B, C og D) í beygingu sagna í eintölu í fram-
söguhætti nútíðar í germynd í nútímamáli eru æði missterk. Mynstur
A, 1 * 2 = 3, er að finna í öllum beygingarflokkum nema flokki núþá-
legra sagna og er nánast einhaft í 2., 3. og 4. flokki veikra sagna og
ríkjandi í 1. flokki veikra sagna og meðal sterkra sagna. Þetta er þar
með mynstur þess sagnflokks sem virkastur er, 4. flokks veikra sagna,
en í þann flokk fara nýjar sagnir eins og til að mynda nýyrðið gáta,
gáta, gátaði, gátað, og tökusagnir á borð við bögga, bögga, böggaði,
böggað; deita, deita, deitaði, deitað; dissa, dissa, dissaði, dissað; fila,
jila,fdaði,filað; seifa, seifa, seifaði, seifað. Mynstur A hefur því mjög
sterka stöðu í beygingarkerfi sagna í íslensku nútímamáli. Eins og