Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 140

Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 140
138 ANTHONY FAULKES Vitnað er einu sinni í Völsunga sögu og einu sinni í Ragnars sögu, sennilega eftir NkS 1824 b 4to. Níu tilvitnanir eru í Njálu. Fjórar jieirra hljóta að hafa verið í orðasafni Magnúsar, en fimm hefir sennilega verið aukið í af Guðmundi Andréssyni. Allar virðast þær hafa verið skrifaðar eftir minni. Fjórar setningar eru úr Laxdælu, þó að sagan sé ekki nefnd, og hafa því vafalítið verið skrifaðar eftir minni. Magnús tilfærir vísubrot úr Fóstbræðra sögu, og Guðmundur hefir bætt við annarri tilvitnun í þessa sögu eftir minni. Einu sinni er vitnað í Eyrbyggju. Tveim sinnum er vitnað í Hrólfs sögu, sennilega af Guðmundi eftir minni. Magnús vitnar stundum í Snorra Eddu, oftast í Laufás-Eddu, en stundum í Codex Wormianus. Sjö tilvitnunum hlýtur Guðmundur að hafa aukið í, flestum úr Laufás-Eddu. Ellefu tilvitnanir eru í Eddukvæði (Völuspá og Hávamál), allar frá Guð- mundi. Hefir hann notað pappírshandrit, sem var eftirrit af Codex Regius. Oft er vitnað í lögbækur, Grágás, Jónsbók, Gulaþingslög og e. t. v. fleiri, en þó eru setningarnar engan veginn orðréttar. Sennilega hafa þær oft verið skrif- aðar eftir minni, en þó virðast þær stundum vera skýringar fremur en beinar tilvitnanir. Ekki verður vitað með vissu, hvaða handrit voru notuð. Margar eru tilvitnanirnar frá Guðmundi. Magnús vitnar tvisvar í Guðbrandsbiblíu. Einnig tilfærir hann sex setningar úr þýðingu á riti Isidors biskups í Sevilju, De Conjlictu Vitiorum et Virtutum. Af þýðingu þessari er nú aðeins brot til í AM 655 4to. I því er aðeins ein þeirra setninga, sem Magnús tilfærir. Vitnað er stundum í íslenzk kvæði frá 16. öld. Magnús vitjiar í Ólafs rímur Tryggvasonar og Rollants rímur eftir Þórð Magnússon á Strjúgi, en Guðmund- ur í Tristrams kvæði. # I þriðja hluta greinarinnar er fjallað um það efni í orðabókinni, sem ekki verður vitað með vissu, hvaðan komið er. Oft er þess ekki getið, úr hvaða riti tilvitnun er, og stundum eru tilvitnanir rangfeðraðar. Skrá er yfir allar þessar tilvitnanir og vísað til heimilda, ef kunnar eru. Oít eru uppsláttarorð í SLR skýrð með orðskviðum. Skrá er yfir alla þessa staði, og vitnað er í þá staði í fornum ritum, þar sem orðskviðirnir koma fyrir, og einnig í orðskviðasöfn, bæði prentuð og óprentuð, þar sem þeirra er getið. Loks eru orð oft skýrð með orðasamböndum eða stuttum setningum, sem ekki virðast tekin úr sérstökum heimildum. Lfklegt er, að þessi orðasambönd séu úr daglegu máli 17. aldar. Skrá er yfir þessi orðasambönd, ásamt með tilvitnun- um í íslenzk rit, þar sem þau koma fyrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.