Reykvíkingur - 11.07.1928, Síða 16
272
REYKVíKINGUR
og póttist ég fullviss um að þeír
létu ekki beita mig rangindum.
„Englendingar berjast með
hnefunum," sagði dólgurinn, „súr-
kálsmenn með sverðum (hann ótti
við Þjóðverja) Bandarikjamenn
með byssum, en ef nokkuð er í
þíg varið, drengur minn, þá berj-’
umst við með pessum.“ Og í því
hann sagði þetta, greip hann stórt
drykkjarglas af borðinu, mölvaði
ofan af því á tunnulögg, og lét
botn þess vera í lófanum.
Þa'ð var of seint fyrir mig að
snúa við. Ég greip sams konar
glas og mölvaði af því með því
að berja því við jámgjörö á
tunnu. Einhverjir af þeim, sem
viðstaddir voru, stungu upp á
því, að við færum út, og það
gerðum við, og allur hópurinn
með.
Þegar ég nú nálgaðist mót-
stöðumann minn, sá ég að hann
mundi vilja renna af hólmi ef
þess væri kostur, svo ég bar á
hann ragmenisku, og virtist hann
herða sig upp við það. Ég tók
eftír að hann hélt glasinu í hægri
hendi, og þótti mér gott að sjá
það, því ég var vanari að verjast
hægri handar höggum. En sjálfur
hélt ég á glasinu í vinstri hendi,
því ég er örvhentur. Ég sá nú
líka að margir fullorðnir og fíl-
efldir karlmenn, er stóðu þarna
kring um okkur, voru nábleikir, & sitt daginn, sem við börðumst
og víst hefur það ekki verið
skemtileg sjón að sjá okku*
standa þarna andspænis hvorum
öðrum með sitt b'otna glasið í
hendinni hvom, reiðubúnir til
þess að slá hvorn annan í fram-
an með þeim. En ég var svo
reiður, og mér var svo mikið
niðri fyrir, að ég var ekki að
hugsa um það þá.
Nú byrjaði viðureignin. Ég
hafði góðar gætur á hægri hendi
hans, og hann kom engu höggi
á mig. Svo komst ég í færi við
hann. Vinstri hendi mín með glas-
inu kom í mitt andlit hans, og
hann riðaði. Hann fékk annað
vinstrihandax högg beint framan 1
sig, og hér um bil um leið koirist
(ég í ágætt hægri handar færi við
hann, svo ég rétti honum af öllu
afli hægri handar högg á neðn
skoltinn. Hann lá við, og Þa^
svo rækilega, að hann gat í lang'
an tíma ekki reist sig, svo hæS*
væri að styðja hann af orustuvell'
Inum.
Sex vikum seinna, er hann kom
af spítalanum í Dawson, kom
hann að finna mig. Ég var ekki
litið hissa að sjá hve mikið ót-
lit hans hafði breyzt ti! batnaðar.
þrátt fyrir ör.in í andlitiinu. Hann
var sem sé búinn að leggja niður
þóttasvipinn, og sagðist vera kom'
inn til þess að afsaka framferði