Vera - 01.11.1986, Qupperneq 4
Rætt við Ellen Dietrich
um nýjar leiðir í
friðarbaráttunni
»
,,Gerum friðarstarfið
meira aðlaðandi"
Dagana sem fundur þeirra Reagans og Gorbachevs
stóð yfir hér í Reykjavík flykktist eins og kunnugt er
mikill fjöldi fólks til landsins þar á meðal voru 9 konur frá
samtökunum Women for a Meaningful Summit (WMS),
sem þýðir konur fyrir árangursríkum leiðtogafundi eða
toppfundi.
Þau samtök voru stofnuð fyrir ári síðan í tengslum við
fyrsta fund leiðtoganna í Genf. Að samtökunum standa
yfir 60 bandarískar hreyfingar auk fjölmargra alþjóðlegra
samtaka.
Auk annars hafa konur í samtökunum Women for a
Meaningful Summit safnað rúmlega einni milljón undir-
skrifta undir áskorun til leiðtoganna úr austri og vestri
um að semja af ábyrgð og alvöru um afvopnun og frið.
Ellen Dietrich, frá Vestur-
Þýskalandi, var ein þeirra níu
kvenna sem hér dvöldu í
nokkra daga. Vera hitti hana
aö máli stutta stund, þreytta
og kvefaða, enda var hún bú-
in aö standa úti í slagviðri
framan við Höfða meira og
minna í tvo sólarhringa, í
þeim tilgangi að reyna að
koma á framfæri kröfum um
afvopnun og frið til þeirra
sem þar sétu við samninga-
borðið með fjöregg mann-
kynsins á miili sín
„Ég helga friðarbaráttunni
allan minn tíma og hef gert
það síðan börnin mín uxu úr
grasi og fóru að sjá um sig
sjálf. Eg er í hópi 40 þúsunda
atvinnulausra kennara í Vest-
ur-Þýskalandi og nota þess
vegna tímann eins og mér
finnst honum best varið. í
Þýskalandi stendur maður
frammi fyrir kjarnorkuógninni
daglega og þaö er ekki hægt
að láta eins og þessi mál
komi manni ekkert við. í Vest-
ur-Þýskalandi eru staðsettar
6 þúsund kjarnorkueldflaugar
og hervæðingin eykst með
hverju árinu sem liður. Veru-
leiki fólks þar er skyggður
yfirvofandi ógnunum og þær
hafa áhrif á daglegt líf al-
mennings. Vissir þú að með
50 km. millibili yfir allt V.-
Þýskaland eru staðsettir her-
flugvellir og bandarísk og
bresk kjarnorkuver? Núna er
verið að koma fyrir langdræg-
um eldflaugum í Hasselbach í
Húnsrúck fjöllum og fyrir
nokkrum dögum síðan söfn-
uðust þar saman um 200.000
manns til að mótmæla upp-
setningu eldflauganna, fólk
hvaðanæva að í Þýskalandi.
Mér skilst að frá þessu hafi
ekkert verið sagt í íslenskum
fjölmiðlum.
Þið hér á íslandi ættuð að
fara að hugsa alvarlega ykkar
gang, þar sem búið er að
koma fyrir meira en 3 þúsund
langdrægum kjarnorkueld-
flaugum í kafbátunum sem
staðsettir eru í hafinu á milli
íslands og Noregs."
Ellen Dietrich hefur látið
sig baráttuna fyrir friði miklu
varöa í 26 ár eða frá þvi árið
1960, en þá vann hún hjá
kvennablaðinu Courage sem
stóð fyrir mótmælum vegna
uppsetninga eldflauga í
Þýskalandi. Oft var þörf en
nú er nauðsyn, segir Ellen,
nú á ári friðarins. Hún segist
hafa gengið þrjú þúsund og
fimm hundruð kílómetra á sið-
ustu árum í þágu friðar —
ásamt miklum fjölda fólks.
Frá Kaupmannahöfn til París-
ar, Berlin til Vínar og frá
Dortmund til Brussel.
Það liggur beint við að
spyrja Ellen hvaða leiðir hún
telji í Ijósi fenginnar reynslu
árangursríkastar til að ná til
fólks og settum markmiðum.
,,Þú spyrð um leiðir í bar-
áttunni. Ég vil nefna þrjár sér-
staklega mikilvægar að mínu
mati. í fyrsta lagi að fara út á
meðal fólks en bíða ekki eða
vænta þess að fólk komi á
fundi til okkar. Götuleikhúsin
okkar vekja alltaf mikla
athygli, göngur um götur og
torg þar sem margt er um
manninn, með uppákomum,
táknrænum búningum, ræðu-
höldum og söng. Friðarvagn-
inn, sendiferðabíll sem okkur
áskotnaðist, hefur farið víða
um Evrópu og við sett upp
friðarbúðir á ótal stöðum,
núna síðast í Dublin. Þar er
ástandið ömurlegt og ofan á
allt annað er 90% ungling-
anna þar atvinnulaus. En það
er önnur saga.
í öðru lagi er mikilvægt að
gera friðarbaráttuna að-
laðandi, ef svo má að orði
komast. Það er að leggja
áherslu á jákvæðar hliðar í
stað neikvæðra. Og í þriðja
lagi er brýnt að friðar-
hreyfingar kvenna um allan
heim tengist saman, yfir öll
landamæri."
— Hvað tekur nú við, þeg-
ar lokið er árangurslausum
toppfundi í Reykjavík?
„Konur í samtökum okkar
hittast núna í nóvember i
Aþenu í boði Margrétar Pap- ■
andreu og þar ræðum við
framtíðina, meðal annars
hugmyndiria um toppfund
kvenna, alþjóðlega ráðstefnu
kvenna um friðarmál. Áhersl-
an hlýtur að verða fyrst og
fremst á það hvernig koma
megi í veg fyrir stjörnustríð.
kaá.
4