Vera - 01.11.1986, Síða 8

Vera - 01.11.1986, Síða 8
bæöi sameinandi og skapandi mátt, er ekki mætti sundur slíta. Prófessorinn telur þetta sjónarmiö ekki geta legið til grundvallar opinberri stefnu enda væri einstaklingum unnt aö fara aö eigin samvisku og þyrftu hvergi aö koma nálægt glasafrjóvgun væru þeir henni mótfallnir. Öðru máli taldi hann gegna um rök hins hópsins, þau þyrfti aö skoöa vel. Andmæli þess hóps byggja á þeirri staðreynd, að þegar glasagetnaöur á sér staö, myndast fleiri en einn fósturvísir. Hvaö verður um þessa „afgangs-fóstur- vísa“ (,,spareembryos“)? Hverjar gætu orðiö afleiöingar þess aö búa til auka-fósturvísa á þennan hátt? Þetta eru spurningar, sem þessi hópur vill fá svör viö. Prófessorinn benti á aö nú væri hægt að frysta fósturvísa til notkunar síöar, þannig að ekki væri víst, aö um ,,afganga“ yrði alltaf að ræða. En mótrökin eru sem sagt þau, aö þaö sé rangt aö skapa fósturvísa, sem búa yfir öllum möguleik- um til að þróast en eyðileggja síðan þá möguleika. Þá hafa enn aðrir gagnrýnt hversu miklu fé er variö af ríkisrekinni heilbrigöis- þjónustu Breta til þessara hluta, fé, sem ekki nýtist nema fáum. Þessari spurningu um forgangsröðun opinberra fjármuna, svar- aöi prófessorinn á þann hátt aö hún tengdist aöeins því í hvaöa mæli þessi þjónusta ætti aö vera til, ekki hinu, hvort hún skyldi vera fyrir hendi eöa ekki. Prófessor Macnaughton geröi einnig eggja- og fósturgjafir að umræðuefni en hvoru tveggja taldi hann í rauninni sama eðlis og sæöis-gjafar og því ekki ástæöa til að fjölyrða frekar um þetta. Þá ræddi hann um leigumæðurenstarfsemiaf því tagi hefurnú veriö bönnuö meö lögum í Bretlandi og var þaö aö tillögu Warnock- nefndarinnar, sem getið var hér að framan. Prófessorinn benti á aö þaö heföi tíðkast frá örófi aö mæöur afhentu öörum konum barn sitt viö fæðinguna, einnig hitt, aö karl sæöir konu, sem síðan gengur með barn og gefur þaö karlinum og hans konu þegar fæö- ingin er afstaðin. Staögengismeðgöngu af þessu tagi verður aldrei hægt aö koma í veg fyrir. En tæknin hefur nú gert nýja aö- ferö mögulega, nefnilega þá aö kona er sædd (meö tæknifrjóvg- un) með sæöi verðandi föður, en hans kona verður „félagsmóð- ir“ barnsins. Þaö er jafnvel mögulegt aö koma fyrir fósturvísi í legi konu, sem gengur með fóstriö án þess aö vera erfðafræði- lega skyld því. Þessar aöferöir hafa sem sagt verið bannaðar og fyrst og fremst á þeirr forsendu að einatt er um aö ræöa verslun og viðskipti — „félagsforeldrarnir" kaupa þjónustu staögengils- ins og þar meö barnið af henni. Prófessor Macnaughton fjallaöi einnig um frystingu sæöa, eggja og fósturvísa. Hvað snerti frystingu sæöa og eggja, taldi hann að ef menn á annað borö væru samþykkir því að nota sæði og egg við tæknifrjóvgun af einu eöa öðru tagi, mælti ekkert gegn því aö frysta þau. Ofurlítið ööru máli gegndi um frystingu fóstur- vísa, en frysting þeirra er nú algeng og þykir sjálfsögö. Eins og áöur kom fram, eru „afgangs-fósturvísar" óhjákvæmileg afleið- ing glasafrjóvgunar — sá fósturvísir, sem ætlunin er að nota, er jafnvel oft geymdur í frysti í nokkra tíðahringi eöa þangaö til álitiö er aö konan sé móttækilegust fyrir honum. Þá sem afgangs eru, jr heima—^ W11U aðferö tæknifrjowgunar aö . siðan , árSbyrjun nusæði, hefur venöá Noröurlönd- VSSS& ..Félags „g,n lög eru 1« hér ™ “u„„a, sem er teeKn,. barnslns. \>B garvoltorðrð Sértræðrng, dd. er skráður laðrr a læWga ^ ^ þessata •nnadelldar Umdsspttalans. ^ ^ sk(a„,„g , plýslnga ^."^„„rKvennadelldarlnnar er upp- S^SrSS-na—9Unað' „sáKonum.semerugrltar sem het “Æ^SSnérálandlaðsögnsé,- ,ngs Kvennadeildarinnar. máþáeinnig geymatil síöari tíma, vilji konan eignast annaö barn. Nú þegar hafa nokkur börn fæöst, sem þróuðust af afþýddum fósturvísi. Lagalega séö skapar slík geymsla á fóstrum þann vanda, aö erfitt er aö gera upp viö sig hver á fósturvísinn, falli ann- að verðandi foreldri frá eöa bæöi. Á yfir höfuð nokkur fósturvísa? Megin reglan er sú að eftirlifandi foreldri erfir vísinn, látist annaö þeirra. Látist bæöi — þetta átti sér t.d. staö í Ástralíu fyrir skemmstu — ræöur viðkomandi geymsluaðili því hvaö verður um fósturvísinn. Fósturvísa rannsóknir Aö síöustu fjallaöi prófessor Macnaughty um rannsóknir á fóst- urvísum. Þaö kom fram í máli hans að samtímis því sem breska þingið samþykkti lög sem bönnuöu leigumæður var þar flutt til- laga um lög sem bönnuðu rannsóknir á fósturvisum og fóstrum en sú tillaga var felld. Prófessorinn rakti tvenn sjónarmið sem mæla gegn rannsókn- um af þessu tagi. Margir væru þeirrar skoöunar aö fósturvísir sé mannleg vera, sem hafi rétt til sams konar meðferðar og fullskap- aö barn eöa fullorðin mannsekja. Hér gilda sem sagt sömu rök og þau sem mæla gegn fóstureyðingum enda benti prófessorinn á aö sömu hópar ynnu aö banni viö fósturvísarannsóknum annars vegar og fóstureyðingum hins vegar. Hitt sjónarmiðiö sagöi prófessorinn vera tilfinningalega andúö fólks á því að hróflað væri við sköpunarverkinu og tilverunni og óttann viö aö ófyrirleitnir vísindamenn myndu misnota tæknina til þess aö skapa nýjar tegundir og aö æxlunartækni gæti leitt til kynbótastarfsemi á mannfólki. Þau, sem eru andsnúin fósturrannsóknum gera sér grein fyrir því, sagöi Macnaughton, aö bann viö þeim gæti dregið úr vísinda- legum rannsóknum sem ella myndu leiða af sér greiningu og efla forvarnir gegn arfgengum göllum. Þau álíta þó siðferöislegu hliö- ina vega þyngra á vogaskálunum en mögulega jákvæðar afleið- ingar. Rökin gegn þessum andmælum eru svo þau, aö fósturvisi sé ekki hægt að skilgreina sem mannveru. Fósturvísir er einfaldlega knippi af frumum, sem — sé því ekki komið fyrir í legi eöa svo leg- líkum kringumstæöum aö þaö fái aö þróast, hafi enga möguleika á nokkurri þróun. Þaö er því engin ástæöa til aö veita frumu- knippum nokkur réttindi. Niöurstaða prófessorsins var sú — niðurstaða Warnock-nefnd- arinnar einnig — aö fósturvísum beri aö sýna einhverja viröingu enda séu þeir af mannlegum toga spunnir en að sú virðing eigi ekki að vera svo alger aö koma t.d. í veg fyrir rannsóknir. Jákvæö- ar niðurstööur rannsóknanna skiptu meira máli. Sem dæmi um þaö, aö hverju rannsóknirnar beindust, nefndi hann t.d. Downs- sjúkdóm eöa mongolisma og ófrjósemi. Rannsóknirnar skiptu máli ef hægt á aö vera að greina og koma í veg fyrir sjúkdóma og afbrigði. Á þessum grundvelli mælti nefndin með því að rann- sóknir yröu leyfðar á fósturvísum ekki eldri en 14 daga. Mac- naughton kvaðst vita aö leyfi til rannsókna fylgi viss áhætta, t.d. sú aö fósturvísar yrðu framleiddir með þaö eitt í huga aö rannsaka þá og þá einnig í þágu síöur nauösynlegra hluta. „Um leiö og drepið er niður fæti á þeirri hálu braut sem vísvitandi sköpun fóst- urvisa er, sýnast hætturnar óendanlega margar. En það er hægt aö strá salti á hálkuna til aö gera brautina hættuminni.“ Og í þeirri vissu lauk prófessor Macnaughton máli sínu. Ms ’Sir Malcom Macnaughton er prófessor viö Glasgó-háskóla. Hann er einnig forseti samtaka fæðingar- og kvensjúkdómalækna i Bretlandi. Hann er einkum þekktur fyrir rannsóknir á hormónaefnaskiptum i sambandi við frjósemisvandamál. Warnock-nefndin, sem minnsterá, var nefnd er breska rikisstjórnin setti á laggirnar árið 1982 til þess að fjalla um æxlunartækni, tæknifrjóvganir o.ft. til undirbúnings breyttra laga, sem nauðsynleg þóttu vegna breyttra aðstæðna. Nefndin skilaöi af sér samnefndri skýrslu árið 1984, sem vakti mikla athygli og umræðu um þessi mál i Bretlandi. Fyrirlesturinn var haldinn til minningar um Sigurð S. Magnússon, prófessor og yfirlækni Kvennadeildar Landsspitalans, sem lést fyrr á þessu ári.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.