Vera - 01.11.1986, Page 9
Fyrir skömmu var greint frá því í danska blaðinu
Information að laganefnd Evrópuþingsins hafi lagt
fram skýrslu og tillögur varðandi rannsóknir og til-
raunir með fóstur.
Nefndin hvetur lönd Evrópu til að standa að sam-
faemdri löggjöf um þessi mál, en í allflestum Evr-
ópuríkjum er ekki um að ræða víðtæk lög sem taka
til notkunar eða tilrauna með fóstur eða fósturvísa.
Búast má við að umræður verði á Ráðgjafarþingi
Evrópuráðsins áður en langt um líður. Á Ráðgjafar-
þinginu sem skipað er þingmönnum frá Evrópu-
nkjum, eiga sæti þrír íslenskir þingmenn, þeir Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, Ingvar Gíslason og
Garðar Sigurðsson.
Yfirskrift skýrslu laganefndarinnar er hvorki meira né minna en
’-Skýrsla um notkun fósturvísa og fóstra í greiningar-, lækninga-,
visinda-, iðnaðar- og verslunarskyni".
Hvatinn að gerð þessarar skýrslu og þeim tillögum sem laga-
^efnd Evrópuráðsins leggur fram er sá að grunur leikur á að
snyrtivöruframleiðendur noti efni unnin úr fóstrum í yngingar-
^rem. í tillögunum er hvatt til þess að kannað sé hvað hæft sé í
Þessum orðrómi og ennfremur að aðildarríki banni notkun fóstur-
vísa og fóstra í verslunar- og iðnaðarskyni.
Rétt er aö taka fram áður en lengra er haldiö að laganefndin
9erir skýran greinarmun á fósturvísi, annars vegar og fóstri, hins-
vegar. Skilin þar á milli eru miðuð viö þriggja mánaða meðgöngu.
En snúum okkur nú að tillögunum sjálfum. Nefndin telur að
nota megi fóstur og fósturvísa í vísindaskyni og leggur til að heim-
'Þðar verði rannsóknir og tilraunir á lifandi fóstrum og fósturvís-
uni hvort heldur er í móðurkviði eða í tilraunaglasi ef tilgangurinn
er að auka lífslíkur þeirra eða þroska möguleika, en í öðrum tilfell-
unt skuli tilraunir ekki vera leyfilegar. Þá segir í tillögunum að
rennsóknir eða tilraunir með fósturvísa í tilraunaglösum skuli
heimilaðar sé ákveðnum skilyrðum fullnægt, en þó því aðeins að
ekki eigi síðar að koma þeim fyrir í móðurlífi konu. Skilyrðin eru
eftirfarandi:
□ Að markmið rannsóknanna sé að lækna eða greina alvarlega
sjúkdóma eða bæta þá tækni sem notuð er við tæknifrjóvganir.
Skilyrði er þó að ekki sé hægt að ná sama árangri með annars
konar tilraunum, s.s. með tilraunum á dýrum.
□ Tilraunir með fósturvísinn verða að eiga sér stað áður en 14
dagar eru liðnir frá frjóvgun.
□ Rannsóknin/tilraunin verður að eiga sér stað á sjúkrahúsi eða
tilraunastofu sem er undir opinberu eftirliti og stjórnun.
□ Þegar þess er kostur er æskilegt að nefnd skipuð ólíkum aðil-
um fylgist með rannsóknarverkefninu.
Einnig er lagt til að bannað verði að halda lífi í fóstrum I þeim
tilgangi að nota þau eða hluta þeirra síðar. Hvað varðar fósturvísa
og fóstur er lagt til að því aðeins megi tilraunir eiga sér stað að
þær þjóni mikilvægum tilgangi læknisfræðilega séð og ef ekki er
hægt að ná sama árangri með tilraunum á dýrum.
Rík áhersla er lögð á nauðsyn þess að engin tengsl séu á milli
þeirra aðila (lækna) sem framkvæma fóstureyðingu og þeirra
sem síðar koma til með að rannsakaeða gera tilraunir með fóstur-
vísinn, og að slíkar rannsóknir/tilraunir séu gerðar með samþykki
móður eða sæðisgjafa. Ennfremur að ekki megi undir nokkrum
kringumstæðum nota lífvana fóstur eða fósturvísi í ágóðaskyni.
Stærstur hluti tillagna laganefndarinnar fjallar um á hvern hátt
ekki skuli vera leyfilegt að nota fósturvísa og fóstur.
Lagt er til að bannað verði að framleiða einstaklinga með til-
raunaglasaaðferðinni ef tilgangurinn er sá einn að gera tilraunir
eða rannsóknir á fósturvísum hvort heldur er lifandi eða lífvana.
Tilraunir með kynlausa æxlun eru einnig bannaðar og einrækt
þ.e. að rækta á fram fleiri einstaklinga sem komnir eru af einu
foreldri og hafa sömu arfgerð.
Lagt er til að bannað veröi að mannlegum fósturvísum verði
komið fyrir í móðurlífi annarra tegunda, og sömuleiðis það gagn-
stæða, að t.d. apafóstri verði komið fyrir í móðurlífi konu.
Loks er lagt til að bannað verði með lögum frjóvganir á milli teg-
unda, og nefnt sem dæmi að egg geitar sé frjóvgað með sæði
karlmanns, en slíkt myndi leiða til sköpunar einhverskonar
skrímslis.
Að lokum er lagt til að þung viðurlög liggi við brotum á þessum
lögum.
kaá.
(Byggt á Information 18. sept. 1986)
9