Vera - 01.11.1986, Page 12

Vera - 01.11.1986, Page 12
s Hversu langt á ganga að Árið 1976 leiddu tveir vísindamenn getum að því, að vegna framfara á sviði fósturrannsókna kynni tæknifrjóvg- un einn góðan veðurdag að verða vinsælli aðferð til að búa til barna en sú gamla góða: verðandi foreldrar myndu láta getnaðinn fara fram í glasi, fósturvfsirinn yrði ræktaður } undir smásjá vísindanna uns sýnt yrði hvort hann væri heil- brigður og þá fyrst komið fyrir í móðurkviði, þegar það væri tryggt. (Karp og Donahue, The Western Journal of Medicine, 124, 4„ 1976.) Og víst er það, að læknavísindin — og þau sem þeirra verða aðnjótandi — ganga alltaf lengra og lengra í því að tryggja hreysti mannanna. Þau greina sjúkdóma, reyna að verjast þeim og lækna þá suma hverja. Er einhver munur á þessu starfi vísinda á börnum og fullorðnum annars vegar og á fyrstu vísunum að verðandi fólki? Sá dagur kann að renna að fósturvísar verði rannsakaðir ekki aðeins með tilliti til t.d. mongolisma eins og gert er núna, heldur einnig með tilliti til hvers þess eiginleika, sem samfélagið dæmir afbrigðilegan eða óheilbrigðan hverju sinni. Því hver kemur til með að skil- greina hvað er eðlilegt og hvað ekki og þá um leið, hvaða fósturvísar skuli hverfa og hverjir ekki? Þetta mögulega vald æxlunartækninnar er eitt af því sem veldur efahyggjusinnum á þessu sviöi áhyggjum. Og ef grannt er skoðað er þessu valdi nú þegar beitt. í löndum þar sem drengir eru hentugri og æskilegri afkvæmi en stúlkur, er fæð- ingum meybarna fækkað. Þetta á sér stað í Kína og á Indlandi. í löndum þar sem tæknin er komin lengst, er fæðingum van- heilla barna fækkað — legvatnspróf gerir það mögulegt. Þel- dökkum konum vanþróuðu ríkjanna hefur verið neitað um i matvælagjafir frá vestrænum hjálparstofnunum nema þær gangist undir ófrjósemisaðgerð í staðinn. Á sama tima er mikið lagt undir til þess að hjálpa hvítum konum vestursins til aö eignast barn. Er þetta ekki viss flokkun, mismunun eftir kynjum, litarhætti, líkamsástandi, efnahag? Hlýtur okkur ekki að ofbjóða slíka mismunun? Á móti má segja að öll tækni og vísindi feli i sér möguleikann á misnotkun. Það er samfélagsins að hafa eftirlit með vísind- unum og setja þeim reglur, ekki að banna þau. Enda — og þaö eru megin rök talsmanna æxlunartækninnar, bjóða þessi vis- indi síður en svo aðeins upp á misnotkun þekkingarinnar og valdbeitingu. Við veröum að vega jákvæðu hliðarnar líka. Tæknigetnaður í glasi, sem verður til myndunar fleiri fóstur- vísa, en viðkomandi kona vill eða getur borið, færir vísinda- mönnunum rannsóknarefni, „afgangs-vísa“, sem munu verða til aukinnar þekkingar t.d. á mongolisma. Það er já- kvætt. Hér má aö vísu velta aftur upp spurningunni hvort okk- ur sé það svona mikið kappsmál að koma í veg fyrir fæöingu gallaðra einstaklinga. Hvort við eigum aö stefna að fram- leiðslu fullkominna manna eða sætta okkur við að e.t.v. sé það lífið sjálft og það sem því fylgir, sem er fullkomið — ekki hug- myndir okkar um það hvað fullkomleikinn er þ.e.a.s. við erum komin í hring. Móðurímyndin sterk ( Onnur rök eru þau, að með aðferðum æxlunartækninnar sé komið á móts við þarfir þeirra barnlausu. Og víst er það, að tæknifrjóvgun kveikir vomr í hugum margra karla og kvenna um það að geta eignast eigið afkvæmi. Að visu ekki alltaf erfðafræðilega eigið að öllu leyti — stundum að engu leyti, en. . . Móðurímyndin er sterk ímynd og móðurástin blundar í öllum konum — eða hvað? Sumar segja að löngunin eftir barni sé félagslega tilbúin þörf og telja litla ástæðu til að koma á móts við hana, réttar að kveða drauginn niður. Við getum deilt

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.