Vera - 01.11.1986, Qupperneq 13

Vera - 01.11.1986, Qupperneq 13
endalaustum þettaatriði. En óneitanlega vaknar sú spurning hvort löngunin sé eftir barni til að annast, styðja til þroska og eiga að vini alla ævina, eða hvort hún er eftir því að geta sitt eigiðáframhald. Veröldin eryfirfull af munaðarlausum, fátæk- um, soltunum og vanhirtum börnum, sem enginn vill vita af. Vegna þess að það eru ekki okkar eigin afkvæmi? Hvaö verð- ur um löngunina til að ala önn fyrir öðrum einstaklingi frammi fyrir því hlutskipti að geta sjálfur ekki eignast barn? Hér er ekki aðeins um að ræða tilfinningar og stöðu kvenna — karlar koma líka við sögu. Þeim veitist það létt að leggja sæði sitt inn á sæðisbanka gegn greiðslu, þeir kippa sér ekki upp við það að hafa búið til börn hér og þar án þess að sjá nokkru sinni af þeim tangur eða tetur, hvað þá að bera á þeim nokkra ábyrgð. Að sögn lækna er ein megin ástæðan fyrir því aö eggjabankar eru ekki til sú, að ekki er hægt að geyma eggin i frosti án þess þau verði ófrjó. Sæði heldur hins vegar áfram að vera frjótt þrátt fyrir frystingu. En segjum sem svo að eggjabanki væri til staðar. Myndu rnargar konur selja slíkum banka egg? Það væri forvitnilegt að vita. Staðreyndin er sú aö ný æxlunartækni hlýtur að opna nýja farvegi í umræðunni um móðurhlutverkið, föðurhlutverk- ið, um frjósemi eðaófrjósemi og um tilgang þess aðeiga börn. Hvað um f.relsi kvenna? Konur, sem láta sér annt um yfirráðaréttinn yfir eigin líkama, hljóta að skoða æxlunartæknina út frá því sjónarmiði. Það er auðvelt að segja að konur geti ráðið því sjálfar, hvort þær not- færi sér aðferðir þessarar tækni og því muni hún ekki skerða frelsi þeirra. Frjósemi kvenna virðist síður en svo alltaf lúta þeirra eigin vilja. Samfélagið, þ.e. þeir sem því stýra og móta viðhorf þess og aðstæðurnar í því, hafa þar mikið að segja. Barnsfæðingum fjölgar ekki eða fækkar fyrir einskærar tilvilj- anir. Konur hafa þó hingað til setið einar að þeim hæfileika að 9eta gengið með og alið afkvæmi. Viljum við láta körlum þann hsefileika eftir? Þar er forvitnilegt í þessu sambandi að taka effir því hvernig talsmenn æxlunartækninnar láta í veðri vaka handalag þeirra, sem eru andvígir fósturrannsóknum annars vegnar og þeirra hins vegar, sem eru andvígir fóstureyðing- uni. Skoskur prófessor, sem nýlega hélt erindi hér á landi (sjá annars staðar I þessari Veru) kvaö andmæli þessara hópa hyggja á svipuðum forsendum enda hefðu andstæðingar fóst- ureyðinga snúið bökum saman með þeim sem vildu láta hanna fósturrannsóknir. Sameiginleg rök hópanna væru sú skoðun þeirra, að fósturvísir sé mannleg vera, sem þess Vegna beri að vernda. Þetta ruglar vissulega þær í ríminu, sem krefjast réttar síns til fóstureyðingar en sætta sig ekki við fóst- urrannsóknir. E.t.v. eru fullyrðingar af þessu tagi til þess eins gerðar að þyrla ryki í augu kvenna þvi andstaða þeirra gegn fósturrannsóknum byggir á allt öðrum forsendum en þeim að fósturvísir sé lítil mannvera. Forsendan hlýtur aö varða mark- mið rannsóknanna sjálfra en ekki aðferöirnar, sem beitt er til sð ná því marki. Hversu langt á að ganga? ..Lífið er áhætta, sem verður að taka“, segir í yfirlýsingu EINRRAGE (sjá annars staðar íþessari Veru). Staðreyndin er suðvitað sú, að daglega er verið að draga úr þeirri áhættu. Nattúran hefur ekki sinn gang. Það er ekki lengur hún sem vel- er Þau hæfustu og viðheldur þeim. En það er stór spurning hversu langt við eigum að ganga í því að færa sköpun og viö- hald lifsins inn á rannsóknarstofurnar og í hendur visinda- mannanna. E.t.v. verður þeirri spurningu aldrei svarað en alla Vega virðist full ástæða til að halda spurnum á lofti og láta ekki reka á reiðanum svo ekki sé meira sagt. Ms ___Viltu vita meira?_____________________ Það eru fleiri en ritstjórn Veru sem eru að velta fyrir sér tækninýjungum á sviði frjóvgunar og meðgöngu. Mánu- daginn 24. nóvember verður dagskrá í Hlaðvarpanum kl. 20.30 í umsjón Ulriku Schildmann um þetta efni. Ulrika mun tala á ensku en gefinn verður útdráttur úr máli hennar á íslensku og einnig verður túlkað á staðnum. Allir ættu því að geta komið með fyrirspurnir og tekið þátt í umræðun- um. 13

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.