Vera - 01.11.1986, Qupperneq 17

Vera - 01.11.1986, Qupperneq 17
Slíkar spurningar koma í hugann, þegar reynt er aö svipast um frá sjónarhóli kvenna til framtíðarinnar í atvinnumálum þjóöarinn- ar. Kvennalistakonur í Reykjaneskjördæmi héldu nýstárlega ráð- stefnu um atvinnumál á Suðurnesjum í septemberbyrjun, þar sem leitað var svara við ofangreindum spurningum og mörgum fleirum Sitthvað, sem þar kom fram, er meðal efnis VERU að þessu sinni. Það er að sjálfsögðu engin nýlunda, að haldin sé ráöstefna um atvinnumál, og það er heldur engin nýlunda, að atvinnulífið á Suðurnesjum sé í brennidepli. Nýlundan fólst í því, að þarna var 9erð heiðarleg tilraun til að fjalla um atvinnumál með sérstöku til- liti til kvenna. Hugmyndin fæddist raunar á annarri ráðstefnu um atvinnumál á Suðurnesjum og hvernig unnt væri að mæta samdrætti í fisk- vinnslunni. Á maíráðstefnunni talaði margt mætra manna, þ.e.a.s. karl- manna, og allmargir komu til að hlýða á mál þeirra, en það voru einnig svo til eingöngu karlmenn. Konurnar létu sig vanta, enda þótt konur séu yfirleitt í miklum rneirihluta meðal atvinnulausra og enda þótt samdrátturinn í fisk- vinnslunni bitni fyrst og fremst á konum. Þær eiga því ekki siður hagsmuna að gæta en karlar, jafnvel miklu fremur. Hvers vegna sáust ekki fleiri konur á maíráðstefnunni? Hvers vegna láta konur svo lítið að sér kveða í allri umræöu um atvinnumál? Eru einhlítar skýringar, sem við allar þekkjum, um margþætt hlutverk kvenna, tvöfalt, jafnvel þrefalt vinnuálag, eðlislæga hóg- veerð, uppeldis- og umhverfismótun? Þetta eru vissulega góðar og gildar skýringar, en alls ekki ein- hlítar. Sannleikurinn er sá, aðöll þessi umræðaerfyrst og fremst °9 nánast eingöngu mótuð af sjónarmiðum karla, og allar ráð- stefnurnar fyrr og síðar, þ.m.t. fyrrnefnd maíráðstefna, eru svo augljóslega skipulagðar með sérstöku tilliti til karla. Þær höfða einfaldlega ekki til kvenna. Þess vegna settumst við niður nokkrar konur og skipulögðum ráðstefnu eftir okkar eigin hugmyndum, ráðstefnu um atvinnumál a Suðurnesjum með sérstöku tilliti til kvenna. Við vildum sann- reyna þá skoðun okkar, að konur hefðu bæði áhuga og vilja til að ,e99ja sitt til málanna, ef til þeirra væri höfðað. Tilraunin tókst. Konur komu og hlýddu á framsöguerindi um nýjar leiðir-í fiskvinnslu, hefðbundin kvennastörf, fiskeldi, iönað, ferðaþjónustu, tölvutækni og stofnun fyrirtækja. Karlmennsáustekki, utaneinn, sem raunarvareinnframsögu- rasnna. Það var eiginlega synd, því þeir hefðu getað lært sitt af hverju. En líklega hefðu umræðurnar orðið allt öðru visi. Framsöguerindin voru mjög góð og sögðu okkur margt nýtt. ^nægjulegast var þó, hve umræðurnar voru liflegar og skemmti- e9ar og þátttaka í þeim almenn. Urnræðurnar snerust ekki eingöngu um atvinnumál, heldur e|nnig um launakjör kvenna, og var auðheyrilega grunnt á megnri °anægju með það vanmat á vinnuframlagi kvenna, sem við- 9en9st í þjóðfélaginu. Þær raddir heyrðust meðal ráðstefnugesta, að við hefðum ekki °mið með neinar lausnir í pokahorninu, en það stóð ekki til. Ljósmynd: sem Markmiðið var að vekja til umhugsunar og umfjöllunar um hlut- deild kvenna í hinum ýmsu atvinnugreinum, bæði þeim, sem þegar eru rótgrónar, og eins hinum, sem nú eru I örustum vexti, eins og fiskeldi og ferðaþjónustu. Því markmiði teljum við okkur hafa náð. Auk þess var þessi ráðstefna liður í þeirri vinnu, sem nú fer fram innan Kvennalistans í mótun stefnunnar í atvinnumálum. Sem slík var hún mjög gagnleg, og þegar þetta kemur fyrir augu les- anda VERU, höfum við væntanlegahaldiö a.m.k. eina til viðbótar i Hafnarfirði. Og við viljum hvetja konur um allt land að fara að dæmi okkar og ræða málin, því orð eru til alls fyrst. Niðurstöður ráðstefnunnar birtast í eftirfarandi meginatriðum: □ Konur verða að herða áhersluna á mikilvægi hefðbundinna kvennastarfa og hefja þau til þess vegs og virðingar, sem þau verðskulda. □ Konur þurfa ekki að örvænta, þótt fiskvinnsla, sú atvinnu- grein, sem þær hafa borið uppi, sé nú á breytingaskeiðinu. Líkur benda til, að í framtíðinni verði ekki síður þörf fyrir vinnufúsar hendur í þeirri grein, en vonandi við önnur og betri skilyröi. □ Konur eru virkari þátttakendur i fiskeldisævintýrinu en marg- ur ætlar og líklegt, að hlutur þeirra fari vaxandi. Konur ráða þó minnstu í uppbyggingunni og hvarflar raunar að manni, að ekki veitti af kvenlegri varfærni í öllu því óðagoti. □ Konur eiga mikla möguleika á sviði ferðaþjónustu, og þeim er treystandi til að vernda þann auð, sem sú atvinnugrein byggist á, ómengað vatn, tært loft og óspillta náttúru lands okkar. □ Konur mega ekki láta rótgróna feimni við vélar og tækni fæla sig frá þátttöku i tölvubyltingunni. Engin ástæða er til að tapa öllu frumkvæði á því sviði í hendur karla. □ Konur mega ekki láta hefðir og venjur hindra sig í að sækja fram á hverju þvi sviði atvinnulífsins, sem hugur þeirra stendur til. Ánægjulegt er, að skipuleggjendur fræðslu eru í örlitlum mæli teknir að átta sig á því, að þeir þurfa að höfða til kvenna á annan hátt en karla. □ Konur þurfa að efla sjálfstraust sitt og frumkvæði, ekki bara vegnasjálfrasín, heldurvegnaokkarallra. í þessu landi tækifær- anna er þörf fyrir hugvit og hendur kvenna. Kristín Halldórsdóttir. 17

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.