Vera - 01.11.1986, Qupperneq 18

Vera - 01.11.1986, Qupperneq 18
Þegar (sland byggöist var silfur helsti gjaldmiöill Noröurlanda en á 11. öld fór að tíðkast að nota vaðmál og kvikfé í stað peninga. Síðan á 14. öld hefurfiskur verið mikilvægur í verðreikningum og lengi helsti gjaldmiðillinn. Reyndar tíðkaðist allt til 1964 að birta í Stjórnartíðindum verðlagsskrá byggða á landaurum þ.á.m. fisk- um. Það er líka táknrænt að fiskar og önnur sjávardýr skreyta alla mynt okkar og á sjálfri krónunni er þorskur. Nú heyrum við einnig að fiskkvótar séu orönir gjaldmiðill útgerðarmanna og erum við þá komin hringinn frá 14. öld. Allt er þetta eðlilegt og skýrist af mikilvægi fisks i öllum okkar þjóðarbúskap en búskapurinn er æði sveiflukenndur og oft ótraustur. Ýmisteraflahrotaeðaördeyða, manneklaeðaatvinnu- leysi, fiskskortur á mörkuðum eða birgðir hlaðast upp. Atvinnulíf- ið byggist á vertíðum og er því að mörgu leyti á stigi veiðimennsku en ekki iðnaðarþjóðfélags. Fram undir síöustu aldamót var skreið mikilvægust í útflutningi landsmanna en saltfiskur ráðandi fram yfir miðja þessa öld, síðan hafa f rystar fiskafurðir gefið mestar tekjur, en saltfiskf ramleiðslan haldist jöfn og mikil. Vel er þekkt að svonefndur líftími vöru, þ.e. mesta vinsælda- skeið, er sífellt að styttast, framboð matvæla í hinum iðnvædda heimi er alltaf aö aukast, vörur koma og fara, þeir sem ekki stunda sífellda vöruþrón dragast aftur úr. Eru þá ekki dagar hefðbundinnar fiskvinnslu á enda? Hvað tek- urvið? Ferskfiskútflutningurog vinnslaerlendis? Verksmiðjuskip og vinnslaásjó? Verðafrystihúsinstarfandi eftir 10ár? Verður þá atvinnu að hafa í fiskvinnslu í landi? Ég held, að óhjákvæmilega verði miklar breytingar í fiskiðnaði og viðhorfum til hans næstu árin. Þær breytingar munu hafa áhrif á afkomu fyrirtækjanna og atvinnulífið í landinu. Margt bendir til að hefðbundin vinnsla þ.e. frysting í blokkir og flakapakkningar og hefðbundin saltfiskverkun muni hopa fyrir mun fjölbreyttari vinnslu, en á sama tíma muni sérhæfingin auk- ast, því að sérhæfing eykur framleiðni og fjölbreyttari og fyllri vinnsla eykur verðmæti afurðanna. Sérhæfingin getur verið fólgin í miðlun fisks milli nærliggjandi vinnslustöðva, þær skiptast á fisktegundum t.d. með því að fiski í kæligámum verður ekið eða siglt milli hafna. Sumar tegundir má frysta skömmu eftir veiði t.d. kolategundir, skötu og rækju, 18

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.