Vera - 01.11.1986, Qupperneq 20

Vera - 01.11.1986, Qupperneq 20
30 C Z O 7t I Samtök kvenna á vinnumarkaðnum voru stofnuð fyrir rétt tæpum þremur árum, eða nánar tiltekið þann 3. desember 1983. Upphafs samtakanna er að leita í Gerðu- bergsráðstefnunni s.k., en það var mjög fjölmenn ráðstefna sem haldin var í október sama ár til þess að ræða hvernig konur gætu bætt stöðu sína og kjör á vinnu- markaði. Voru þar saman komnar konur úr ýmsum áttum, flokkum og félögum sem ákváðu að búa sér til samtök sem gætu fjallað um kjaramálin þvert á stéttarfélög kvenna. Á þeim tíma var dálítið óljóst hvert ætti að vera hlutverk samtakanna í kjara- baráttunni og hafa væntingar kvenna til þeirra sjálfsagt verið dálítið mismunandi. Sumar sáu í þessum samtökum vaxtarbrodd nýrrar verkalýðshreyfingar kvenna sem með tíð og tíma yrði samningsaðili fyrir þeirra hönd. Aðrar sáu í samtökunum bak- hjarl í baráttunni fyrir því að verkalýðshreyfingin taki upp kröfur og hagsmunamál kvenna. Þetta voru viðhorfin þá, en hvernig samtök eru þetta núná? Hver er stefna þeirra og baráttumál? í hvaða átt hafa samtökin þróasf? Vera fékk Birnu Þórðardótt- ur, sem er virkur félagi í samtökunum, til að ræða við sig um þessar spurningar og margar fleiri. F — Hvers konar samtök eru Samtök kvenna á vinnumark- aðnum? Þessi samtök voru stofnuð á sínum tíma með það að meginmarkmiði að styðja við bakiö á konum sem starfa innan verkalýðshreyfingarinn- ar og bæta launalega og félagslega stöðu kvenna í hreyfingunni. Sú hugmynd hefur líka alla tíð verið uppi í samtökunum að konur segðu sig úr ASÍ og stofnuðu sér- samband launakvenna. Þótt ekki sé meirihluti fyrir þessari hugmynd innan samtakanna og ég sé andsnúin henni, þá finnst mér samt skiljanlegt að hún komi fram. Með starfi sínu hafa samtökin smám saman þróast út í það að vera róttækasta og lífvæn- legasta afliö innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þetta er eina skipulagða hreyfingin sem hefur haldið uppi andófi gegn smánarsamningum síöustu ára og gegn þeirri allsherjar upplausn sem ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar. Eins og nafn samtakanna gefur til kynna miðum við starf okkar fyrst og fremst við konur og aðeins konur geta orðið félagar. Engu að síður þá teljum við að starf okkar komi öllu verkafólki til góða. — Margir femínistar halda þvi fram aö baráttan fyrir hagsmunum láglaunafólks sé I eðli sinu kvennabarátta. Má skilja orð þín sem svo að þú sért sama sinnis? Að svo miklu leyti sem lág- launahóparnir eru konur. En karlar tilheyra líka þeim hóp- um og við megum ekki horfa framhjá því. Við hljótum hins vegar að gera þá kröfu til þeirra að þeir sýni konum samstöðu í baráttu þeirra. — Þú sagðir að samtökin væru lífvænlegasta aflið innan verkalýðshreyfingarinnar í dag. Hvernig skýrir þú það? í samtökunum starfa konur sem hafa gert tilraun til að rísa upp og andæfa launa- stefnu ríkisstjórnarinnar auk þess sem þær gagnrýna þá stefnu og starfshætti sem ríkja innan verkalýðshreyfing- arinnar. Til þessa eru konur öðrum betur fallnar. í fyrsta lagi vegna þess að láglauna- stefnan og félagslegur niður- skurður bitnar harðar á þeim en körlum og í öðru lagi vegna þess að konur eru ekki jafn mengaðar af valdinu og karlar. Þær bera ekki ábyrgð á því sem gert hefur verið. Konur hafa takmörkuð völd í verkalýðshreyfingunni eins og annars staðar. Einmitt af þessum sökum hljóta konur að vera í fararbroddi fyrir þeim uppskurði sem verður að gerast. Karlar geta vissu- leg komið með en konur 20 I

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.