Vera - 01.11.1986, Page 22

Vera - 01.11.1986, Page 22
) um engar áhyggjur af — ja hvaö á ég aö segja — t.d. launum þingkvenna. Þær bjarga sér sjálfar. Viö höfum einbeitt okkur aö þeim hóp- um sem hafa litla möguleika til að taka baráttuna upp sjálfir. Dæmi um að starf samtakanna á þeim vettvangi er tekið alvarlega er t.d. sú staöreynd aö konurnar hjá BÚR leituðu eftir aöstoö samtakanna þegar uppsagn- irnar og flutningurinn yfir til Granda hf. stóð sem hæst. — Þú sagðir áðan að sam- tökin væru róttækasta aflið innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Ég hef heyrt þvi fleygt að í samtökunum sé harður kjarni af róttækum vinstri konum sem eru vel meðvitaðar og með langa reynslu og erfitt sé fyrir venjuiegar konur að kom- ast inn í hópinn. Er þetta rétt? Þetta er sjálfsagt að hluta til rétt, að hluta til ekki. Eins og í mörgum öörum samtök- um þá er ákveðinn hópur til- búinn til aö starfa meira en aðrir vegna þess að hann á auðveldara með að sinna svona starfi af ýmsum ástæð- um og er tilbúinn að leggja talsvert á sig. Allir hópar og fundir samtakanna eru opnir en engu að síður get ég vel ímyndað mér að það sé erfitt að koma ókunnugur á fund. En þaö er ekki bara vanda- mál okkar samtaka. Sumar konurnar sem þarna eru hafa mikla reynslu af félagsstörf- um og aðrar ekki en það sem við eigum allar sammerkt er að við höfum áhuga á því að breyta stöðu kvenna. Það er mjög ótrúlegt aö harðar sjálf- stæðiskonur færu að starfa með samtökunum af fullri ein- urð. Samtökin eru málsvari andófs innan verkalýðshreyf- ingarinnar og beita sér gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar. Við getum þar af leiðandi ekki búist við því að stuðn- ingsfólk ríkisstjórnarinnar gangi til liðs við okkur. — Stundum verður maður altekinn þeirri hugsun að staða kvenna á vinnumark- aðnum hafi ekkert breyst þrátt fyrir áralanga baráttu. Á slík- um stundúm hlýtur maður að velta þvi fyrir sér hvað sé til ráða. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður stakk upp á því í grein í DV fyrir skömmu að konur tækju sig saman og segðu allar upp störfum. hvað finnst þér um þessa hug- mynd? Það er hefð fyrir því innan BSRB að beita uppsögnum í kjarabaráttunni vegna þess hve verkfallsréttur hefur verið takmarkaður þar, en ég er hrædd um að það yrði erfitt aö vinna upp slíka aðgerð innan ASÍ. Konurnar myndu ekki fara út í uppsagnir nema félögin stæðu á bak við það og ég hef nú ekki mikla trú á það þau geri það. Aðildar- félög ASi hafa verkfallsrétt. Veitist þeim erfitt að vinna upp samstöðu til að fara í verkfall, munu þau alls ekki geta beitt hópuppsögnum. Ég held að launum kvenna verði ekki breytt nema konur sýni samstöðu um að gera grund- vallarbreytingar á launakjör- um láglaunahópanna. Þessar breytingar gætu falist í því að það yrði einfaldlega ákveðið að það yrðu engir launataxtar undir ákveðinni tölu t.d. 35 þúsund krónum. Þetta myndi fyrst og fremst koma konum til góða því eins og er er tvenns konar launakerfi í gangi; þeir sem fá borgað samkvæmt töxtum og hinir sem fá það ekki. Ég fullyrði að mikill meirihluti kvenna fær greitt samkvæmt töxtum. Því miður hefur aldrei verið látið á það reyna hvort hægt sé að ná samstöðu um ákveðin lágmarkslaun og halda sig svo við taxta þar fyrir ofan. — Núna er mikil þensla í at- vinnulífinu og talið að á höfuð- borgarsvæðinu sé eftirspurnin eftir starfsfólki mun meiri en framboðið. Er ekki lag núna að grípa til einhverra aðgerða til að knýja fram kjarabætur? Er ekki minni áhætta núna en oft áður fyrir konur að gripa til einhverra skyndiaðgerða? Jú, en það er mjög erfitt að móta einhverja sameiginlega kröfugerð eins og sakir standa. Það verður að setja allar kröfur fram utan verk- lýðsfélaganna vegna þess að það eru ekki haldnir neinir fundir i félögunum til að skapa stemningu og sam- stöðu. Við slíkar aðstæður er erfitt að ná saman. Verka- lýðsforystan segist reyndar vera að undirbúa viðræður en það er spurningin um hvað, við hverja og í nafni hverra. Svo virðist sem hagfræðing- arnir á skrifstofunum séu eitt- hvað að díla um kjörin. Auð- vitað ætti forysta að fara núna út á vinnustaði til að heyra hvað fólk vill og hvað það er reiðubúið að gera í tengslum við komandi samn- inga. — Talandi um samninga. Hvernig líst þér á hugmyndir Asmundar Stefánssonar um að hætta stóru samflotunum í samningum og gera nú tilraun með að láta hvert félag og jafnvel starfsfólk í einstökum fyrirtækjum semja fyrir sig sjálft? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir konur? Forystumenn ASÍ hafa sett fram þessar hugmyndir með tilvísun til þess að stóru sam- flotin í samningum hafa verið gagnrýnd. Þeir gleyma hins vegar að gagnrýnin hefur fyrst og fremst gengið út á það hversu ólýðræðislega hefur verið staðið aö hlutun- um en ekki út á samtökin sem slík. Eitt er að hafa for- ystu fyrir verkalýðshreyfing- unni í samningum og annað að taka sér allsherjarvald. Nái þessar hugmyndir fram að ganga þá þýða þær auð- vitað að það verður mest borgað þar sem þenslan er mest. Þú getur rétt ímyndað þér hvort konunum á sauma- stofunum yrðu ekki borguð gasalega góð laun ef samn- ingarnir væru alfarið þar inni! í rauninni má segja að það sé siðleysi af forseta ASÍ að setja svona hugmyndir fram. Hann á að vita það, að fólk sem er á lægstu launatöxtum í dag er þannig statt að það hefur enga möguleika á að berja í borðið. Forseti ASÍ á að krefjast þess að aðrir hóp- ar verkalýðshreyfingarinnar berji í borðiö fyrir þetta fólk. í því er samstaðan fólgin. Verkalýðshreyfingin virðist hins vegar vera að liðast í sundur. — Hún á það kannski sam- merkt með velferðarkerfinu? Já og forysta hreyfingarinn- ar hefur ekki sinnt neitt um að verja það félagslega kerfi sem við búum við. Það hefur verið ráðist mjög harkalega á það síðan núverandi ríkis- stjórn komst til valda og ef eitthvert afl hefði átt mögu- leika á að stöðva þær árásir þá er það verkalýðshreyfing- in. Það kemur verkalýðshreyf- ingunni við hvernig læknis- þjónustu er háttað, hvernig skólarnir eru, hvar börnin eru. Allt þetta brennur þó miklu meira á konum en körl- um enda er þetta á þeirra heimavelli ef svo má að orði komast. Þær bera ábyrgðina á velferö fjölskyldunnar og hafa alltaf gert. Einmitt þess vegna eru konur núna í for- ystu fyrir andófinu. — En svo við víkjum aftur að samtökunum. Hvað er á döfinni hjá ykkur? Við ætlum að halda ráð- stefnu á næstunni og fá þar fram afstöðu ólíkra starfs- hópa kvenna til kjaramál- anna. Við ætlum að reyna hvort við getum ekki staðið saman um brýnustu kjaramál- in og mótað stefnu um hvað eigi að setja á oddinn í kom- andi samningum. Við höfnum öllu sundrungatali að deila og drottna í pólitíkinni. Ég er alveg viss um að það er hægt að fá fólk til að standa upp og standa saman. En það verður að kosta einhverju til og einhver verður að hefja starfið. Þeir sem klifa sífellt á því að fólk sé ekki tilbúið til að gera neitt eru í raun að líta í eigin barm. Þeir nenna ekki sjálfir og kenna öðrum um. — Að lokum. Hvaða árang- ur telur þú að hafi orðið af starfi samtakanna? Það er erfitt að meta það. Maður getur aldrei staðið upp og sagt: þetta er okkur að þakka. Samtökin hafa veitt konum stuðning eða styrk til að standa á einhverju í sínu félagi og það er erfitt að meta hvaða árangri það hefur skil- að. Auk þess hafa samtökin haldið vakandi andófi og þeg- ar það er gert þá er mögu- leiki á að stíga stærri skref síðar meir. Það má segja að þau hafi haldið jarðveginum lifandi og undirbúið hann. Það er í sjálfu sér ekki árang- ur að halda glæsilega úti- fundi eða samkomur eins og samtökin hafa oft gert á 1. á maí og 8. mars. Það er fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við kröfur sem settar hafa verið fram. Árangurinn verður best metinn í framtíðinni í Ijósi þess hvort eitthvað hafi komið út úr þessu andófi. — isg. 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.