Vera - 01.11.1986, Qupperneq 25

Vera - 01.11.1986, Qupperneq 25
Og Kvennalistakonur hafa fleiri nýjungar í pokahorn- inu. Nýlega var kennslustund í gerö þingmála á Hótel Vík. Sigríöur Dúna sagöi frá hvernig þingmál verða til og iýsti því hve einfalt þetta allt væri. Sagöi hún frá hvernig fyrirspurnir og þingsályktunartillögur eru byggðar upp og hvaða tilgangi þær þjóna og síðan var uppsetning og gerö lagafrumvarpa rædd. Markmiðið með þessari kennslustund í gerð þingmála var að færa konur nær þingstörfum og auðvelda bakhópum gerð þingmála. SUMARSTARFIÐ Margir halda að þegar búið er að slíta Alþingi á vorin Þá séu þingmenn komnir í frí. En það er síður en svo. Sumarvinna alþingismanna einkennist af nefndarstörf- um og fundarsetum. Fjöldi fundanna fer að einhverju leyti eftir því hvað er að ske í þjóðmálum og má til dæm- is nefna að þegar Bandaríkjamenn voru að skipta sér af hvalveiðum íslendinga voru stöðugir fundir í utanríkis- málanefnd en þar á Guðrún Agnarsdóttir sæti. En sum- arstarfið snýst ekki bara um fundarsetur hér heima heldur eru líka fundir með erlendum þingmönnum og ýmiskonar ráðstefnur sem þingmenn þurfa að sækja. kjarnorkuvopnalaus norðurlönd Kvennalistinn hefur reynt aö vega og meta mikilvægi fundanna og ráðstefnanna og fór Kristín Halldórsdóttir a fund þingmannanefndar Norðurlanda um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd þann 26. ágúst s.l. Frumkvöðull að stofnun þessarar nefndar var formaður danska jafn- oöarmannaflokksins Anker Jörgensen. Nefnd þessi varð til eftir ráðstefnu um Norðurlönd sem kjarnorku- vopnalaust svæði sem haldin var í Kaupmannahöfn í oóvember í fyrraog sagt var frá í 1. tbl. Veru 1986. Full- trúar flestraflokka á Norðurlöndunum eigasæti í nefnd- lr|ni nema Sjálfstæðisflokkurinn og nokkrir aðrir hægri flokkar sem hafa hafnað aðild að þessu samstarfi. Sjálf- stæðisflokkurinn gerði það á þeirri forsendu að friðun- arsvæðið sé skilgreint of þröngt. Nefndin er því ekki full- skipuð enn. Kristín sagði að fundurinn hafi verið gagn- le9ur og að nefndarmenn hafi verið sammála um að nauðsynlegt væri að fá stærstu flokkana til þátttöku í Þessu samstarfi. Einnig var samþykkt að bjóða Græn- lendingum, Færeyingum og Álandseyingum aðild að nefndinni og að Eystrasalt ætti að teljast til þess svæð- 's, sem lýst yröi kjarnorkuvopnalaust. Loks var sam- Þykkt að senda forsætisráðherrum og utanríkisráöherr- uni allra fimm landanna bréf, þar sem hvatt yrði til stofn- unar norrænnar embættismannanefndar, sem myndi kanna alla möguleika á því að lýsa Norðurlönd kjarn- orkuvopnalaustsvæði. ,,En einsog þið munið, sem haf- löfylgstmeðfréttum“ sagði Kristín, „þáerþað neikvæð afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar, sem hefur hingað til hindrað stofnun slíkrar nefndar." vestnorrænaþingmannaráðið En það voru fleiri sem voru aö ræða um kjarnorku- v°Pn. Sigríður Dúna sat fundi Vestnorrænaþingmanna- J^ösins á Selfossi í lok ágúst s.l. Ráðið var stofnað í 'vuuk fyrir ári síðan í þeim tilgangi að stuðla að auknu Samstarfi á milli þessa þriggja eyríkja, Færeyja, íslands °9 Grænlands sem liggja i Noröur-Atlantshafi. (Sjá Veru J; fhl. 1985). Þar var meðal annars samþykkt tillaga ^rasnlendinga um að skora á stjórnir íslands, Græn- lands og Færeyja að lýsa vestnorræna svæðið kjarn- orkulaust svæði. Einnig var samþykkt tillaga Kvenna- listans þess efnis aðframvegis skuli leitast við að a.m.k. ein þingkona frá hverju aðildarlandi eigi þar sæti og að stofnaður skuli starfshópur innan ráðsins sem taki mál- efni kvenna í löndunum þremur til sérstakrar athugun- ar. Tillagan miðaði að því að auka hlut kvenna í stefnu- mótandi starfi á þessum vettvangi eins og Sigriður Dúna benti á i grein sinni í Dagblaðinu þann 8. september s.l. Jafnframt var ákveðið að stofna sérstakan hóp innan ráðsins sem tæki til athugunar málefni kvenna í aðildar- löndunum og gerði ákveðnar tillögur um úrbætur í þeim efnum. YFIRGANGUR HINS STERKA Ýmsar sviptingar hafa átt sér stað í þingflokkunum í haust. Þrír þingmenn Bandalags Jafnaðarmanna gengu í Alþýðuflokkinn, þingflokkur Bandalags Jafnað- armanna var lagður niður og stuttu síðar gekk Kristín Kvaran fyrrverandi þingkona Bandalags Jafnaðar- manna í Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem Bandalag Jafn- aðarmanna var hluti af stjórnarandstöðunni og Sjálf- stæðisflokkurinn stjórnarflokkur röskuðust hlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu svo að annar stjórnar- flokkanna, Framsóknarflokkurinn fékk 2 menn í stað eins í öllum sjö manna nefndum sameinaðs þings og neðri deildar og Kvennalistinn, minnsti þingflokkur stjórnarandstöðu missti sæti í sömu nefndum. Fram- sóknarmenn vildu ekki útiloka Kvennalistann frá öllum þessum nefndum og hugðust því láta Kvennalistanum eftir sæti í félagsmálanefnd sameinaðs þings og í heil- brigðis- og tryggingarnefnd neðri deildar. Sjálfstæðis- menn brugðust hart við og sögðu að Framsókn hefði ekki leyfi til þess að ráðstafa nefndarsætum nema í samráði við þá og ef þeir gæfu eftir nefndarsæti til Kvennalistans myndu Sjálfstæðismenn stilla sjálfir upp þingmönnum í þessar nefndir og ná þannig hreinum meirihluta. Þvi gátu Framsóknarmenn ekki unað og endirinn varð sá, að þeir fengu þessi nefndarsæti sjálf- ir. Alþýðubandalagið eftirlét hins vegar Kvennalista sæti sitt í allsherjarnefnd sameinaðs þings og Alþýðu- flokkur sæti sitt í landbúnaðarnefnd neðri deildar. Þingfundir og það sem þar fer fram er ekki nema brot af þeim störfum sem inna þarf af hendi á Alþingi. Málum er vísað í nefndir eftir umræður í deildum þingsins. Flestar meiri háttar ákvarðanir eru teknar í nefndunum og þar er besta tækifærið til þess að koma sjónarmiðu m á framfæri og hafa áhrif á gang mála. Nefndarvinnan er því afar mikilvægur þáttur þingstarfanna. Má til dæmis nefna að þegar atkvæðagreiðsla fer fram í þinginu er oftast þegar búið að taka ákvarðanir og semja í nefnd- um og atkvæðageiðslan í þinginu því oft einskonar formsatriði. Vegna þess að árangurinn næst fyrst og fremst í nefndunum leggja þingflokkarnir áherslu á að hafa ítök þar og ef einn flokkur nær hreinum meiri hluta er hann einráður um þau mál sem vísað er þangað. Sá þingflokkur getur því ráðið því hvort mál séu svæfð i nefndinni eða vísað áfram til frekari umræðu. Margir hafa undrast yfirgang Sjálfstæðisflokksins og heift í garð Kvennalistans sem hafa orðið til þess að áhrif kvenna á Alþingi hafa minnkað til muna. Oft er erfitt að vera minnstur og ekki batnar það þegar stærsti þingflokkurinn virðist nota hvert tækifæri til þess að út- hýsa þeim minnsta. Spurningin er hvaðan fær hinn sterki réttinn til þess að traðka á öðrum? Frá kjósend- um? Bergljót Baldursdóttir skrifaði þingmálasíðurnar.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.