Vera - 01.11.1986, Síða 30
Virkjun jaröhitans
á Nesjavöllum
1 Hi
^ .
W
*
9
9 . í:"-' •: ‘ ' .
Mf
0
f
Föstudaginn 17. 10. s.l. var samþykkt í stjórn
veitustofnana eftirfarandi tillaga, ættuð frá
hitaveitustjóra, sem Páll Gíslason formaður
stjórnar bar upp:
Stjórn veitustofnana samþykkir að hefja nú
þegar framkvæmdir við virkjun jarðhitans á
Nesjavöllum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og
verði 1. áfangi virkjunar a.m.k. 100 MW.
Með viðbót minni:
Áður en hafist verður handa við 2. áfanga
virkjunarinnar verði aflþörf endurmetin og
virkjunarhraða breytt skv. því mati.
Og hvað með það??
Ekki hefur verið skortur á heitu vatni í Reykjavík síð-
ustu árin enda hafa veturnir verið fremur mildir en búast
má við að á næstu árum verði skortur ef ekkert er að
gert.
Kemur þar tvennt til:
Talið er að hitaveitusvæðið hér í Reykjavik og í Mos-
fellssveit hafi verið ofnýtt síðustu misseri þannig að í
óefni stefni því hættan á svokallaðri kulda og efnameng-
un vex eftir því sem meira er dælt upp og menn telja sig
jafnvel merkja slíka mengun á Elliðaárssvæði (lækkun
kaldavatns yfirborðs í grennd) og á Laugarnessvæði
má búast við seltumengun sem er t.d. til staðar á Seltj-
arnarnesi og getur valdið m.a. tæringu í lögnum fyrir
utan að salt vatn bragðast ekki eins og ósalt. Ekki er full-
komlega vitað hvaða heildaráhrif langvarandi píning á
svæðinu hafi en fullvíst má telja að þau áhrif séu ekki
góð. — Því er hluti þarfarinnar að létta undir með núver-
andi jarðhitasvæðum og gert er ráð fyrir að taka öll 100
MW frá Nesjavöllum í notkun strax en það afl má nota
allt árið og fáist því u.þ.b. 800—900 GW stundir af
varmaorku árlega frá 1. áfanga Nesjavalla. Heildar-
orkuþörf er nú u.þ.b. 2700 GW stundir á ári sem full-
nægt er með núverandi jarðhitasvæðum og kyndistöð
á toppálagstímum. Nesjavellir munu því minnka álag á
núverandi svæöum um u.þ.b. 30% fyrst en svo má bú-
ast við aukinni orkuþörf vegna m.a. fólksfjölgunar og þá
er komið að síðari ástæðu aukinnar aflþarfar næstu ár-
in.
I öllum sþám sem kynntar hafa verið um fólksfjölgun
í Reykjavík og hve rúmt húsnæði má reikna á hvern ein-
stakan er gert ráð fyrir aukningu. Þörfin fyrir heitt vatn
fer eftir heildarrúmmáli byggðar á svæðinu, íbúðarhúsa
og atvinnuhúsnæðis því við gerum ráð fyrir að ekki verði
breyting á því hvað fólk vilji hafa heitt inni hjá sér. — í
öllum spám er fólgin óvissa eins og gefur að skilja en
yfirleitt eru þær byggðar á reynslu undangenginna ára.
í umræðunni um virkjun Nesjavalla undanfarin misseri,
sérstaklega í fjölmiðlum fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar hafa Alþýðubandalagsmenn og hitaveitu-
stjóri deilt um þetta atriði en báðir hafa tölur frá skipu-
lagsstofu höfuðborgarsvæðisins svo merkilegt sem
það er. Hitaveitustjóri gerir ráð fyrir að mestar líkur séu
á þvi að rúmmálsaukning húsnæðis verði 3,2% árið
1986 og minnki í 2,3% um aldamót sem gerir að meðal-
tali 2,9%. Á grundvelli þessara talna gerir hann ráð fyrir
20MW (160—180 GW sundir í orku) á ári í aflaukningu
hjá H.R. þ.e. hann gerir ráð fyrir að 2. og 3. áfangi virkj-
unarinnar á Nesjavöllum verði teknir í notkun 1995 og ►
2000.
Gott svæöi
Vatnsnotkunfrá 1961—1985 hefurverið að meðaltali
1,74 m3 á m3 húsnæðis á ári, en hefur frekar minnkaö
hin síðari ár í 1,57 1985. Húsnæði hefur að meðaltali
aukist um 1,03 millj. m3 s.l. 10 ár þannig að aukin þörf
fyrir vatn hefur að meðaltali verið 1,80 millj. m3 á ári sem
samsvarar u.þ.b. 54 GW stundum á ári. Allar spár eru
i þá veru að aukning aflþarfar verði hægari næstu ár því
má setja 50 GW stundir sem hámarkstölu og ef ég nota
hana aö fullu næstu 5 ár fæst aukning um 250 GW
stundir sem er minna en 30% af því sem hitaveitustjóri
vill meina. Samkvæmt mínum tölum (hámarkstölur)
ætti 100 MW virkjun á Nesjavöllum að verða fullnýtt
fremur á 10—15 árum en 5 árum eins og hitaveitustjóri
gerir ráð fyrir, ef gert er ráð fyrir fullri eðlilegri nýtingu
á núverandi jaröhitasvæöum H.R. Þess vegna lagöi ég
fram fyrrnefnda viöbótartillögu um endurskoðun virkj-
unarhraöa áður en hafist verði handa við 2. áganga
virkjunarinnar.
Þess má geta og ekki að ástæðulausu, að allar rann-
sóknir benda til þess að jarðhitasvæðið á Nesjavöllum
sé gott til virkjunar og telja vísindamenn að vel hafi verið
staðið að rannsóknum þar þegar á heildina er litið. Yfir- ^
litsskýrsla um vinnslugetu svæðisins hefur verið birt og
bendir á að svæðið muni bera a.m.k. 300 MW aflstöð,
til 30 ára.
Kostnaður
Nú þegar hefur verið varið 800 milljónum í rannsóknir
og boranir á Nesjavöllum aðallega á s.l. 2—3 árum en
fyrst var farið að bora á Nesjavöllum um 1960. Gert er
ráð fyrir aö stofnkostnaður 1. áfanga (100 MW) verði í
heild 2.600 milljónir króna. Þannig að á vantar 1.800
J