Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 34

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 34
Bókin Purpuraliturinn, (The Color Purple), sem verið hef- ur metsölubók í Bandaríkj- unum frá því hún kom út, 1982, er komin út í íslenskri þýðingu, útgefin af Forlaginu. Ólöf Eldjárn tók að sér það vandasama verk að þýða bókina og hefur að mínu viti tekist það stórkostlega. Bókin er skrifuð á suðurríkjamál- ýsku sem höfundurinn, Alice Walker, segir að hafi verið töluð þar sem hún ólst upp í litlum afskekktum bæ í Georgíu. Ólöf tekst að ná fram sérstökum blæ á þýð- inguna og notar þá aðferð að sleppa ýmsum óþarfa, svo sem fornöfnum, beyging- arendingum og þátíð. Hinn knappi stíll bókarinnar skilar sér vel á einföldu íslensku máli sem þó verður aldrei ýkt eða klaufaleg. Á íslenskunni verður textinn heimur út af fyrir sig, rétt eins og á enskunni. Bókin er skrifuð í bréfa- formi og það gerir stílinn knappan og heillandi. Þrátt fyrir orðfæðina tekst höfundi að draga upp sterka mynd af persónum, sem ýmist eru séðar með augum aðal- persónunnar, Celiar, eða systur hennar Nettie, því hluti bréfanna er frá Nettie þar sem hún starfar sem trúboði í Afríku og reynir árangurslaust að ná sambandi við systur sína, sem fær bréfin ekki í hendur fyrr en seint og um síðir. Heimar bókarinnar eru því tveir: Líf Celiar sem var ung gefin manni, miklu eldri en hún sjálf og á sex börn með tveimur konum; og líf Nettiar, en hún réðst á heimili til trúboðshjóna sem ætt- leiddu börnin tvö sem Celie eignaðist þegar hún var 14 og 15 áraog voru strax tekin frá henni. Líf Nettiar miðast að miklu leyti við uppeldi syst- urbarna sinna, eftir að hún fer með fjölskyldunni til Afríku, leidd áfram af þrá til lands forfeðranna. Þar kemst hún að raun um að af- Alice Walker Purpara- liturinn komendur þrælanna sem seldir voru frá Afríku, eiga er- fitt með að samlagast lífi inn- fæddra. Þessi þáttur bókar- innar er mikilvægur, vegna þess hve þrá bökkumanna í Bandaríkjunum er sterk til uþþrunans, og ekki síður vegna átakanlegra lýsinga á meðferð enskra iðjuhölda á frumbyggjum Afríku. Saga Celiar er saga konu sem sér ekki aðra leið í upp- hafi en að reyna að halda í sér lífinu. Hún þolir yfirgang eiginmannsins með þögn, og þrælar á akrinum meðan hann situr á veröndinni, tottar pípuna sína og hugsar um ástkonu sína. Eina lausnin sem Celie sér, er að skrifa Guði og trúa honum fyrir hug- renningum sínum, enda er Guð í hennar augum sá sem valdið hefur, alveg eins og karlmaðurinn. Konan sem Albert elskar, er söngkonan Shug Avery, og hann á meö henni þrjú af börnum sínum. Shug og Albert eiga enn í ástarsambandi og iðka það á heimili Celiar og Alberts, en á meðan Shug dvelur þar, hefst ástarsamband milli hennar og Celiar. í frásögn sem ég las eftir Alice Walker þar sem hún lýsir samningu bókarinnar, segist hún hafa fengið hug- mynd, þegar systir hennar var eitt sinn að lýsa manni sem hélt við tvær konur, en þær voru svo afslappaðar gagnvart því, að þær gengu í nærbuxum hvor annarrar. Ekki veit ég hvort svertingjar Frábær íslensk þýð- ing, en kvikmyndin sorglegt dæmi um bandaríska söluvöru. eru lausari við afbrýðisemi en annað fólk, en í lýsingu Nettiar á íbúum þorpsins í Afríku, er áhersla lögð á vináttu sem ríkir milli eigin- kvenna höfðingjans. Þær deildu kjörum eins og systur. Celie finnur ekki til afbrýði- semi vegna Alberts, því hún hefur enga kynferðislega löngun til hans, segir að sér finnist berir karlmenn eins og forskar. Shug verður hins vegar hamingjan í lífi hennar. Hún hjálpar Celie að brjótast undan valdi Alberts og breytir heimsmynd hennar á áhrifa- ríkan hátt, þegar hún segir henni að Guð sé ekki karl- maður, heldur allt sem er, inni í öllum, í trjánum og alls staðar. Celie finnur strax fyrir þessum krafti og finnst hann koma til sín úr náttúrunni. Hún nýtir sér þá vitneskju til að auka sjálfsviröingu sína og lífsgleði. Hún sér hvað karl- maðurinn Guð, sem hún hélt að væri hvítur og síðhærður öldungur, hefur haft litla sam- úð með henni og öðrum blökkukonum, og vaknar til lífsins með aðstoö Shug. Shug kennir henni að þekkja líkama sinn og segir henni að Guð, sem hún kallar ÞAÐ, elski að fólk láti sér líða vel. Það þurfi ekki að óttast reiði karlguðsins og megi haga sér eftir því góða sem býr í því sjálfu. Þannig fjallar bókin að mínu mati um það sem kalla má kvennapólitík, þ.e. frelsun konunnar undan valdi karl- mannsins, og leið hennar til sjálfstæðis. Bókin fjallar líka um ótalmargt annað. Hún er sammannleg, því öllum er gefið tækifæri að bæta sig og læra af mistökunum, en til ) þess þarf oft að ganga i gegnum miklar þjáningar. Álbert breytist þegar hann þarf að horfa í eigin barm. Hann kemst ekki lengur upp með að kúga konuna sína og báðar konurnar eru farnar frá honum og elska hvor aðra. En þrátt fyrir allt sem hann 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.