Vera - 01.11.1986, Page 37
leikhús
LEIKHÚS
LEIKHÚS
pistill fluttur í útvarpinu
^ugardaginn 25. október í
Þsettinum Sinnu:
Hlaövarpaleikhúsiö frum-
sýndi 20. október s.l. nýtt
'slenskt leikrit í einþáttungs-
formi eftir Súsönnu Svavars-
óóttur undir nafninu VERU-
LEIKI. Þetta er fyrsta verk
Súsönnu fyrir leiksviö, leik-
s,jóri er Helga Bachmann og
,vær leikkonur þær Guðný
Helgadóttir og Ragnheiöur
^ryggvadóttir fara með
h'utverk mæögnanna tveggja
Sem einþáttungurinn fjallar
um.
Móðirin er fráskilin, eldri
Lona, sem býr í leiguíbúð og
hefur ofan af fyrir sér með
'opapeysuprjóni. Inn til henn-
ar ryöst dóttirin Nína, sem er
að Ijúka háskólaprófi I félags-
v'sindum og heimspeki. Hún
lse,ur gamminn geysa yfir
r^óöur sinni um misréttið í
Þjóöfélaginu, sérstaklega
9agnvart konum, sem þurfa I
raun á dagheimilisplássi aö
Halda, en fá ekki. í leiðinni
fasr hún útrás í að tala illa um
húsmæður, sern koma
óörnum sínum á leikskóla,
Þótt þær séu heima allan
óaginn og hundskammar lífs-
Þroyttu móöur sína fyrir þann
aumingjaskap aö vera ekki
búin aö kaupa sér eigin íbúö.
^ins og allir vita, þá er þaö
enginn hægðarleikur fyrir
raóöurina aö eignast íbúö, því
uún hefur aldrei tilheyrt
oainum lífeyrissjóöi sem
ueimavinnandi húsmóöir alla
S|na tíð. Nú, smám saman
ke.mur í Ijós aö gallinn á dótt-
er'nn er svona mikill, vegna
Pess aö hún á í tilfinninga-
e9u stríöi viö sjálfa sig, þ.e.
nun er mjög óhamingjusöm í
e|nkalífinu og kallamálunum,
Pótt hún sé frjáls og meðvit-
nö. Og kannski þessvegna
efur hún heldur ekki hætt
Ser út í nein alvarleg til-
nnningasambönd við karlkyn-
1. ’ Því hún ætlar sko ekki aö
a,a loka sig inni í hjónaband-
inu einsog móðirin geröi.
Samt er hún búin aö finna
þann eina rétta, sem hún tel-
ur sig elska, en þá er hann
náttúrlega giftur. Sem sagt
konur verða að vera
hamingjusamar í ástarlífinu
og einkalífinu til að geta verið
frjálsar og meðvitaðar. Sam-
kvæmt höfundinum er dóttirin
á vissan hátt fulltrúi ungra
meðvitaðra kvenna í dag,
sem taka menntun sína og
frama framyfir ástina og
hjónabandiö, en standa svo
engan veginn undir þvi, þeg-
ar allt kemur til alls. Móðirin
er aftur á móti fulltrúi þeirrar
kynslóðar kvenna, sem höföu
engan annan valkost en
hjónabandiö, hún hefur fórn-
að sér fyrir börn og eigin-
mann, þann eina rétta, sem
launaöi henni meö því bæði
aö kúga hana og yfirgefa fyrir
aöra yngri. Mæögurnar hafa
báöar beöiö skipbrot a.m.k.
gagnvart karlkyninu og í ein-
kalifinu og því vaknar sú
spurning í lok verksins hvor
þeirra sé eiginlega betur sett,
dóttirin, sem bundin er á
klafa hugmyndafræöi kven-
frelsis eöa móðirin sem
stendur aö mörgu leyti í
sömu sporum og hún hefur
alltaf gert, en þó mun sáttari
viö sitt líf sem kona. Og þá
erum viö komin aö megintil-
gangi höfundar viö samningu
þessa verks.
Súsanna hefur látið hafa eftir
sér í blöðum, aö henni finnist
kvennabaráttan hafa staðnað
þegar í upphafi og leikrit
hennar sé að vissu leyti
ádeila á kvennahreyfinguna,
sem hún telur aö hafi gleymt
aö konur þurfi líka aö hafa
tíma fyrir sjálfar sig, hjóna-
bandið og börnin, þótt þær
séu aö berjast fyrir frama og
bættri stööu í þjóðfélaginu.
Leikstjórinn tekur undir orð
hennar og segist hafa viljað
setja upp verk Súsönnu þar
sem það velti upp nýjum fleti
á kvennabaráttunni.
Allt er þetta gott og gilt, en
hljómar einlítiö falskt, því sá
flötur sem uppi er á verki
Súsönnu er hreint ekki nýr af
nálinni og bæði Súsanna og
Helga viröast hafa gleymt því
aö kvennahreyfingin fæddist
ekki í gær og hugmyndafræði
REIKNINGUR
LAUNAFOLKSINS
Sparnaður sem gefur
fulla vexfi, strax frá fyrstu mánaðamótum eftir innlegg,
en leyfir þó úttekt hvenœr sem er
án skerðingar áunninna vaxta.
Þannig hlýtur sparireikningur launafólksins að vera:
A Engin bið eftirstighœkkandi vöxtum, mánuðum saman.
A Örugg úttektarheimild hvenœr sem er,
án nokkurs kostnaðar eða skerðingar áunninna vaxta.
Beri eitfhvað óvœnt að, er gott að vita af því.
ÁBor
Á VEXTI
k«aw«iw/w
UTVEGSBANKINN
37