Vera


Vera - 01.10.1992, Qupperneq 27

Vera - 01.10.1992, Qupperneq 27
VERA SPYR GUÐNÝJU GERÐIGUNNARSDÓTTUR SAFNSTJÓRA MINJASAFNSINS A AKUREYRI ERII KONUR AD TAKA YFIR MENNINGARSTOFNANIR OG EF SVO ER, MUNU ÞÆR BREYTA ÞEIM? Fyrir 10 árum hefði ég áreiðan- lega ekki verið í neinum vand- ræðum. NEI hefði ég afdráttar- laust sagt við fyrri liðnum, JÁ við hinum seinni. En í dag, er ég eins og VEFtA, tíu árum eldri, ekki eins afdráttarlaus í skoðunum og reynslunni ríkari eftir tæp fimmtán ár i safnageiranum. Svo nú vefst fyrir mér að svara. Wlenningarstofnanir eru í huga almennings hinar opinberu stofnanir sem ætlað er að sinna menningu og listum, svo sem söfn, bæði menningarsöguleg söfn og listasöfn, listamiðstöðvar og sýningarsalir, leikhús, óperur og dansflokkar, og svo skólar sem ætlað er að mennta fólk til starfa á þessum sviðum. Konur eru áberandi sem forsvarsmenn helstu menningarstofnana þjóð- arinnar. Það eru helst opinberu leikhúsin, þjóð og borgar, sem eru í höndum karla, alla vega um sinn. Það má líka velta því fyrir sér HVERS VEGNA svona margar konur séu í forsvari íyrir menn- ingarstofnanir? Er það eitthvað við konur sem gerir þær betur fallnar til að stýra menningar- stofnunum? Þá á ég við: betur fallnar til að þess en að stjórna annars konar stofnunum, til dæmis bönkum eða útgerðar- íyrirtækjum, og svo betur fallnar til þess en karlar? Eru menn- ingarmál orðin kvennamál, rétt eins og umönnun barna og gamalmenna? Hefur konum verið veittur aðgangur að þessum störfum vegna þess að þar hefur verið vettvangur sem karlar hafa ekki viljað sinna? Hafa þær fundið svið sem var laust, ef svo má að orði komast, og þess vegna opið konum? Á síðustu áratugum hafa konur í auknum mæli leitað sér fram- haldsmenntunar. Til skamms tíma var námsval stúlkna í menntaskólum frekar á mála- sviði, sem síðar leiddi til þess að þær sneru sér að húmanískum fræðum í háskólum. Konur hafa einnig mikið leitað í listnám; leiklist, söng, dans, og myndlist. í framhaldi af þvi hefur konum sem stunda störf á þessum svið- um fjölgað, og er þá ekki eðlilegt að þær veljist í stjórnunarstöður? Það ætti að vera svo, en ef litið er til annarra sviða, og þá nefni ég aftur banka, þá eru konur i miklum meirihluta þeirra sem þar vinna, en afar fáar komast þar í stjórnunarstöður. Svo enn spyr ég HVERS VEGNA? Það vita allir að menningarmál hafa verið eins konar afgangsmál hjá stjórnmálamönnum sem deila úr sameiginlegum sjóðum, og menningarstofnanir hafa löngum verið íjársveltar stofnanir. Kannski hafa þær ekki verið nógu spennandi fyrir karla, enda laun á þessu sviði áreiðanlega með þeim lægri innan hins opinbera geira. I tækni- og raunvísinda- störfum tíðkast til dæmis mun meiri hlunnindi og duldar launa- uppbætur en okkur menningar- verkakonum stendur til boða. Gæti það verið hluti af skýring- unni, eða er það ekki nægilegur „status“ fyrir karl að vera ein- hvers konar menningarforstjóri? IVIun það breyta stofnunum að konur eru þar í forsvari? Fyrir 10 árum trúði ég þvi af einlægni að konur hefðu annan „stjórnunar- stíl“, kvenlegri og mýkri. Og eftir miklar vangaveltur þá kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég trúi því enn. Þær eru ekki eins rigbundn- ar í formlegheit og eru sveigj- anlegri og opnari. Það er á einhvern hátt léttara yfir stofnun sem stjórnað er af konum og það skiptir miklu máli fyrir menn- ingarstofnanir sem eiga það til að hafa yfir sé einhvern þunglama- legan hátiðarblæ. Konur eru frekar reiðubúnar til að prófa nýjar leiðir, þenja út hin viður- kenndu mörk. Við það að konur hafa starfað á minum starfs- vettvangi hefur ýmislegt breyst. Söfn eru orðin opnari, reiðu- búnari til að þjóna, m.a. börnum og hópum sem alla jafna hafa ekki sótt þangað. Þessu hafa konur sinnt í safnkennslu og safnkennarar hafa nær eingöngu verið konur. Ásýnd stofnunarinnar breytist auðvitað þegar það er kona sem kemur fram fyrir hönd hennar, t.d. í fjölmiðlum. Og ég er ein þeirra sem trúi þvi að það sé mikilvægt, vegna þess að það hefur gildi fyrir allar konur að eiga sér fyrirmyndir, ekki síst fyrir ungar stúlkur, sem geta á sjálf- sagðan og eðlilegan hátt sagt: „ég ætla að verða óperustjóri." □ 27

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.