Vera


Vera - 01.10.1992, Síða 36

Vera - 01.10.1992, Síða 36
MYNDLIST HELENE SCHJERFBEC „Það sem er dýpst í hverjum manni, hið ástríðufulla, vildi maður svo gjarnan setja á mynd, og svo fyrirverður maður sig, og svo getur maður það ekki, og er kona." í bréfi til vinar um 1920. Listasafn íslands minnist 75 áira afmælis flnnska lýðveld- isins með sýningu á flnnskri aldamótalist. Sýningin, sem var opnuð þann 17. október, stendur til 6. desember. Finnar tala um tímabilið frá 1880 til 1910 sem „Gull- öldina“ í myndlist sinni og það er ekki að ástæðulausu. Breiddin í myndlist var mikil og snillingar óvenju margir. Hvergi á Norðurlöndum voru jafn margar konur í fremstu röð myndlistarmanna eins og í Finnlandi, eins og sjá má á sýningunni í Listasafninu. Ein þeirra er Helene Schjerfbeck sem í dag er talin einn at- hyglisverðasti listamaður Norðurlanda. Sýnlngar á verkum hennar hafa slegið í gegn um allan heim. Stór sýning var á verkum hennar í Ateneum, ríkislistasafninu í Helsingfors sl. vetur og um þessar mundir er stór yflrlits- sýning á verkum hennar á ferð um Bandaríkin. Helena, eins og hún var skírð, fæddist í Helsingfors árið 1862. Hún var af alþýðu- fólki, hún átti einn eldri bróður, faðirinn var skrif- stofustjóri hjá járnbrauta- verkstæðinu og móðir hennar húsmóðir. Þegar Helena var íjögurra ára datt hún í stiga og meiddist illa á mjöðm. Meiðsl- in öngruðu hana það sem eftir var og komu m.a. í veg íyrir að hún gæti stundað venjulegt skólanám. Erflðleikarncir við að hreyfa sig ollu bæði líkam- legri og andlegri heftingu. Faðir hennar dó þegar hún var 14 ára og uppfrá þvi varð móð- irin að framfleyta íjölskyld- unni með heimavinnu. Helena var aðeins 11 ára gömul þegar hún innritaðist í listaskóla enda var hún yngsti nemandinn og þótti bráð- efnileg. Þar kynntist hún m.a. lista- og kvenréttindakonunni Helenu Westermarck og urðu þær vinkonur fyrir lífstíð. Vegna bágs efnahags íjöl- skyldunnar var Helena háð styrkjum og verðlaunum. Skólasystur hennar fóru allar til Parísar og hún var svo heppin að fá ferðastyrk og geta farið á eftir þeim, aðeins 18 ára að aldri. Þegar hún kom til Parísar breytti hún nafni sínu í Helene. 36

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.