Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 14
Námskeiði nýbúa var að Ijuka hja Namsflokkum Reykjavíkur og þátttakendur kvöddust innilega. Guðrún Halldórsdottir asamt samstarfsfólki af námskeiðinu Kúnur ctb sœkja nám&kaib Hver man ekki eftir saumaklúbbunum gömlu og góðu, þessu eina kvöldi í mánuði sem vinkonur eyddu saman fjarri karli og börnum? Þá var f jarnan tekið í bannyrðir og þaðan er sauma- lúbbsnafnbótin auðvitað komin. Þessi þörf kvenna fyrir uppbyggilegar samverustundir með þeirra bafa komið alls konar námskeið sem konur scekja gjarnan í hópum. Og úrvalið er nóg. Á námskeiðunum, sem í boði eru hvern vetur, er hcegt að lcera svo til hvað sem konum dettur í hug; útsaum, tungumál, smíðar, líkamstjáningu, u, glerskurð o.s.frv. A þessi námskeið lyrpast þeízkingarþyrstar konur. Það er svo til sama inn á hvaoa námskeið er litið - alls staðar eru konur í meirihluta. Viðtöl: Sólveig Jónasdóttir Myndir: Bára Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, var spurð um hina miklu þátttöku kvenna. „Jú, það er rétt, konur eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin okkar, eða um 70-80% þátttakenda. Það er einungis á nám- skeiðum eins og bókbandi sem karlar eru í meirihluta. Ég held að þetta stafi helst af því að konur hafi styttri og brotnari menntun en karlar. Þeir hafa yfirleitt klárað sitt nám fyrst, til þess að geta snúið sér að því að sjá fyrir fjölskyldunni, meðan konan hefur sinnt barnauppeldinu. Þegar börnin eru komin á legg finnur konan oft hjá sér þörf til þess að bæta við sig og mörgum finnst auðveldara að byrja nám á námskeiði. Þetta er kannski einhvers konar arfur fortíðar. Nú má ekki skilja orð mín þannig að námskeiðin sæki einungis eldri konur sem eru „búnar" með barnauppeldið. Til okkar kemur líka stór hópur ungra kvenna sem finna hjá sér þörf til að bæta við sig og sækja námskeið á kvöldin, þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður heimafyrir. Þær taka fremur námskeið sem gefa prófstimpil því slíkt hefur meira gildi fyrir atvinnumarkaðinn." Hvers vegtta velja konur frekar að scekja námskeið en að skrá sig í hefðbundið nám? „Ég heyri konurnar tala um að námskeiðakerfið sé gott sem millistig milli heimilis og opinberra skólastofnana. Margar þeirra sem síðar hafa t.d. lært til sjúkraliða, hafa byrjað hérna hjá okkur. Þetta eru þær konur sem eru að sækja námskeið til að auka atvinnumöguleika sína. Síðan eru aðrar sem koma á frístundanámskeiðin og oft eru þær þá að læra eitthvað sem þær hefur lengi dreymt um, hvort sem það er myndlist, tungumál eða glerskurður." i4 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.