Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 21

Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 21
Ottó Sverrisson frá Ábyrgum feðrum Um þesar mundir er aðhlynning, menntun og uppeldi barna efst á baugi í þjóðmálaumræðunni. Um langa hríð hafa Islendingar sofið værum Þyrnirósarsvefni þegar þessi þýðingar- miklu málefni hefur borið á góma. Upp- ljóstrarnir um kynferðislegan óþokka- skap, laka frammistöðu í skóla og nú upp á síðkastið meint harðræði gegn börnum á uppeldis- og meðferðarstofnunum virð- ist um síðir hafa raskað hinum væra blundi landans. Skýrsla dómsmálaráðu- neytis um ofbeldi á íslenskum heimilum veldur andvökum. Nú má íslensku þjóð- inni vera ljóst að í þessum efnum sem fleirum kippir okkur í kyn nágranna- þjóða. Ein tegund ofbeldis hverfur þó æði oft í skuggann en það er ofbeldi mæðra og stjórnsýslunnar gagnvart feðrum og börn- um - hið „týnda“ ofbeldi. í kvennabáráttunni hér á landi hefur hið lagalega misrétti gegn feðrum, með til- liti til forsjár barna og umgengni við þau, sjaldan borið á góma. Raunar er það svo á rétti feðra? að misrétti þetta var fyrst numið úr lögum fyrir örfáum árum. En því miður sér þess varla stað í stjórnsýslunni ennþá. Og eigi heldur hafa kvenfrelsissinnar á íslandi viljað í alvöru ljá máls á eindregnum stuðningi við feður og börn í þessu efni. En víkjum þá að stjórnsýslunni. Flestir foreldrar ráða forsjá barna sinna til lykta í samkomulagi hjá sýslumanni við skilnað eða sambúðarslit. Um 6% feðra hlýtur for- sjána en 94% mæðra. I stjórnsýslunni er þetta oft og tíðum talið gefa til kynna ein- lægan vilja feðra. En samkvæmt íslenskum og erlendum rannsóknum fer því víðs fjarri. Meirihluti forsjárlausra feðra er sáróánægður með útfærslu umgengnisrétt- arins. Sú skýring, sem undirritaður vill benda á og telur að eigi við í flestum tilvik- um, er að annað tveggja séu væntingar til feðra í þessa veru svo sterkar hjá barns- móður og stjórnsýslunni að þeir telji sig til- neydda að láta í minni pokann, eða að þeir séu ennþá fórnarlömþ síns eigin gamla karlhlutverks, þ.e.a.s. að það að vernda, verja og afla sé uppeldinu mikilvægara. Samningsstaða feðra er því miklu lakari. Sæki feður í sig veðrið og krefjist forsjár barna sinna fyrir dómstóli eða í dóms- málaráðuneyti, er útlitið ekki sérlega bjart. I um 20% tilvika geta þeir búist við að hljóta náð fyrir augum dóms eða yfir- valda, en ekki helmingur þeirra, væru lík- ur þær sömu. Trúi menn því á annað borð að feður séu metnir að verðleikum jafnt og Álitamál mæður, er hér augljóst óréttlæti og lög- leysa á ferðinni. í nýlegu dæmi var umgengnisréttarúr- skurður sifjadeildarinnar í Reykjavík kærður til dómsmálaráðuneytis, eftir fjögurra mánaða afgreiðslubið. Á skrif- andi stundu hefur umrædd kæra verið hart nær fimm mánuði til umfjöllunar í ráðu- neytinu. Slík biðstaða er afar óheppileg og jafnvel skaðleg sambandi föðurs og barns. Alvarleg umgengnisréttar- brot mæðra Tólfunum kastar þó þegar umgengnisrétt- arbrot mæðra gegn feðrum og börnum þeirra eru skoðuð. Þau eru því rniður ekki fátíð og mörg þeirra alvarleg. Viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru máttlítil, þannig að mæðrum lýðst jafnvel hið skelfilegasta ofbeldi af þessu tagi. Ný- genginn hæstaréttardómur gefur vísbend- ingar. Þar var móður er brotið hafði um- gengnisrétt á barni og föður árum saman og var orðin gjaldþrota sökum sekta, dærnd áframhaldandi forsjá barna sinna. Greinarhöfundur á mörg áþekk dæmi í fórum sínum. I þessu sambandi virkar það grátbroslegt að íslenskir embættismenn og alþýða manna skuli setja sig á háan hest gagnvart Tyrkjum. Islenska kerfið virðist á engan hátt betur í stakk búið en það tyrkneska til að koma lögum yfir of- beldisfull forsjárforeldri, sem oftast eru mæður. Því eru feður einnig að þessu leyti ójafnir mæðrum fyrir lögum. Að svo komnu máli er rétt að benda ykkur, lesendur góðir, á niðurstöður rann- sókna sem í veigamiklum greinum eru til- tölulega samhljóma: Feður eru engu síður færir en mæður um að axla uppeldislega ábyrgð á afkvæmum sínum og eru kornabörn þar ekki undan- skilin. Vísbendingar sýna meira að segja að þeirn fari það heldur betur úr hendi en mæðrunum. Börnum sem ekki alast upp í nánu sambandi við feður sína er hættara við röskun í manngerðarþroska. Einkum á það við urn kynþroskann. Islensk börn eru sorglega oft í ógnvænlegu „karla- og föð- ursvelti.“ Á leikskólum og í neðstu bekkj- um grunnskóla einkanlega, nema börn nær einvörðungu við hné kvenna. Það gefur auga leið að slíkt er afar óheppilegt ungum börnum af báðum kynjum. Oftast er meiri friður um börn er búa hjá feðrum sínum. Þau hafa sömuleiðis meiri tengsl við ættingja umgengnisfor- eldrisins. Það stuðlar að betra jafnvægi og heilsufari. Einstæðir feður eru oftar heldur betur efnum búnir en mæður í sömu stöðu. Það er vissulega samfélagsbundið óréttlæti, sem kippa þarf í liðinn hið fyrsta. En það er engu að síður staðreynd. Betri efni geta gefið fyrirheit unt betri þroskaskilyrði. Ennfremur eru einstæðir feður yfirleitt í betra andlegu jafnvægi en mæður í sömu stöðu. Að þessu sögðu skýtur það því óneitanlega skökku við að einstæðum feðrum á íslandi skuli fækka, meðan þeim fjölgar í Bandaríkjunum, einkum feðrum yngstu barnanna. Efla þarf þekkingu og hæfni sýslumannsembætta Að mínum dómi er rík þörf úrbóta í þess- um málaflokki. Stjórnsýsluna þarf að ein- falda til rnuna og jafnvel einskorða við eitt stjórnsýslustig (sýslumenn). Ennfremur þarf að stór efla þekkingu og hæfni sýslu- mannsembættanna til að takast á við svo viðkvæm og örlagarík mál. Mikilvægt er að innleiða lagaskyldu um ráðgjöf og sáttaumleitan. Alla lausa þræði við skilnað þarf að hnýta samtímis. Takist stjórnsýslunni ekki að sætta foreldra, ber dómstóli að taka við. Skýra þarf í lögum (fremur en reglugerð) grundvallarhugtök eins og þörf og rétt barns og jafnrétti for- eldra. Löggjafinn þarf einnig að skýra hugtakið „stigbundin uppeldishæfni.11 Eins og sagan hefur margsinnis leitt í ljós er úrskurðarvald barnaverndarnefnda óheppilegt, einkum fyrir þær sakir að þeim er einnig ætlað að veita ráðgjöf þeim hinum sömu foreldrum og þær kunna síð- ar að beita valdi. Að sönnu er það með öllu óþolandi fyrir starfsmenn og skjól- stæðinga. Því er það, að sá er hér heldur á penna leggur til að úrskurðarvald barna- verndarnefnda verði afnumið. Barna- verndarráð yrði þá einnig óþarft. Ymsum breytinguin má hrinda í fram- kvæmd nú þegar. Fækka ber konum, sem um þessi mál fjalla í stjórnsýslunni. „Kvennaherdeildina“, þ.e.a.s. sifjadeild Sýslumanns í Reykjavík og samsvarandi „kvennadeild“ í dómsmálaráðuneytinu, þarf að endurskipuleggja og fjölga körlum. Sörnu örlög þyrfti kvennanefndin að hljóta sem situr við að endurskoða barnalögin. Gagnrýnin sjálfsskoðun í stjórnsýslu og réttarkerfi er að öðru leyti brýn nauðsyn. Og síðast en ekki síst. Kvenfrelsishreyf- ingin, sent ég álít vera eiginlegan samherja, mætti opna augun fyrir þessu „gleymda" misrétti gegn feðrurn og börnum og rétta hjálparhönd, þó ekki væri nema fyrir þær sakir að aukinn fjöldi forsjárfeðra stuðlar vafalítið að fjölgun atvinnutækifæra handa konum og jöfnun launa. v ra 2i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.