Vera - 01.08.1997, Side 42
Af vinnu, ást og valdi
Nú á tímum, þegar hin sýnilega kvenna-
harátta er í töluverðri lcegð og konur að
velta fyrir sér hvað komi ncest, er tími til
að líta um öxl, skoða hvað hefur verið
gert og spá fyrir um framtíðina. Hvað er
mikilvcegt fyrir konur í dag? Hvernig öðl-
ast þcer völd og áhrif? Er sjálfsmynd
ungra kvenna á einhvern hátt ólík kyn-
slóðinni sem á undan kom og hefur það
áhrif á kvennaharáttunna?
/
Italska fræðikonan Donalda Frances-
cato, sem rak á fjörur Kvennalista-
kvenna á dögunum, er einmitt að
spyrja sig þessara spurninga. Don-
alda er prófessor í samfélagssálfræði
við Rómarháskóla. Hún er að skrifa bók
sem hefur vinnuheitið Power, Love and
Work. Bókin er byggð á könnun, sem gerð
var á meðal karla og kvenna í mismunandi
starfsstéttum á Ítalíu, þar sem verið er að
kanna tengslin á milli starfa annars vegar og
þess hvort fólki finnist það hafa áhrif og
völd hins vegar. Donalda og starfsfélagar
hennar eru sérstaklega að velta fyrir sér
hvort konur og karlar fái völd og áhrif á
mismunandi forsendum og hvort kynbund-
inn munur sé á því hvort fólki finnist það
geta haft áhrif á umhverfi sitt.
Niðurstöðurnar komu í sjálfu sér ekki á
óvart. Karlar á Ítalíu upplifa sig í öllum til-
vikum valdameiri en konur. Þær konur sem
upplifðu sig valda- og áhrifamestar voru
stjórnmálakonur, en konur í hefðbundnum
umönnunarstörfum finnst þær hafa minnst
áhrif og völd. Það kemur heldur ekki á
óvart að fyrir karla er valdið lykillinn að að-
dáun og ást kvenna, en því er þveröfugt
farið með konur. Á Ítalíu virðist það út-
breidd skoðun að valdamiklar konur séu
líka ástlausar, karlar hræðist eða vilji ekki
tengjast konum sem eru í áberandi valda-
stöðum. Þetta setur konur í þá aðstöðu að
þurfa að velja á milli ástarinnar og þess að
hasla sér völl á opinbera sviðinu.
Töjum við of lítið um ástina
á Islandi?
Við, sem á fundinum vorum, Ientum í hálf-
gerðum vandræðum við að heimfæra þetta
upp á íslenskar aðstæður. Það eru ekki ný
sannindi að valdamiklir karlar séu vinsælir
meðal kvenna, en helst stjórnmála- og at-
hafankonum á fslandi ver á elskhugum en
öðrum konum? Tölum við kannski allt of
lítið um ástina á íslandi? í framhaldinu var
því velt upp hvort þarna væri að finna eitt
svarið við því af hverju kvennabaráttan skil-
ar sér svo illa á milli kynslóða. Eru ungar
konur ekki tilbúnar að velja völdin fram yfir
ástina?
Donalda segir að konur á Ítalíu séu bæði
að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og
þær séu einnig færri í áhrifastöðum í at-
vinnulífinu nú en fyrir nokkrum árum síð-
an. Á sama tíma liggi kvennabarátta á ítal-
íu að mestu leyti niðri og konum finnist það
mikilvægara að giftast og eignast fjölskyldu
en að hafa áhrif og völd.
Ungar konur sækja í áhrif
og völd
Ein afleiðing þessa er að hin „mjúku gildi“,
sem hafi verið eignuð konum frekar en körl-
um, eru ekki í hávegum höfð þar sem verið
er að taka ákvarðanir sem varða samfélagið
allt. Ef framtíð mannkyns veltur á því að
við snúum af braut sérhyggju og eiginhags-
muna til meiri samhjálpar og umhyggju er
mikilvægt að konur séu þar sem ráðum er
ráðið. Við, íslensku konurnar, gátum sem
betur fer sagt henni aðrar sögur, þótt auð-
vitað gangi kvenfrelsisbaráttan allt of hægt
hér eins og annars staðar. Vaxandi einstak-
lingshyggju hér á landi hefur fylgt aukin
sókn kvenna í nám og störf sem geta tryggt
þeim völd og áhrif í framtíðinni. Á sama
tíma er umræðan um uppeldishlutverk karla
og föðurábyrgð að verða meira áberandi.
Þótt sú umræða skjóti einstaka sinnum upp
kollinum að ungar konur leiti inn á heimil-
ið í meira mæli, sem gæti þýtt að konur velji
ástina fram yfir áhrif og völd, er enn sem
komið er a.m.k. engin tölfræði sem styður
þá goðsögn. Þvert á móti virðist sem ungar
konur séu að þroska þær hliðar í sér sem
hægt sé að líta á sem „karlegar“ og karlar
að setja spurningarmerki við hina þröngu
skilgreiningu karlmennskunar, fyrirvinnu-
hlutverkið. Þessi staða getur svo sannarlega
fætt af sér frjósama umræðu á milli kvenna
og karla um stöðu sína í samfélaginu og
væntinga til lífsins. Vonandi verður það til
þess að allir, bæði konur og karlar, hafi
raunverulega tækifæri til að þroska hæfi-
leika sína og geti látið drauma sína rætast.
dhk.
42 v ra