Vera - 01.08.1997, Side 26

Vera - 01.08.1997, Side 26
*t/iöta I Rauði krossinn er stcersta mann- úðarhreyfing heims með um 130 milljónir félagsmanna og sjálf- boðaliða í 169 löndum. Rauði krossinn hér á landi er gríðarlega öflugur og eru félagsmenn um 18 þúsund í 50 deildum um land allt. Að baki RKI standa tvcer öflugar konur. Sigrún Arnadóttir sem er tceplega fertug og tók við stöðu framkvcemdastjóra RKI fyrir fjór- um árum og Anna Þrúður Þorkels- dóttir sem er um sextugt, en hún l er nýkjörin formaður RKI. Þcer eru fyrstu konurnar hér á landi sem gegna þessum stöðum. Veru lék forvitni á að kynnast þessum konum og vita úr hvaða jarðvegi þcer vceru sprottnar. Agla Sigríður Björnsdóttir hitti þcer að máli KONURNAR AÐ BAKI RAUÐA KROSS RAGNAR BJORNSSON ehf Dalshrauni 6 • 220 Hafnarfjörður Símar 555 0397 • 565 1740 Fax 565 1740 ár í fararbroddi Anna Þrúður er fædd austur á Héraði, í Jökuldal í N-Múla- sýslu. Hún gekk í skóla á Akur- eyri en fór svo til Englands og vann þar sem gangastúlka á geð- veikrarhæli. Hún er alin upp á þeim tíma að það þótti lúxus að fara til útlanda og gjarn- an hefði hún viljað fara í menntaskóla. „Pabbi minn veiktist á þessum tíma og efna- hagurinn var ekki góður, né heldur voru nein námslán," segir Anna Þrúður. „Mig langaði til þess að mennta mig og vinna fyrir mér. Ég komst í gegnum kunningsskap í vist hjá forn- leifafræðingi, sem var vinkona Agöthu Christie. Ég er nú ekki erfið í sambúð en ég gekk úr vistinni með höfuðhnykk og réði mig á geðveikrahæli. Þegar ég svo kom heim fór ég að vinna á Akureyri, síðan hjá Loftleiðum sem flugfreyja, þá um tvítugt. Á þeim tíma máttu flugfreyjur hvorki vera orðnar þrítug- ar né giftar. Um það leyti sem ég hætti voru fyrstu giftu stúlkurnar að koma til starfa og þegar að ungur karlmaður kom svo og gerð- ist flugþjónn, þá var ekki minnst á þetta meir.“ Sigrún er fædd 1960, fædd og uppalin á Eskifirði og er því Austfirðingur eins og Anna Þrúður. Sigrún er næst yngst í hópi fimm systkina og þegar kom að því að fara í menntaskóla fluttist hún til Reykjavíkur. Hún eignaðist dóttur á fyrsta ári sínu í menntaskóla en hélt áfram námi. „Ég fékk töluverðar úrtölur frá öðrum en fjölskyldu minni, að þetta væri nú ekkert vit að ætla í framhaldsskóla við þessar aðstæður, en það gerði mig bara ákveðnari í að fara,“ segir Sigrún. „Að loknu stúdentsprófi fór ég til Grindavíkur og kenndi þar í tvo vetur, síðan flutti ég aftur til Reykjavíkur og fór í félags - og fjölmiðlafræði í Háskólann. Eftir að ég hóf nám í Háskólanum fór dóttir mín, sjö ára, til foreldra minna austur á Eskifjörð. Hún ílengdist hjá þeim og stundaði sitt grunnskólanám þar. Þótt mér hafi ekki vaxið það í augum að eiga ung barn og stunda jafn- framt nám fjarri heimaslóðum, þá reyndist það mjög erfitt tilfinningalega að vera svona oft fjarri dóttur minni. Foreldrar mínir hafa svo sannarlega reynst okkur betri en enginn og þetta fyrirkomulag var best fyrir hana á þeim tíma. Við búum nú saman mæðgurnar og Auður stundar nám í Hamrahlíðinni eins og ég gerði forðum. Ég fann það kannski best þegar hún kom til baka hvað ég hafði sakn- að þessarar daglegu umgengni. Eftir að ég lauk prófi frá Háskólanum fór ég að vinna hjá fjölmiðlafyrirtækinu Kynning og mark- aður, vann þar í tvö ár og þar kynnist ég Rauða krossinum, því að við sáum um út- gáfu blaðsins þeirra. Ég var reyndar líka í sjálfstæðri blaðaútgáfu um tíma, tók að mér útgáfu fréttablaða og kynningarefnis. Mér var síðan boðin vinna hjá Rauða krossinum við fræðslu og kynningarmál og starfaði við það í u.þ.b. tvö ár. Ég var „lánuð" í tæpt ár til kanadíska Rauða krossins, sem var um leið starfsþjálfun fyrir mig og var mjög gott að fá að kynnast hvernig Rauði krossinn starfar annarsstaðar. Þegar ég kom heim var staða framkvæmdastjóra RKÍ laus og leysti ég af til að byrja með. Ég hafði verið nýráð- in deildarstjóri í innanlandsdeild. Síðan sótti ég um framkvæmdastjórastöðuna, fékk hana og hef sinnt því starfi í fjögur ár.“ Þær völdu ólíkar leiðir til að byrja með, því Sigrún fór strax í skóla og út í atvinnulífið, 26 wya

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.