Vera - 01.08.1997, Side 47

Vera - 01.08.1997, Side 47
Arnbjörg ísleifsdóttir stuðningsfulltrúi á sambýli og Gunnvör Björnsdóttir svæða- nuddari og starfsmaður á bókaforlagi stað- festu samvist sína 3. janúar 1997. Þær höfðu þá búið saman í tíu ár. Hulda Jóna Birgisdóttir starfstúlka á slysadeild og Sara Dögg Jónsdóttir leiðbeinandi á leikskóla staðfestu samvist sína 31. maí 1997 og héldu veglega veislu af því tilefni. Á mynd- inni sést Sara Dögg draga hring á fingur Huldu Jónu. Jóhanna Björg Pálsdóttir garðyrkjukona og Lana Kolbrún Lddudóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu staðfestu samvist sína um leið og það var hleimilt, eða 27. júní 1996, en þær höfðu þá búið saman í átta ár. Athöfnin fór fram á heirn- ili þeirra að viðstöddum foreldrum þeirra og afa Lönu. Jgurður R. Sigurðsson skrifstofumaður og Percy B. Stef- ^nsson forstöðumaður staðfestu samvist sína 27. júní y96 og tóku síðan þátt í veislu sem Samtökin '78 héldu íI 0rgarleikhúsinu. Þeir höfðu þá búið saman í 17 ár. Þann 19. maí 1997 héldu þeir Heimir Már Péturs- son, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, og Jón Árni Jóhannesson, þjónn, veislu á Jómfrúnni og þangað mætti Alma Sverrisdóttir fulltrúi sýslu- manns og gaf þá saman. Þess má geta að svara- maður Heimis Más var Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. Heimir Már og Jón Árni höfðu búið saman í sjö og hálft ár. °hanna Ríkey Sigurðardóttir húsgagnasmiður og Valgerður Ólafsdóttir nfstofijmaður staðfestu samvist sína 16. nóvember 1996 og héldu l°tnenna veislu af því tilefni. Þær höfðu þá búið saman í sex og hálft ár. Þann 23. nóvember 1996 fór stað- festingarathöfn fram á Reykjavíkur- tjörn. Það voru þeir Jakob Jakobs- son og Guðmundur Guðjónsson veitingamenn á Jómfrúnni sem stað- festu samvist sína að viðstöddu fjöl- menni. Þeir höfðu þá búið saman í Marteinn Tryggvason forstöðumaður á sambýli og Vignir Jónsson kennari staðfestu samvist sína 5. júlí 1997. At- höfnin fór fram á heimili þeirra og voru foreldrar þeirra viðstaddir. Síðan var farið í „gumaferð" til Akureyrar.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.