Vera - 01.08.1997, Page 17
/
fítak a& breyta a
Á hverju hausti fyllast síður dagblaðanna
af auglýsingum frá líkamsrœktarstöðvum.
Urvalið er ótrúlegt; allt frá kínverskri
leikfimi til erfiðra þrekcefinga, spinning,
fitubrennsla, jóga, afrískir dansar o.fl.
o.fl. Þessar auglýsingar ýta við mörgum
til að skrá sig í holla hreyfingu og búa til
samviskubit hjá hinum sem ekki gera það.
Síðastliðinn vetur gekk yfir nýtt æði í lík-
amsrcektinni, eins konar keppni í því að
léttast. Ófáir vinnustaðahópar og sauma-
klúbbar dirfu sig í líkamsrcekt og eins lík-
legt að meðalþungi landans hafi minnkað
heil ósköp.
essa ásókn í fitubrennslu er auðvelt að skilja þegar flett er
nýjustu tískublöðunum. Fyrirsæturnar eru margar hverjar
„mjög“ grannar, svo ekki sé meira sagt. Það virðist ennþá
langt í land að „mjúka konan“ komist aftur í tísku. í síð-
asta tölublaði VERU mátti lesa um nýjar rannsóknir sem
benda til þess að örlítil umfram fita sé kannski ekki svo hættuleg eft-
ir allt saman. En hvers vegna þá þessi ásókn í fitubrennslunámskeið-
in? Það er erfitt að trúa því að konurnar sem fylla líkamsræktarsali
um allt land séu að leita eftir því að líkjast brothættum fyrirmynd-
unum í Vogue eða Marie Claire. Mér er miklu nær að halda að þær
séu í hreinni sjálfsræktun með kjörorðin „heilbrigð sál í hraustum
líkama“ að leiðarljósi. VERA heiinsótti Stúdíó Ágústu og Hrafns og
bar áhyggjur sínar undir Ágústu Johnson, sem kunn er fyrir áhersl-
ur sínar á heilsu- og líkamsrækt, og spurði hana einfaldlega: Eru ís-
lenskar konur alltof feitar, eða hvað?
„Já, íslendingar eru of feitir, líklega er umframfitan að meðaltali
þrjú kíló á íslending. Enda ekkert skrýtið þegar horft er á úrval
skyndibitastaðanna hér á landi. Ætli það séu ekki u.þ.b. þrír veit-
ingastaðir sem selja grænmetisfæði á móti hundrað skyndibitastöð-
um. Eg er samt sannfærð um að flestar konur sem stunda líkamsrækt
eru ekki að því til að ná fyrirsætuútlitinu. Það er aðeins 1% kvenna
í heiminum sem þannig eru vaxnar. Fyrirsæturnar eru ýkt útgáfa af
því sem þykir fallegt og gegna í raun sama hlutverki og gínur eða
herðatré. Fötin sem þær eru að sýna líta einfaldlega betur út á mynd,
ef þær eru grannar."
Er þetta endalausa tal um fitubrennslu samt ekki neikvcett? Fita er
orðið eitthvað sjúklega óœskilegt í bugum okkar, er ekki hægt að
auglýsa holla hreyfingu fyrir konur á einhvem annan hátt?
„Það kemur mér á óvart að þér finnist fitubrennsla neikvæð. Mik-
ið af konum kemur til okkar á þessi námskeið og við leggjum áherslu
a jákvæða uppbyggingu, með fræðslu um hreyfingu og mataræði, og
svo auðvitað æfingar. Eg gæti trúað að 90% þeirra sem fara á svona
namskeið upplifi þau sem jákvæð. Sjálfsmyndin byggist að rniklu
leyti upp á útlitinu og fyrir flesta er átak að breyta um lífsstíl. Það
hefst ekki með því að benda einungis á hollustuna. Auglýsingar um
líkamsrækt sem höfða til útlitsins virka einfaldlega betur á fólk.“
Hefur þú sjálf alltaf verið svona meðvituð um líkamsrækt og holla
h'fshætti? Eða er þetta of mikil satnviskuspurning?
>,Nei, nei ég byrjaði að stunda líkamsrækt fyrir mörgum árurn, en
það er ekki fyrr en allra síðustu árin að ég hef farið að hugsa um
mataræðið. Það er ekkert alltaf auðvelt að halda í við sig. Ég er til
dæmis mikill sælkeri og á oft erfitt með að hemja mig, þó það verði
alltaf auðveldara með aldrinum."
Einhver góð ráð að lokum?
„Já, þetta klassíska. Farðu aldrei fara af stað í líkamsrækt með
einhverju offorsi, finndu eitthvað sem þú hefur ánægju af að stunda
og finndu þinn eigin hraða. Að breyta urn lífsstíl er langtímaverk-
efni.“
Dönskuskólinn
Stórhöföa 17
Dönskuskólinn er nú að hefja ný
námskeið, bæði fyrir byrjendur og þá
sem vilja bæta við sig kunnáttu og
þjálfun. Hagnýt dönsk málnotkun
kennd í samtalshópum þar sem
hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer
kennsla fram í 2 tíma tvisvar sinnum
í viku. Einnig verða haldin stutt
námskeið fyrir unglinga, sem vilja bæta sig í málfræði
og framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða
annars konar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri
dönsku.
( haust hefjast sérstök námskeið þar sem aðaláherslan
er lögð á bókmenntir og verða þeir tímar 1 sinni í viku.
Innritun í síma 5677770 eftir kl. 13.00 og einnig eru
veittar upplýsingar í síma 5676794.
Auður Leifsdóttir, cand. mag. hefur margra ára reynslu í
dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla
íslands og Kennaraháskóla (slands.
17