Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 9
X
ynjaskiptur
vinnumarkaður
krónur til náms á fyrsta háskólastigi og fengum 15
umsóknir,“ segir Guðmundur. „Þessi styrkur verður
veittur árlega, að minnsta kosti á meðan ástandið er
svona í greininni. Jafnréttisáaetlunin er að öðru leyti
í mótun hjá okkur en eitt af því helsta sem við viljum
gera er að reyna að jafna tekjur á milli kynjanna með
því að draga úr yfirvinnuþættinum. Það er aðallega
þar sem launamunurinn kemur fram.“
Erfítt að stýra námsvali
Skortur á konum í stétt verkfræðinga kemur ekki á
óvart þegar litið er á innritunartölur í Háskóla ís-
lands. Sumar greinar innan Háskólans eru nær ein-
okaðar af öðru kyninu og er verkfræðin ein þeirra.
Konur eru aðeins 16% nema í verkfræði og hlutur
þeirra virðist lítið sem ekkert vera að aukast því af
skráðum nýnemum í verkfræðideild í júní 1997 voru
106 karlar en 11 konur. Það er þó hjúkrunarfræðin
sem á „vinninginn" í kynjaskiptingunni, því þar eru
alls fimm karlmenn skráðir til náms á móti 426 kon-
um! Háskólaráð setti haustið 1995 á stofn milli-
fundanefnd um jafnréttismál og var formaður henn-
ar Valgerður Edda Benediktsdóttir, fræðimaður við
Raunvísindastofnun Háskólans. Nefndin vann drög
að jafnréttisáætlun og lagði meðal annars til að jafn-
réttisnefnd yrði komið á fót sem einni af fastanefnd-
um háskólaráðs. Sú tillaga náði fram að ganga og
mun nýja jafnréttisnefndin hafa tillögurnar að leiðar-
ljósi við störf sín, að sögn Valgerðar.
„Það er erfitt að eiga við skiptingu kynjanna eftir
námsgreinum því það er eiginlega ekkert hægt að
stýra inntöku nemenda," segir hún. „Það þarf ekkert
nema stúdentspróf til að komast inn í skólann, nema
í greinum þar sem fjöldatakmarkanir eru. Erlendis
veit ég til þess að notaðir séu einhvers konar kynja-
kvótar í háskólum og þá tekið inn það kynið sem
minna er af í tiltekinni námsgrein. En það myndi
varla ganga hér. Það yrði bókstaflega allt vitlaust.“
Valgerður bendir á að mikið hafi þegar áunnist í
jafnréttismálum í Háskóla íslands sem megi meðal
annars sjá á auknum hlut kvenna í ýmsum greinum,
svo sem lögfræði, viðskipta- og hagfræði og læknis-
fræði. „Það er ekki svo langt síðan að það voru mjög
fáar konur í Háskólanum yfirleitt en nú er hlutur
kvenna um eða yfir 40% í mörgum deildum. Það er
helst í hjúkrunarfræði, verkfræði og einhverjum
greinum innan raunvísindadeildar þar sem hlutur
annars kynsins er þriðjungur eða minna. Þetta eru
þær greinar þar sem aðgerða er helst þörf.“
Jafnréttisáætlunin tekur einnig til launajafnréttis
og stöðuveitinga við Háskóla íslands en meirihluti
háskólakennara eru karlmenn. Þeir eru yfir 90%
prófessora en konum hefur þó fjölgað nokkuð und-
anfarin ár í lektorsstöðum og eru nú um helmingur
lektora. „Þær konur sem eru lektorar núna eiga eftir
að vinna sig upp og verða dósentar og prófessorar,"
segir Valgerður. „Þetta er að koma að einhverju leyti
en það þarf að hjálpa til og þess vegna var þessi áætl-
un gerð.“
Karlmenn fást ekki fyrr
en kaupið hækkar
Utan háskólastigsins er kennararstarfið að mestu
leyti kvennastarf, sérstaklega í grunnskólum. Á árun-
Kynjaskipting eftir námsgreinum
342
444
Karlar
Konur
825
802
488
0
205
156
■o
ffl
254
196
£
413
257
35
17
235
44
£
ffl
£
454
281
<b
%
<n
■o
>
Heimild:
Kennsluskrá
Háskóla íslands
1997-1998. Miöaö
er viö heildarfjölda
nema skólaáriö
1996-1997.
um 1974 til 1994 útskrifuðust alls rúmlega 2000
manns með kennarapróf og kennsluréttindi frá KHÍ
og HÍ. Þar af voru nær 80% konur en aðeins rúm
20% karlar. Erla Kristjánsdóttir, námsstjóri Kenn-
araháskóla íslands, segir kynjahlutföll í kennaranámi
lítið hafa breyst undanfarin ár. „Upprunalega var
kennarastarfið kvennastarf eins og öll umönnunar-
og þjónustustörf," segir hún. „Karlmenn voru að
vísu á tímabili fleiri í kennarastéttinni en nú, en þeir
voru aldrei í meirihluta hér á íslandi. Karlmönnun-
um fjölgar þó þegar komið er upp í framhaldsskóla
og á háskólastiginu eru karlmenn í meirihluta.“
Kannanir hafa bent til þess að mörg börn, sérstak-
lega stráka, vanti karlkynsfyrirmyndir. Fjöldi barna
er alinn upp af einstæðum mæðrum, eða á heimilum
þar sem faðirinn er lítið heima. Síðan fara þau til
dagmömmu, á dagheimili, í leikskóla og loks í skóla,
þar sem flestir eða allir starfsmennirnir eru kven-
kyns.
„Þetta er vandamál, sérstaklega með yngstu krakk-
ana,“ segir Erla. „Sumir litlir strákar sjá ekki karl-
mann nema í fjarlægð. Það er þó jákvætt að konum
hefur fjölgað í skólastjórastöðum, sérstaklega hér í
Reykjavík. Það er því af sem áður var þegar allir
skólastjórar eða yfirkennarar voru karlmenn en kon-
urnar kennarar. Það kenndi krökkunum að tengja
karlkynið við valdastöður og því er þessi breyting til
batnaðar."
Erla sagði ekki standa til að hafa kynjakvóta og
taka fremur karlkynsnemendur inn í skólann, eins og
dæmi eru um annars staðar á Norðurlöndum. „Und-
anfarin ár höfum við verið með þrefalt fleiri umsækj-
endur en komast inn í skólann og það er eingöngu
farið eftir hæfni þegar valið er úr þeim hópi. Við höf-
um ekki góða reynslu af því að taka inn karlmenn
sem standa ekki eins vel að vígi og konurnar.“
En hvemig er þá hcegt að jafna hynjaskiptingu
innan kennarastéttarinnar?
„Ég held að þetta breytist ekki nerna launin breyt-
ist. Ef við viljum fá karlmenn sem kennara þá verð-
ur að hækka launin fyrst og það á við um fleiri
kvennastéttir. Ég held að við verðum að byrja þar.“
Sv.J.
„Erlendis eru
kynjakvótar í há-
skólum, og þá
tekið inn það
kynið sem minna
er af í tiltekinni
námsgrein, en
það myndi varla
ganga hér. Það
yrði bókstaflega
allt vitlaust."
Það er þó já-
kvætt að konum
hefur fjölgað i
skólastjórastöð-
um, sérstaklega
hér í Reykjavík.
Það er því af
sem áður var
þegar allir skóla-
stjórar eða yfir-
kennarar voru
karlmenn en kon-
urnar kennarar.
9