Vera - 01.08.1997, Blaðsíða 33
Doris Lessing telur aö kvennahreyfingin og
kvennabaráttan aimennt sé byggö á misskilningi.
hvað það þýði að vera andlega heill er t.d. tekin til endurskoðunar og
í bókinni er það ekki fyrr en Anna hefur gengið í gegnum það sem
þjóðfélagið myndi kalla geðveiki sem hún nær að verða heil og vinna
úr brotunum sem hún hefur safnað í nótubækunar.
Það eru einmitt þessar sömu nótubækur sem greina The Golden
Notebook frá hefðbundnum skáldsögum og á sama tíma frá þeim
verkum sem Lessing hafði skrifað áður. Mikið af því efni sem gagn-
rýnendur telja femínískt í sögunni kemur einnig fram í texta nótu-
bókanna, en í þeim ægir saman allskyns efni, brotum af sögum,
fréttaúrklippum, ævisögulegum skissum og fleiru og fleiru sem allt á
sinn hátt tengist hinni hefðbundnu skáldsögu Frjálsar Konur sem er
skipt niður í hluta og komið fyrir á milli nótubókanna. Frjálsar Kon-
ur er það sem eftir stendur þegar efni nótubókanna hefur verið skoð-
að, lagað til og sett í frambærilegt hefðbundið skáldsöguform. Nótu-
bækurnar eru óreiðan sem listaverkið er framleitt úr: hráar tilfinning-
ar, daglegt streð, pólitískar hugleiðingar, pælingar um sérstöðu
kvenna, daglegt líf þeirra og skyldur. Lessing nær að brjóta upp hefð-
bundið skáldsöguform með því að nota nótubækurnar til að sýna allt
efnið og reynsluna sem þarf að skilja eftir þegar hefðbundin skáldsaga
er skrifuð. Engu að síður má segja að leiðin sem Lessing fer til að
brjóta upp skáldsöguformið sé mjög „formleg“ því bókin skiptist í
fimm jafna hluta og röðin á efninu er alltaf sú sama: Frjálsar Konur,
svarta nótubókin, rauða nótubókin, gula nótubókin og bláa nótubók-
in og í lokin gyllta nótubókin.
í tímaritsgrein frá 1971, sem síðan hefur verið notuð sem formáli
að bókinni, gerir Lessing grein fyrir þeim hugmyndum sem frá henn-
ar hálfu lágu að baki því að nota þetta nýstárlega skáldsagnaform.
Hún hafði hugsað sér að sundrað form verksins myndi tala til lesend-
anna og koma megin hugmynd hennar til skila, nefnilega hættunum
sem hún telur vera því samfara að hafa ekki heildarsýn yfir líf sitt og
þjóðfélagið almennt. Nafn bókarinnar The Golden Notebook og það
að í lokin nær Anna því takmarki að skrifa einungis í gylltu nótubók-
ina, átti að koma því til skila til lesenda að þetta væri meginþema
bókarinnar. Þar að auki vildi Lessing sýna fram á takmarkanir hefð-
bundins skáldsöguforms. Hún hafði fram að þessum tíma skrifað
hefðbundnar raunsæislegar skáldsögur og smásögur sem henni fund-
ust ekki lengur vera til þess fallnar að fjalla um nútímann með öllum
sínum flækjum. Með því að láta það sem hefðbundnar skáldsögur
fjölluðu almennt ekki um koma fram í nótubókunum, og sýna svo
hvernig því efni er umbreytt í Frjálsum Konum, vildi Lessing koma á
framfæri óþolinmæði sinni gagnvart raunsæishefðinni sem hún hafði
aðhyllst fram að þeim tírna.
Grunntexti kvenfrelsisbaráttunnar
en í óþökk höfundarins
Það voru þó alls ekki þessar hugmyndir sem voru efst í huga gagn-
rýnenda og lesenda The Golden Notebook þegar hún kom út 1962.
Flestir litu á bókina sem femínískan texta sem fjallaði um stöðu kon-
unnar og baráttu kynjanna. Þessi túlkun á bókinni fór óskaplega í taug-
arnar á Lessing (sem kannski er skiljanlegt að því leyti að hún hafði ver-
ið að reyna að segja allt aðra hluti og enginn skildi hana) og hefur að
mörgu leyti sett svip sinn á tengsl hennar við kvennahreyfinguna allar
götur síðan. Þau tengsl hafa einkennst af óþolinmæði af hálfu Lessing,
en hún hefur bæði í viðtölum og greinum talað um að kvennahreyfing-
in og kvennabarátta almennt sé byggð á misskilningi, þ.e. að kvenna-
barátta hljóti og verði alltaf að vera hluti af stærra samhengi sem felist
í því að berjast fyrir almennum mannréttindum öllum til handa, ekki sé
verjandi að taka konur út úr heildarmyndinni og vinna eingöngu að
þeirra málum, hlutirnir séu flóknari en svo. Á sama tíma hefur hún vilj-
að taka fram að hún sé að sjálfsögðu ekki á móti femínisma en telji að
almennt hafi kvennahreyfingin ekki staðið rétt að sínum málum.
Það er ekki gott að geta sér nákvæmlega til um hvað veldur þessu
viðhorfi Lessing. Ein tilgáta er að það sem hún taldi misskilning á
boðskap The Golden Notebook hafi átt nokkurn hlut að máli, en lík-
legra er að hugmyndafræðin sem hún tileinkaði sér sem kommúnisti
hafi haft meiri áhrif. Hún virðist ekki hafa losað sig algjörlega við þá
hugmynd, sem var ríkjandi meðal suður rhodesísku kommúnistanna,
að um leið og kommúnískt skipulag kæmist á yrðu vandamál líkt og
kvennakúgun undireins úr sögunni. Það er vissulega ekki sanngjarnt
gagnvart Lessing að halda því fram að hún trúi því enn þá að svona
töfralausnir séu til, en engu að síður verður það að teljast líklegt að í
þessu tilfelli sé Lessing fórnarlamb fortíðar sinnar.
Það er grátbroslegt að það verk sem Lessing er frægust fyrir tengir
hana órjúfanlegum böndum við kvennahreyfingu sjötta áratugarins.
The Golden Notebook hefur verið lýst sem grunntexta í kvenfrelsis-
baráttunni og þar við situr, þrátt fyrir mótmæli höfundarins!
Markmið námsins er að kenna fólki að nota tölvu
sér að gagni við skriftir, útreikninga og fjarskipti
með Internetinu. Mikil áhersla er lögð á að hafa
vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum en
þau eru innifalin í verði.
Námið skiptist í eftirfarandi áfanga:
• Almenn tölvufræði og Windows: 12 klst.
• Ritvinnsla: 20 klst.
• Töflureiknir og áætlanagerð: 18 klst.
• Tölvufjarskiti: 14 klst.
Upplýsingar og skráning í síma 561-6699
Tölvuskóli
Reykjavíkur
Borgartúni 28, 105 Reykjavík, sími 561 6699, fax 561 6696
Netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.treknet.is/tr
v ra33