Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Side 6
2
víkur, og mun sá fyrirleslur birtast í næsta hefti
þessa tímarits. Á fundinum voru 8 fjelagsmenn.
27. fundur var haldinn á vitamálaskrifstofunni
miðvikudaginn 15. desember 1915. Til 3. umræðu
var frumvarp til reglna um sölu og prófun Port-
lands-sements. Var frumvarpið samþykt með nokkr-
um breytingum, og eru reglurnar þannig samþyktar
prenlaðar hjer aftar. Því næst ílutti Th. Krabbe
erindi um »Islands Fyr« og mun það birtasl í næsta
liefti. Á fundinum voru 9 fjelagsmenn.
2. Reglur um gerðavdóm Verkfræðingafélags íslands.
Samþyktar á fjelagsfundi 12. marz 1915.
Verkfræðingafjelag íslands tekur að sjer að skipa
gerðardóma til að leggja fullnaðarúrskurð á ágrein-
ing manna í tekniskum málum, með þeim skilyrð-
um, er hjer segir:
1. gr.
Beiðni um skipun gerðardóms má senda stjórn
Verkfræðingafjelagsins, þegar ágreiningur rís út af
samningi um vinnu, efnisframlög eða að öðru leyli
um teknisk mál. Nú er ákveðið í samningi, að
ágreining, sem rísa kunni út af honum milli aðila,
skuli útkljá með gerðardómi eftir fyrirmælum þeim,
sem hjer eru sett, og nægir þá, að annar málsaðili
beiðist gerðardómsins. Ef samningur aftur á móti
ber það ekki með sjer, að gerðardóms Verkfræð-
ingaíjelagsins skuli leitað, eða ef samningur er eng-
inn, en báðir málsaðilar vilja hlíta gerðardómi Verk-
fræðingafjelagsins, skulu þeir báðir senda fjelags-
stjórninni beiðni um skipun dómsins og jafnframt
yfirljrsingu um. að þeir játist undir allar þær reglur,
er hjer eru settar.
2. gr.
Beiðni sje jafnan skrifieg og greini glögglega,
um hvað ágreiningurinn er. Beiðninni skal fylgja
samningur sá, sem deilan er sprottin af, og aðrar
þær upplýsingar, sem gera fjelagsstjórninni fært að
nefna þá menn í dóminn, er hún hyggur hæfasta
til að fjalla um málið.
3. gr.
Gerðardóminn skipa þrír menn. Einn þeirra
skal vera lögfræðingur, fastráðinn af fjelagsstjórn-
inni, og situr hann jafnan í dómnum, er ekki mæla
sjerstakar ástæður i móti; hann er forseti dómsins,
og stjórnar störfum hans. Hinir tveir sjeu verk-
fróðir, og velur fjelagsstjórnin þá í hvert skifti eftir
málavöxtum. Þegar þeir, er kjörnir voru, hafa lýst
yfir því, að þeir sjeu fúsir á að gera um málið, er
bæði málsaðilum og dómsforseta tilkynt, hverjir
gerðarmenn sjeu. Fallist annarhvor málsaðila ekki
á skipun dómsins, skat hann innan hæfilegs frests,
er fjelagsstjórnin ákveður í hvert skifti og ekki sje
skemri en fjórir sólarliringar, senda stjórninni rök-
studd mótmæli. Úrskurðar stjórnin, hvort mótmælin
skui tekin til greina að nokkru eða öllu, og hagar
þá skipun dómsins eftir því. Tekur dómurinn þá
þegar til starfa, en jafnskjótt og fresturinn er á enda,
ef engin mólmæli eru þá fram komin. Ef ein-
hver gerðarmanna gengur frá í miðjum klíðum,
gera hinir tveir um málið, en fjelagsstjórnin nefnir
til oddamann, ef þarf.
4. gr.
Ef ágreiningurinn er aðeins um smávægileg at-
riði, getur fjelagsstjórnin, með samþykki beggja
málsaðila, kosið einn verkfróðan mann til að skera
úr málinu í stað þess að skipa þriggja manna dóm.
Skal dómurinn, að svo miklu leyli sem þvi verður
við komið, fylgja sömu reglum sem venjulegir
gerðardómar, og skal hann, eflir þörfum, leita að-
stoðar og ráða hins fastráðna lögfræðings.
5. gr.
Þegar gerðardómurinn heíir tekið til starfa og
kynt sjer málið, eins og það liggur fyrir í þeim
skjölum, sem beiðninni fylgdu, gefur liann báðum
málsaðilum tækifæri til að skýra málið og leggja
fram allar frekari upplýsingar, sem á þarf að halda.
Nota má skriílega eða munnlega málfærslu eða
hvoratveggja. Hvor málsaðili um sig á rjett á, að
kynna sjer það, er hinn málsaðilinn liefir borið
fram, og fá útskrift úr gerðabókinni um málið.
6. gr.
Málsaðilar eiga heimting á, að öllum frumritum,
uppdráttum og þesskonar sje skilað aftur að mál-
inu loknu, en þó eigi fyr en málskostnaður er
gieiddur. Alt annað, sem lagt hefur verið fram í
málinu, sjerstaklega allar skýrslur og mállýsingar,
verður eign Verkfræðingafjelagsins. Af öllum skjöl-
um, sem skilað er aftur, getur stjórn fjelagsins
heimtað eftirrit, er gerðardómurinn staðfestir
7. gr.
Gerðardómnum er heimilt að leila sátta, hvort
sem málið er langt eða skamt komið, ef ástæða
þykir til.
8. gr.
Gerðardómnum er lieimilt sjálfum að leita upp-
lýsinga og gera rannsóknir í málinu. Heimta iná,