Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Page 13
vissa daga, er almenningur skal vinna að vegabót-
um, og skal þá allur almenningur mæta til vinnu,
en ef einhver mætir ekki, skal leigja mann í hans
stað á hans kostnað, og sæti hann sektum að auki.
I »instrúxi« hreppstjóra frá 1809 er þeim skip-
að að gangast fyrir og árlega niðurskipa vegaruðn-
ingi og vegabótum samkvæmt Jb. og kgbr. frá 1776.
Því má geta nærri, enda eru til nógir vitnis-
burðir um það, að þessi skylduvinna nægði ekki
til að koma á viðunandi vegum um landið. Um
akvegi var alls ekki að ræða, aðeins hafa verið
bættar svo torfærur í bygðum, að þar var mögulegt
að komast fyrir ríðandi menn og klyfjahesta. En
fjallvegir hafa orðið að mestu út undan. Þegar
viðreisnarhugur fór að vakna lijá þjóðinni sjálfri,
gátu menn ekki unað þessu lengur. Árið 1831, liinn
28. jan. (á fæðingardag konungs) var stofnað í
Reykjavík »Hið íslenska fjallvegafjelag«, til þess að
bæta fjallvegina. Tók fjelag þella þegar til starfa
með talsverðri atorku, enda var þvi þrem árum
síðar veiltur 400 dala árlegur styrkur úr jarðabókar-
sjóði. Fjelagið rjeði menn fyrir daglaun til þess að
vinna fyrir sig, og það þólti íljótt koma í Ijós, að
miklu meiri árangur sæist eftir þá vinnu, heldur en
eftir skyldu-dagsverkin í sveitunum. Ennfremur var
á árunum 1844 til 1846 bygt sæluliús á Ivolviðar-
hóli af samskotum einstakra manna. En efalaust
hefur öllum verið það ljóst, að þetta viðfangsefni,
vegagerðir um landið, var ofvaxið kröftum einstakra
manna.
Emhættismannafundurinn, sem haldinn var í
Reykjavík 1839, tók sjer meðal annars fyrir hendur,
að semja lagafrv. um vegi, og var það rætt aftur
á næsta fundinum, 1841. Ekki varð samt neitt úr
þeirri lagasetningu. I5egar alþingi hið endurreista
kom fyrst saman, 1855, bað það konung að leggja
frv. til laga um vegi fyrir næsta þing; svo var gert,
og var málið síðan til meðferðar á þingunum 1857
og 1859, og var síðan gefin út »Tilskipun um veg-
ina á íslandi«, 15. niarz 1861. I3ar er vegum skift
í þjóðvegi og aukavegi, og skyldu amtmenn ákveða
skiftinguna eftir tillögum hreppstjóra og sýslumanna.
Til þess að standast kostnað við þjóðvegina, var
lagt á sjerstakt vegabótagjald, sem nam ’/2 dagsverki
eftir verðlagsskrá á hvern verkfæran mann, og skyldi
hver hreppur greiða sýslumönnum gjaldið úr sveitar-
sjóði á manntalsþingum. Aukavegum skyldi haldið
við með skylduvinnu, sem var jafnað niður á menn
eftir efnum og ástæðum, og átlu hreppstjórar að
hafa á hendi stjórn þeirrar vinnu.
í tilskipun þessari eru einnig nokkur teknisk
ákvæði um gerð veganna, hliðstæð tilsvarandi ákvæð-
um í kgbr. frá 1776. Hefði mátt vænta, að í þeim
yrði vart við einhverja framför, en því er ekki að
heilsa. Sem dæmi skal nefna þessi ákvæði:
wÞjóðvegi skal bæta með ruðningum, ef á þann
hátt má fá fasta braut. Ef svo stórir steinar koma
fyrir i vegi þeim, er ryðja skal, að þeim verður
ekki komið úr brautinni, þá skal beggja megin
þeirra gera mjórri brautir, er aftur ná saman i
aðalgötunni«.
»Yfir mýrlendi skal jafnaðarlega gera steinbrýr,
en þegar yfirvaldi virðisl, að því verði ekki með
nokkru móti við komið vegna landslagsins, þá má
gera þar brýr úr torfhnausum; skulu torfbrýr þessar
vera l1/* danskri alin hærri til hliðanna en grund-
völlurinn. Breidd minst 21/* al.«.
Með þessum lögum fengu stjórnarvöld landsins,
sýslumenn og amtmenn, í fyrsla sinn fje til umráða
til vegabótanna, og var nú unnið miklu ineira að
vegabótum en áður. En eins og lilskipunin sjálf
stóð á mjög lágu stigi að því er teknisku hliðina
snerli, eins var og verklegri tilhögun vegabóta
þeirra, sem unnar voru samkvæmt henni, mjög
ábótavant, svo að fullyrða má, að þeirra sjer nú
mjög lítt stað. Tilskipunin hjelst í gildi til 1875.
Gallar þóttu koma í Ijós á henni, og sá helstur, að
fjallvegir yrðu út undan, því að vegabótafjeð gerði
ekki meir en hrökkva lil að halda færum vegum
um bygðirnar.
A hinu fyrsta löggjafarþingi, 1875, bar .1 ó n
Sigurðsson frá Gautlöndum fram frv. til laga
um vegina á íslandi, og gekk það fram með litlum
breytingum, og varð að lögum sama ár. I3ar var
vegum öllum skift í fjallvegi og bygðavegi, en
bygðavegunum aftur í sýsluvegi og breppavegi. Var
nú ákveðið að landssjóður skyldi einn kosta vega-
bætur á fjallvegunum, en þjóðvegagjaldið samkv.
tilsk. frá 1861 skyldi eftiileiðis ganga til sýsluveg-
anna. Loks skyldi til hreppsveganna varið árlega
’/j dagsv. fyrir hvern verkfæran mann i hreppnum.
Önnur ákvæði tilskipunarinnar frá 1861 voru látin
haldast í gildi.
Á grundvelli þessara laga var svo starfað til
1887. Fjárveitingunum úr landssjóði er samkvæmt
þeim varið eingöngu til vegabóta á fjallvegum fyrstu
árin. En fljótt fara menn að íinna til þess, að þetta
er óeðlilegt, og er þá farið að víkja frá grundvelli
laganna með því, að veita nokkrar uppliæðir úr
landssjóði til þess að bæta sýsluvegi á aðalpóstleið-
um. Og loks bera þeir Jón Þórarinssonog
Þórarinn Böðvarsson fram nýtt frv. til
vegalaga á alþingi 1887, og varð það að lögum
sama ár.
í þessum lögum er vegunum skift í aðalpóst-
vegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi. Ivostar
landssjóður aðalpóstvegina, en liggi aðalpóslvegur
eftir sýslu endilangri, skal helmingur sýsluvega-
gjaldsins (þjóðvegagjaldsins gamla) ganga lil hans.
Fjallvegi, sem ekki eru aðalpóstleið eða sýsluvegur,