Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Side 14
10
skyldi þvi að eins bæla, að biýna nauðsyn bæri til.
Aðalpóstvegir skyldu vera a in. k. 6 álna breiðir,
og balli ekki meiri en 3—4 þml. á alin (1 : 8 til
1 : 6). Jafnframt var nú ákveðið, bverjir skyldu
vera aðalpóstvegirnir, og voru þeir þessir:
1. Frá Reykjavík til ísafjarðar.
2. —-----------til Akureyrar.
3. — Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. — Reykjavík tii Preslsbakka.
5. — Prestsbakka til Eskifjarðar.
IJað þótli orka nokkurs tvímælis, hvort ákvæðin
um gerð aðalpóstveganna væru þannig, að skylt
væri að gera þá akfæra, og ekki fullnægja þeir
kröfum þeim, sein nú eru gerðar til akvega. En að
tilætlun llutningsmanna liafi verið að gera þá ak-
færa, það er valálaust. Framsögumaður, Þórar-
inn Röðvarsson, segir meðal annars, er liann
leggur lögin fram:
»IJað sem vantar hér, eru méginreglur fyrir
vegagerðinni.........Pær meginreglur, sem sjálfsagt
er að fylgja við vegagerðir, eru þær, að bæta fyrst
og fremst alla aðalpóstvegi, og hafa þá, eins og
vegi yfir höfuð, svo breiða, að ekið verði vögnum
el'tir þeim........Það er sjer í lagi eitt, sem hafa
verður l'yrir augum, þegar vegir eru gerðir, og það
er, að hægt verði að hafa þá á sínum tíina fyrir
vagnvegi. IJelta hafa menn ekki haft fyrir augum
bjer á landi, og vegurinn, sem liggur hjer upp úr
höfuðstaðnum sjálfum er eigi svo gerður, að unt
sje að nota hann fyrir vagnveg. IJað væri sannar-
lega æskilegt, ef Reykvikingar vildu sem fljótasl
breyta honum i vagnveg, öðrum lil eftirdæmis og
fyrirmyndar. Jeg hef sjájfur lesið, og veit líka, að
flestum li. þingdm. muni vera það kunnugl, að fyrir
3 þúsundum ára síðan óku menn í vögnum, en
sá, sem hefur alist upp á þessu landi, og al.drei
sjeð önnur lönd, veit varla hvað það er að aka í
vagni«.
Pessi lög slóðu ekki lengi. Þegar á Alþ. 1891
var borið upp frv. til nýrra vegalaga, og var flutn-
ingsmaður Jens Pálsson. Fyrir honum vakti
ekki aðeins að gera nýja skipun á vegagerðunum,
heldur yfir höfuð að koma samgönguinálum lands-
ins í fast horf. Hann fann það að lögunum frá
1887, að þau lögðu aila áhersluna á aðalpóslveg-
ina, en hann vildi láta leggja þar vegi fyrst, sem
flutningaþörfm væri mest, án tillits til, hvar póstar
væru látnir fara. Og samgöngukerfi það, sem bann
vildi koma á fót, var þannig, að gufuskip skyldi
lialda uppi ferðum umhverfis landið, milli Reykja-
vikur og kauptúnanna úli um landið, og frá kaup-
túnunum skyldi svo gera akvegi upp um bygðirnar,
stofnbrautir, sem hann nefndi aðalflutningabrautir
eða flutningabrautir, á kostnað landssjóðs, og svo
skyldi gera akfæra sýsluvegi eftir þörfum í áfram-
haldi þeirra og út frá þeim. Nokkrar deilur urðu
um það á þinginu 1891, hvort þessi tilhögun væri
rjett ráðin; en jeg hygg, að dómur allra manna
muni nú vera á einn veg um það, að þetla var sú
henlugasta lilhögun á innanlandssamgöngum, sem
unt var að stinga upp á, og landinu þá var ekki
ofvaxið að ráðast í. Frv. þetta var felt í efri deild.
Jens Pálsson vann ótrauður að því, að
vinna þessari hugsun sinni fylgi, bæði á þinginu,
og í blaðagreinum og ritlingi milli þinga. Á næsta
þingi, 1893, bar hann saman samskonar frv. upp
aftur, ásamt með Boga Th. Melsted, og nú
hafði sá maðurinn aðhjdst stefnu frumvarpsins,
sem mest munaði um, M a g n ú s S t e p h e n s e n
landshöfðingi. Frv. gekk greiðlega í gegnum neðri
deild, og í efri deild hepnaðist M a g n ú s i S t e p -
h e n s e n að bjarga því með alkvæðum hinna kon-
ungkjörnu þingmanna. Lögin bættu flutningabraut-
unuin við sem nýjum vegallokki, auk þeirra eldri,
og skyldi landssjóður kosta byggingu þeirra, og þær
svo gerðar, að vel sjeu akfærar hlöðnum vögnum
á sumruin. Aftur á móti krefjast lögin þess ekki,
að aðalpóstvegirnir, sem nú heila þjóðvegir, sjeu
gerðir akfærir, en sýsluvegir, sem liggja út frá flutn-
ingabraulum, eða eru framhald af þeim, skuli gerast
akfærir þar sem því verður við komið.
Loks eru árið 1907 selt vegalög þau, er nú
gilda, og hafa þó verið gerðar á þeim smábreytingar
síðan. Flokkuninni frá 1894 er haldið óbreyttri, en
gert ráð fyrir, að einkum þeir kaflar þjóðveganna,
sem standa í sambandi við flutningabrautir eða
kauptún, verði einnig gerðir akfærir, ákvæði sett
um viðhald vega, og önnur atriði, er minni þjrð-
ingu liafa.
2. Stjórn vegamálanna.
Hin verslegu stjórnarvöld landsins liafa frá upp-
liafi og til þessa dags haft stjórn vegamálanna í
sinni liendi, án þess að nein sjerstök stjórnarvöld
liafi- verið til, sem liafi átt að sinna vegamálum
eingöngu eða sjerstaklega. Alt fram að 1884 munu
liin innlendu stjórnarvöld hafa verið alveg án verk-
lega mentaðra aðsloðarmanna; en stjórnarráðin í
Kaupmannaliöfn hafa einstöku sinnum leitað álits
verkfræðinga um einstök atriði. En árið 1884 var
fyrsl fenginn útlendur verkfræðingur til laudsins til
þess að segja fyrir um vegagerðir, og var það Norð-
maðurinn Hovdenak, síðar amtsingeniör í Roms-
dals Amt og Statsraad í Noregi. Hann dvaldi lijer
sumarið 1884 og kom aftur eitt eða tvö sumur
nokkru síðar, og hafði með sjer norskan verkstjóra,
og kendi hann mönnum vegagerðir. Árið 1893 er
ráðinn verkfræðingur í þjónustu landsins lil þess að
veita forstöðu framlrvætnd vegagerða landssjóðs, og
var það Sigurður fhoroddsen, núverandi