Handbók bænda - 01.01.1923, Page 16

Handbók bænda - 01.01.1923, Page 16
12 leitt af járnsamböndum. Karnalítt inniheldur um io°/o kali. 2. Kainit er aS útliti eins og karnallítt, en inniheldur dálítiö meira af kalí. 3. Sá kalíáburöur, sem mest er notaður, er svo kallaöur 37% kaliáburður og 20% kalísalt, sem hvorttveggja er búin til úr kalíríkum söltum. Mestallur sá kalíáburöur, sem notaöur er í heim- inum, er unninn úr kalísaltlögum, sem finnast í jöröu skamt frá bænum Stassfurt í Þýskalandi. IV. Kalkáburður. Kalk er víöa notaö til áburöar. Jafnframt því, sem það er jurtanærandi efni, hefir þaö einnig bæt- andi áhrif á efnasamsetningu jarövegsins. Sjerstak- lega þar sem sýrur (húmussýra o. fk), eru í jarö- veginum, íeins og oft á sjer staö í mýrum, mosa- og hrisflóuni), eru verkanir kalksins gagnlegar. Kalk er basi. Þegar sýra og basi sameinast, mynd- ast salt. Sje því kalk borið á jarðveg, sem inniheldur sýrur, gengur það í samband viö sýrurnar og mynd- ar salt. Þetta salt getur stundum leyst upp í jarö- vegsvatninu og orðið jurtunum aö næringu. Því meira sem jarövegurinn inniheldur af sýrum, því meira þarf aö bera á hann af kalki. Sýrumagniö í jaröveginum má ákveða mcö efnarannsóknum.

x

Handbók bænda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók bænda
https://timarit.is/publication/861

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.