Handbók bænda - 01.01.1923, Page 19

Handbók bænda - 01.01.1923, Page 19
veriö notaöur eingöngu), sem svarar: ioo pund af Chilisaltpjetri (eöa Noregssaltpjetri), ioo pund af 37% kalíáburöi, og 200 pund af 20% súperfosfati, á dagsláttu. Ein vissasta leiðin til vitneskju um, hvað mikið þarf aö bera á af tilbúnum áburöi, er að gera áburð- artilraunir á þeim jarðvegi, hvar nota á tilbúinn áburð síöar. Áburöartilraunum má haga á marga vegu. Eigi þær aö vera margbrotnar og yfirgripsmiklar, kosta þær bæði mikinn undirbúning og mikla fyrirhöfn. Hjer skulu að eins nefndar hinar einföldustu. Bletturinn, þar sem tilraunirnar eiga að gerast, veröur aö vera: 1) Vel jafn, 2) hallalaus eða því sem næst, 3) Þar sem vatn getur ekki náð að ílæða yfir, 4) í skjóli fyrir sterkum stormi, 5) varinn fyrir ágangi, 6) kvaðratlagaður og rjetthyrndur. Sje tilraunabletturinn 11 fáðmar á hlið, og hon- um skift í 9 smáreiti, sem hver er 3 faömar á hlið, geta veriö faðms breiðar spildur utan við reit- ina og á milli þeirra.

x

Handbók bænda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók bænda
https://timarit.is/publication/861

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.