Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 10
4 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ eftir því hver aðgerðin er og ennfremur, hvernig ástand sjúklingsins er fyrir aðgerðina. Það er því ekki einungis um það að ræða, að koma sjúklingi lifandi yfir erfiða að- gerð, með því að gefa honum blóð, heldur getur þurft að undirbúa hann undir aðgerðina, koma blóði hans í eðli- legt horf, með blóðgjöf, ef þörf er á. Með því er ekki ein- ungis verið að búa hann undir aðgerðina sjálfa, heldur einnig að stuðla að því, að sjúklingur nái fyrr kröftum, grói betur og fái meiri mótstöðu eftir aðgerðina. Mollison heldur því fram að ekki eigi að leggja þann sjúkling undir hnífinn, sem hafi undir 10 gm% hæmog- lobin, oft sé um aðgerðir að ræða, sem ekki eru aðkallandi. Beri þá annað hvort, að fresta aðgerð og koma blóðinu upp með lyfjum, eða gefa blóð og flýta þannig fyrir að hægt sé að gera aðgerðina. Ekki eru allir á sama máli um þetta, og vilja sumir einnig fara eftir tegund aðgerðar og með því megi kom- est hjá óþarfa blóðgjöfum. Viss hætta sé alltaf af blóð- gjöfum og það sé engin afsökun til fyrir því, að gefa þeim blóð, sem auðveldlega megi koma upp í blóði með lyf jum og mataræði, ef aðgerð er ekkert sérlega aðkallandi. Blóötap viö skuröaögeröir er mjög misjafnt og fer mikið eftir tegund aðgerðar- innar. Hefir þetta verið mælti við hinar ýmsu skurðað- gerðir og skal aðeins minnst á örfá dæmi: Magaskurðir frá 131 ml allt upp í 1650 ml, að meðal- tali um 576 ml. Botnlangaskurðir frá 19 ml — 349 ml, að meðaltali 76 ml. Gallblöðruskurðir frá 38 ml upp í 648 ml, meðaltal 228 ml. Þegar undirbúa þarf skurðaðgerð, verður að reikna með þessu blóðtapi, þó allt gangi vel að öðru leyti. Almennt

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.