Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 29
LJÓSMÆÐRABLAQIÐ 23 Fulltrúi Ljósmæðrafélagsins í launamálanefnd Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja: Freyja Antonsdóttir. Þórdís Ólafsdóttir var kosin til að mæta með formanni í Tryggingarstofun ríkisins og athuga um eftirlaun aldraðra ljósmæðra. 8. Frjálsar umræður: Freyja Antonsdóttir bað um orð- ið. Ræddi hún um inngöngu félagsins í Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, og væntanlega kjarasamninga B.S.R. B. við ríkisstjórnina fyrir hönd ríkisstarfsmanna. Sagði hún að stjórn Ljósmæðrafélagsins hefði óskað eftir við kjararáð B.S.R.B. að ljósmæður yrðu í sama launaflokki og hjúkrunarkonur eins og verið hefur. En það þótti ekki réttlátt, þar sem námstími hjúkrunarkvenna er miklu lengri og erfiðari. Stæði til að ljósmæður yrðu í næsta launaflokki fyrir neðan hjúkrunafkonur. En þegar ljósmæðraskólinn yrði lengdur og meiri menntunar krafist af Ijósmæðrastéttinni, þá gætu þær farið fram á að hækka um launaflokk, en fyrr ekki. Gat hún þess að í ágúst s. 1. hefði stjórnin skrifað kjararáði B.S.R.B. og beðið það að hlutast til um að um- dæmiskipaðar ljósmæður yrðu viðurkenndar, sem opinber- ir starfsmenn og öðluðust þar með samningsrétt ríkis- atarfsmanna. Tóku þeir vel í það og lofuðu að beita sér fyrir bættum kjörum sveitaljósmæðra. Urðu allmiklar umræður um óviðunandi kjör ljósmæðra. Til máls tóku Ásthildur Þorsteinsdóttir, Sigríður Sæland, Þórdís Ólafsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Steinunn Finnbogadóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Sagði frk. Guðrún yfirljósm. að vonir stæðu til að lög um lengingu Ljósmæðraskólans færu gegnum þingið í vetur. Oll skilríki þar að lútandi væru komin til landlæknis. Væru allar sammála um að æskilegt væri að ljósmæður ættu að- gang að fæðingarstyrk sængurkvenna beint frá Trygging- arstofuninni, en ekki að taka greiðslu hjá sængurkonunni

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.