Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 9 Stundum koma fram einkenni um aukna blæðinga- bneigð. Getur það verið fyrsta merki um hæmolytiska íeaction og verður oft fyrst vart við uppskurð í svæfingu, að það tekur að blæða óeðlilega mikið. 2. Tíminn eftir lostið (postshock phase) einkennist af gulu (icterus) af völdum hæmolysis. Ennfremur verður \art blóðrauða (hæmoglobins) í þvagi, og getur það stað- ið í nokkra daga, einnig eggjahvíta í þvagi. Gulan kemur í ljós á fyrsta sólarhring og stendur í nokkra daga, er rnest áberandi á öðrum sólarhring. Samfara þessu lækk- ar Hb%. 3. Þvagþurrð (oliguric phase) kemur hjá mörgum, en ekki öllum sjúklingum. Stafar hún af skemmdum á nýr- um og kallast það ,,hæmoglobinuric“ eða „lower nephron" nephrosis. Það er almennt álit manna, að einkenni frá nýrum komi ekki fram, ef sjúklingur fær undir 200 ml af blóði. Þvagþurrð (oliguri) er fyrsta einkennið um uppgjöf nýrnanna og af þessu ástandi leiðir aukning á þvagefni (urea) og köfnunarefni í blóði. Fyrst framan af er vax- andi máttleysi, ógleði og uppköst og í kjölfar þess deyfð, óráð krampar og djúpt meðvitundarleysi. Dauðaorsök er ýmist hjartabilun, skyndilegur lungnabjúgur, kalium eitrun eða krampar. Oliguria getur staðið í 6—12 daga eða miklu lengur. Algert þvagleysi getur komið fyrir, en er ekki algengt. 4. Diuresis-stigið kemur næst. Þvagframleiðsla getur aukist smátt og smátt, dag frá degi, eða aukist skyndi- lega, en það er sjaldgæfara. Á þessu stigi getur sjúklingur misst mjög mikið natri- um, kalium og vatn, og ef honum er ekki bætt það tap jafn óðum, getur það kostað hann lífið. Þegar grunur er um það, að sjúklingur hafi fengið hæmolytiska reaction, ber að athuga blóð frá sjúklingi, sem tekið var fyrir blóðflutning og það endurflokkað.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.